Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar 5. maí 2025 07:31 Ímyndaðu þér sjónvarpsdagskrá sem er í raun í höndum almennings. Ekki aðeins sem áhorfendur, heldur sem virkir þátttakendur í mótun efnisins. Hvað ef hluti af dagskrá RÚV yrði kosningahæfur, þar sem almenningur fengi að velja hvaða myndir, þættir eða efni yrði sýnt? Einfalt app í snjallsíma gæti boðið upp á atkvæðagreiðslu, þar sem niðurstaðan myndi uppfærast þar í rauntíma. Og gefur ungum eða efnilegum framleiðendum að koma efninu sínu á dagskrá. Þetta væri skref í átt að raunverulegu lýðræði innan ríkisrekins fjölmiðils. RÚV – Áróður eða almannaþjónusta? Íslenskt samfélag hefur lengi tekist á við spurninguna um hlutverk RÚV. Opinber fjölmiðill á að veita hlutlausa og faglega umfjöllun en hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir pólitíska slagsíðu. RÚV er ríkisrekinn miðill sem starfar innan ramma sem settur er af stjórnvöldum. Þess vegna er eðlilegt að velta upp þeirri spurningu hvort pólitísk öfl hafi áhrif á rekstur og stefnumótun miðilsins. RÚV hefur reglulega verið gagnrýnt sem verkfæri valdastéttarinnar, þar sem pólitískar ákvarðanir og skýrslur hafa verið notaðar til að leggja grunn að breytingum í takt við vilja sitjandi ríkisstjórnar. Þetta fyrirkomulag skapar efasemdir um raunverulegt hlutleysi miðilsins og vekur spurningar um hvort þörf sé á grundvallarbreytingum í rekstrinum. Kosningakerfi RÚV – Ný leið til lýðræðislegrar þátttöku? Í hugmyndinni um lýðræði innan RÚV felst sú sýn að almenningur fái beint vald yfir hluta dagskrárinnar. Að minnsta kosti helmingur af dagskránni gæti verið kosningahæfur – það gæti átt við um afþreyingarefni, fræðsluþætti, innlent efni og jafnvel hvaða stórviðburðir ættu að vera í beinni útsendingu. Þetta væri skref í átt að raunverulegri lýðræðislegri þátttöku þjóðarinnar í rekstri fyrirtækis sem hún sjálf á. Menningarleg dagskrá, fréttir og barnaefni gætu haldið sér innan ramma hefðbundinnar dagskrár. En jafnframt gæti verið opnað á að foreldrar gætu haft val um hvað börnin þeirra horfa á, frekar en að nefndir taki allar ákvarðanir fyrir almenning. Nýting á innsendu efni – Snillingar meðal okkar Ísland er land skapandi einstaklinga sem framleiða vandað efni. Þó hefur almenningur lítinn aðgang að því að koma efni sínu á skjáinn, nema þeir hafi tengsl við rétta aðila. Þetta kerfi ýtir undir lokaðan innri hóp þar sem sömu aðilarnir ráða hvað fer í loftið.Í stað þess að nefnd ákveði alfarið hvað á að birtast á RÚV, gæti almennur borgari haft meiri áhrif í gegnum lýðræðislegt val. Efni sem send er inn af einstaklingum ætti að geta hlotið atkvæði almennings, sem myndi tryggja að fjölbreyttari sjónarhorn og efni kæmust á skjáinn. Þetta er leið til að nýta þá sköpunargáfu sem býr í þjóðinni og minnka einhæfni dagskrárinnar. RÚV og Sýn – Andstæður fjölmiðlamarkaðarins Margir líta á RÚV sem menningarlegan miðil, þar sem efni sem er sértækt og fræðandi er í hávegum haft. Á hinn bóginn er Sýn oft álitið sem skemmtimiðstöð þar sem hávær og dramatísk umfjöllun er algengari. Þessi hugmynd virkar fyrir báða fjölmiðla. Hvor þeirra ætlar að vera tengdur áhorfendum meira?Báðir miðlarnir hafa sinn tilgang, en rekstrargrundvöllur beggja virðist byggður á úreltum hugmyndum um fjölmiðlun. Í dag eru erlendir miðlar langt komnir með að leyfa almenningi meiri þátttöku í dagskrárgerð. Að opna á kosningakerfi RÚV gæti verið fyrsta skrefið í að færa íslenska fjölmiðla nær raunverulegri samvinnu við almenning. Lýðræði sem lausn fyrir RÚV Ef RÚV vill verða fjölmiðill sem endurspeglar raunverulegt samfélag, þá þarf það að endurskoða hvernig ákvarðanir eru teknar um innihald dagskrár. Lýðræðislegt kerfi gæti fært almenningi beinan aðgang að mótun fjölmiðils sem hann fjármagnar með sköttum sínum. Það myndi stuðla að gagnsæi, fjölbreytni og betra samtali milli RÚV og þjóðarinnar. Kosningakerfi RÚV væri ekki gallalaus lausn, en það myndi opna á nýja leið til lýðræðislegrar þátttöku í opinberum rekstri. Ísland er lítið samfélag, þar sem tengsl milli einstaklinga ráða oft miklu í ákvörðunartöku. Lýðræðislegt val gæti brotið upp þessa lokuðu hringrás og skapað fjölbreyttara og lifandi fjölmiðlaumhverfi. Við þurfum að hætta að deila um smáatriði og einbeita okkur að framtíðinni. Ef við viljum raunverulegar breytingar á RÚV, þá þurfum við að taka upp nýjar aðferðir – og lýðræði ætti að vera kjarninn í þeirri þróun. Höfundur er margmiðlunarfræðingur og tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér sjónvarpsdagskrá sem er í raun í höndum almennings. Ekki aðeins sem áhorfendur, heldur sem virkir þátttakendur í mótun efnisins. Hvað ef hluti af dagskrá RÚV yrði kosningahæfur, þar sem almenningur fengi að velja hvaða myndir, þættir eða efni yrði sýnt? Einfalt app í snjallsíma gæti boðið upp á atkvæðagreiðslu, þar sem niðurstaðan myndi uppfærast þar í rauntíma. Og gefur ungum eða efnilegum framleiðendum að koma efninu sínu á dagskrá. Þetta væri skref í átt að raunverulegu lýðræði innan ríkisrekins fjölmiðils. RÚV – Áróður eða almannaþjónusta? Íslenskt samfélag hefur lengi tekist á við spurninguna um hlutverk RÚV. Opinber fjölmiðill á að veita hlutlausa og faglega umfjöllun en hefur í gegnum tíðina verið gagnrýndur fyrir pólitíska slagsíðu. RÚV er ríkisrekinn miðill sem starfar innan ramma sem settur er af stjórnvöldum. Þess vegna er eðlilegt að velta upp þeirri spurningu hvort pólitísk öfl hafi áhrif á rekstur og stefnumótun miðilsins. RÚV hefur reglulega verið gagnrýnt sem verkfæri valdastéttarinnar, þar sem pólitískar ákvarðanir og skýrslur hafa verið notaðar til að leggja grunn að breytingum í takt við vilja sitjandi ríkisstjórnar. Þetta fyrirkomulag skapar efasemdir um raunverulegt hlutleysi miðilsins og vekur spurningar um hvort þörf sé á grundvallarbreytingum í rekstrinum. Kosningakerfi RÚV – Ný leið til lýðræðislegrar þátttöku? Í hugmyndinni um lýðræði innan RÚV felst sú sýn að almenningur fái beint vald yfir hluta dagskrárinnar. Að minnsta kosti helmingur af dagskránni gæti verið kosningahæfur – það gæti átt við um afþreyingarefni, fræðsluþætti, innlent efni og jafnvel hvaða stórviðburðir ættu að vera í beinni útsendingu. Þetta væri skref í átt að raunverulegri lýðræðislegri þátttöku þjóðarinnar í rekstri fyrirtækis sem hún sjálf á. Menningarleg dagskrá, fréttir og barnaefni gætu haldið sér innan ramma hefðbundinnar dagskrár. En jafnframt gæti verið opnað á að foreldrar gætu haft val um hvað börnin þeirra horfa á, frekar en að nefndir taki allar ákvarðanir fyrir almenning. Nýting á innsendu efni – Snillingar meðal okkar Ísland er land skapandi einstaklinga sem framleiða vandað efni. Þó hefur almenningur lítinn aðgang að því að koma efni sínu á skjáinn, nema þeir hafi tengsl við rétta aðila. Þetta kerfi ýtir undir lokaðan innri hóp þar sem sömu aðilarnir ráða hvað fer í loftið.Í stað þess að nefnd ákveði alfarið hvað á að birtast á RÚV, gæti almennur borgari haft meiri áhrif í gegnum lýðræðislegt val. Efni sem send er inn af einstaklingum ætti að geta hlotið atkvæði almennings, sem myndi tryggja að fjölbreyttari sjónarhorn og efni kæmust á skjáinn. Þetta er leið til að nýta þá sköpunargáfu sem býr í þjóðinni og minnka einhæfni dagskrárinnar. RÚV og Sýn – Andstæður fjölmiðlamarkaðarins Margir líta á RÚV sem menningarlegan miðil, þar sem efni sem er sértækt og fræðandi er í hávegum haft. Á hinn bóginn er Sýn oft álitið sem skemmtimiðstöð þar sem hávær og dramatísk umfjöllun er algengari. Þessi hugmynd virkar fyrir báða fjölmiðla. Hvor þeirra ætlar að vera tengdur áhorfendum meira?Báðir miðlarnir hafa sinn tilgang, en rekstrargrundvöllur beggja virðist byggður á úreltum hugmyndum um fjölmiðlun. Í dag eru erlendir miðlar langt komnir með að leyfa almenningi meiri þátttöku í dagskrárgerð. Að opna á kosningakerfi RÚV gæti verið fyrsta skrefið í að færa íslenska fjölmiðla nær raunverulegri samvinnu við almenning. Lýðræði sem lausn fyrir RÚV Ef RÚV vill verða fjölmiðill sem endurspeglar raunverulegt samfélag, þá þarf það að endurskoða hvernig ákvarðanir eru teknar um innihald dagskrár. Lýðræðislegt kerfi gæti fært almenningi beinan aðgang að mótun fjölmiðils sem hann fjármagnar með sköttum sínum. Það myndi stuðla að gagnsæi, fjölbreytni og betra samtali milli RÚV og þjóðarinnar. Kosningakerfi RÚV væri ekki gallalaus lausn, en það myndi opna á nýja leið til lýðræðislegrar þátttöku í opinberum rekstri. Ísland er lítið samfélag, þar sem tengsl milli einstaklinga ráða oft miklu í ákvörðunartöku. Lýðræðislegt val gæti brotið upp þessa lokuðu hringrás og skapað fjölbreyttara og lifandi fjölmiðlaumhverfi. Við þurfum að hætta að deila um smáatriði og einbeita okkur að framtíðinni. Ef við viljum raunverulegar breytingar á RÚV, þá þurfum við að taka upp nýjar aðferðir – og lýðræði ætti að vera kjarninn í þeirri þróun. Höfundur er margmiðlunarfræðingur og tónlistarmaður.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar