„Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Hjörvar Ólafsson skrifar 4. maí 2025 21:01 Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA Vísir/Anton Brink Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, kallar eftir því að leikmenn sínir sýnir meiri hjarta, baráttu og ákefð í varnarleik sínum. Hallgrímur sagði allt þetta hafa vantað þegar lið hans laut í lægra haldi fyrir ÍA í fimmtu umferð Bestu-deildar karla í fótbolta á Elkem-vellinum á Akranesi í kvöld. „Við vorum lentir undir eftir nokkrar mínútur og þetta var í raun bara brekka frá upphafi til enda. Skagamenn gátu í kjölfarið sest til baka og sótt hratt á okkur þegar þeir unnu hann. Þeir spiluðu með fimm manna vörn og í lágblokk og við fundum ekki nógu oft glufur á vörn þeirra,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það er mjög erfitt að ætlast til þess að fá stig þegar þú færð á þig tvö til þrjú mörk eins og við höfum verið að gera í sumar. Mér fannst við átta okkur á hvað við vorum komnir í slæma stöðu í sigurleiknum við FH og menn lögðu líkama og sál í þann leik. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum að þessu sinni,“ sagði Hallgrímur svekktur. „Mér fannst vanta allt hjarta og alla baráttu. Við höfðum ekki áhuga og metnað í að hlaupa saman í pressunni og leikmenn voru hreinlega ekki að hlaupa til baka þegar þess þurfti. Við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk og við förum ekki að spila af þeirri ákefð sem þarf fyrr en við lendum undir,“ sagði hann þar að auki. „Ég hlakka til þess að sjá það á æfingum í næstu viku og fram að næsta leik hvaða leikmenn eru til í að leggja sig almennilega fyrir KA. Leikmenn mínir þurfa að átta sig á því hvað það er sem upp á vantar og sýna það í verki á æfingasvæðinu að þeir hafi áhuga á að spila fyrir KA-merkið í næsta leik,“ sagði Hallgrímur um framhaldið hjá norðanmönnum. Besta deild karla KA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira
„Við vorum lentir undir eftir nokkrar mínútur og þetta var í raun bara brekka frá upphafi til enda. Skagamenn gátu í kjölfarið sest til baka og sótt hratt á okkur þegar þeir unnu hann. Þeir spiluðu með fimm manna vörn og í lágblokk og við fundum ekki nógu oft glufur á vörn þeirra,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA. „Það er mjög erfitt að ætlast til þess að fá stig þegar þú færð á þig tvö til þrjú mörk eins og við höfum verið að gera í sumar. Mér fannst við átta okkur á hvað við vorum komnir í slæma stöðu í sigurleiknum við FH og menn lögðu líkama og sál í þann leik. Það var hins vegar ekki uppi á teningnum að þessu sinni,“ sagði Hallgrímur svekktur. „Mér fannst vanta allt hjarta og alla baráttu. Við höfðum ekki áhuga og metnað í að hlaupa saman í pressunni og leikmenn voru hreinlega ekki að hlaupa til baka þegar þess þurfti. Við erum að fá á okkur allt of ódýr mörk og við förum ekki að spila af þeirri ákefð sem þarf fyrr en við lendum undir,“ sagði hann þar að auki. „Ég hlakka til þess að sjá það á æfingum í næstu viku og fram að næsta leik hvaða leikmenn eru til í að leggja sig almennilega fyrir KA. Leikmenn mínir þurfa að átta sig á því hvað það er sem upp á vantar og sýna það í verki á æfingasvæðinu að þeir hafi áhuga á að spila fyrir KA-merkið í næsta leik,“ sagði Hallgrímur um framhaldið hjá norðanmönnum.
Besta deild karla KA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Sjá meira