Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lovísa Arnardóttir skrifar 4. maí 2025 19:53 Þórhallur segir stemninguna hafa verið gríðarlega í borginni í aðdraganda tónleikanna og á meðan þeim stóð. Aðsend og Vísir/EPA Þórhallur Steingrímsson fór ásamt konu sinni, Mariu Gomes Rodrigues, á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga í gær í Rio de Janeiro í Brasilíu. Áætlað er að tvær milljónir manna hafi verið viðstödd tónleikana sem fóru fram í gær. Þórhallur varð ekki var við handtökur vegna sprengjutilræða en segir öryggisgæsluna hafa verið gríðarmikla. Hann og konan hans búa núna í Leblon sem er í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Copacabana ströndinni í Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem tónleikarnir fóru fram. „Við erum búin að búa hérna í rúmt ár núna en höfum alltaf átt íbúð. Það var allt lokað í kring. Aðalgöturnar með fram ströndinni. Það var allt lokað og það var allt troðfullt,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um tvær milljónir hafi komið saman til að horfa á tónleikana. Gaga sjálf segir í færslu á samfélagsmiðlum að aldrei hafi fleiri komið saman til að sjá konu koma fram. Vísir/EPA Hlustuðu á tónleikana á veitingastað Hann og konan hans settust saman á veitingahús skammt frá tónleikunum sjálfum og hlustuðu þaðan. Þórhallur nennti ekki sjálfur að labba nær þeim en konan hans fór nær og tók nokkrar myndir. Borgaryfirvöld greiddu fyrir tónleikana í þeim tilgangi að lífga við efnahag borgarinnar. Þórhallur er viss um að þeim tilgangi hafi verið náð. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna hafi verið í borginni fyrir og á meðan tónleikunum stóð. „Fólk var gríðarlega spennt fyrir þessu og alveg alla síðustu viku löbbuðum við niður á strönd og við vorum endalaust að hitta fólk sem var komið til að far á tónleikana. Tónleikarnir eru ókeypis en allur þessi fjöldi eyðir pening sem kemur í ríkiskassann,“ segir Þórhallur. Götusalar hafi staðið við allar götur og selt varning og fólk skemmt sér á götum úti síðustu daga. Tveir voru handteknir á tónleikunum grunaðir um að hafa skipulagt umfangsmikla sprengjuárás. Í erlendum fréttum segir að hópurinn sem stóð að baki árásinni hafi undanfarið deilt hatursáróðri gegn hinsegin samfélaginu, börnum og ungmennum. „Við yrðum ekki vör við þetta en það var svakaleg öryggisgæsla í kringum tónleikasvæðið,“ segir hann. Þórhallur stillir sér upp nærri tónleikasvæðinu.Aðsend Göngubrú frá hótelinu að sviðinu Söngkonan hafi sjálf gist á hóteli beint á móti sviðinu. „Það var búið að byggja göngubrú frá hæðinni þar sem hún gisti yfir og beint á sviðið,“ segir hann og að söngkonan hafi getað gengið beint frá hótelinu á sviðið og svo aftur til baka. „Hún þurfti aldrei að fara niður á götu.“ Þórhallur segist ekki stór aðdáandi Lady Gaga en þessir árlegu tónleikar séu alltaf skemmtilegur viðburður. Hann kannist þó vel við lögin hennar og kunni að meta tónlistina. „Þetta var æðisleg upplifun og ég hlakka til næsta árs.“ Hann segir þetta góðan tíma til að heimsækja borgina hafi fólk hug á því. Þetta sé árlegur viðburður og alltaf skemmtilegur tími. Þá segir hann einnig gaman að heimsækja hana í kringum jól og áramót eða í febrúar þegar karnivalið fer fram. „Karnivalið er alltaf algjörlega magnað. Við höfum nokkrum sinnum verið hér á þeim tíma og það er alltaf magnað. Það er að koma vetur núna og þá lækkar hitinn. Ef fólk vill koma á ódýrari tíma er gott að koma núna. „Það er að koma vetur núna,“ segir hann en þó með þeim fyrirvara að hitastigið helst áfram í kringum tuttugu stig. Konan vill ekki að hann fari einn út Hann segist alltaf upplifa sig öruggan í borginni en segir þó mikilvægt að fara ekki út með mikil verðmæti á sér. „Mér finnst ég alltaf öruggur og sérstaklega ef ég er með konunni minni. Hún vill samt ekki að ég fari mikið einn út. Það er talsvert um glæpi þannig ég forðast að vera með verðmæti á mér. Tek til dæmis alltaf úrið af mér.“ Brasilía Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Hann og konan hans búa núna í Leblon sem er í um tuttugu mínútna fjarlægð frá Copacabana ströndinni í Rio de Janeiro í Brasilíu þar sem tónleikarnir fóru fram. „Við erum búin að búa hérna í rúmt ár núna en höfum alltaf átt íbúð. Það var allt lokað í kring. Aðalgöturnar með fram ströndinni. Það var allt lokað og það var allt troðfullt,“ segir Þórhallur. Áætlað er að um tvær milljónir hafi komið saman til að horfa á tónleikana. Gaga sjálf segir í færslu á samfélagsmiðlum að aldrei hafi fleiri komið saman til að sjá konu koma fram. Vísir/EPA Hlustuðu á tónleikana á veitingastað Hann og konan hans settust saman á veitingahús skammt frá tónleikunum sjálfum og hlustuðu þaðan. Þórhallur nennti ekki sjálfur að labba nær þeim en konan hans fór nær og tók nokkrar myndir. Borgaryfirvöld greiddu fyrir tónleikana í þeim tilgangi að lífga við efnahag borgarinnar. Þórhallur er viss um að þeim tilgangi hafi verið náð. Gríðarlegur fjöldi ferðamanna hafi verið í borginni fyrir og á meðan tónleikunum stóð. „Fólk var gríðarlega spennt fyrir þessu og alveg alla síðustu viku löbbuðum við niður á strönd og við vorum endalaust að hitta fólk sem var komið til að far á tónleikana. Tónleikarnir eru ókeypis en allur þessi fjöldi eyðir pening sem kemur í ríkiskassann,“ segir Þórhallur. Götusalar hafi staðið við allar götur og selt varning og fólk skemmt sér á götum úti síðustu daga. Tveir voru handteknir á tónleikunum grunaðir um að hafa skipulagt umfangsmikla sprengjuárás. Í erlendum fréttum segir að hópurinn sem stóð að baki árásinni hafi undanfarið deilt hatursáróðri gegn hinsegin samfélaginu, börnum og ungmennum. „Við yrðum ekki vör við þetta en það var svakaleg öryggisgæsla í kringum tónleikasvæðið,“ segir hann. Þórhallur stillir sér upp nærri tónleikasvæðinu.Aðsend Göngubrú frá hótelinu að sviðinu Söngkonan hafi sjálf gist á hóteli beint á móti sviðinu. „Það var búið að byggja göngubrú frá hæðinni þar sem hún gisti yfir og beint á sviðið,“ segir hann og að söngkonan hafi getað gengið beint frá hótelinu á sviðið og svo aftur til baka. „Hún þurfti aldrei að fara niður á götu.“ Þórhallur segist ekki stór aðdáandi Lady Gaga en þessir árlegu tónleikar séu alltaf skemmtilegur viðburður. Hann kannist þó vel við lögin hennar og kunni að meta tónlistina. „Þetta var æðisleg upplifun og ég hlakka til næsta árs.“ Hann segir þetta góðan tíma til að heimsækja borgina hafi fólk hug á því. Þetta sé árlegur viðburður og alltaf skemmtilegur tími. Þá segir hann einnig gaman að heimsækja hana í kringum jól og áramót eða í febrúar þegar karnivalið fer fram. „Karnivalið er alltaf algjörlega magnað. Við höfum nokkrum sinnum verið hér á þeim tíma og það er alltaf magnað. Það er að koma vetur núna og þá lækkar hitinn. Ef fólk vill koma á ódýrari tíma er gott að koma núna. „Það er að koma vetur núna,“ segir hann en þó með þeim fyrirvara að hitastigið helst áfram í kringum tuttugu stig. Konan vill ekki að hann fari einn út Hann segist alltaf upplifa sig öruggan í borginni en segir þó mikilvægt að fara ekki út með mikil verðmæti á sér. „Mér finnst ég alltaf öruggur og sérstaklega ef ég er með konunni minni. Hún vill samt ekki að ég fari mikið einn út. Það er talsvert um glæpi þannig ég forðast að vera með verðmæti á mér. Tek til dæmis alltaf úrið af mér.“
Brasilía Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning