Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lovísa Arnardóttir skrifar 3. maí 2025 23:03 Frá æfingu söngkonunnar fyrir tónleikana. Vísir/EPA Mikill fjöldi er nú kominn saman í Rio de Janeiro í Brasilíu til að fara á ókeypis tónleika með söngkonunni Lady Gaga. Samkvæmt brasilískum yfirvöldum var búist við allt að 1,6 milljón manns á Copacabana ströndina þar sem tónleikarnir fara fram. Borgin greiðir fyrir tónleikana og er það tilraun til að lífga upp á efnahagskerfi borgarinnar. Borgaryfirvöld búast við því að tekjur vegna tónleikanna í borginni geti numið allt að 100 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð söngkonunnar til að kynna áttundu plötu hennar, Mayhem. Á plötunni er að finna lögin Abracadabra og Die With a Smile. Hér hefur einhver klætt sig upp sem Lady Gaga og skemmtir á götum Rio í aðdraganda tónleikanna. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að „litlu skrímslin“ eða aðdáendur hennar hafi byrjað að bíða í röð snemma í morgun til að fá aðgang að ströndinni. Miklar öryggisráðstafanir eru við ströndina og eru til dæmis um fimm þúsund lögreglumenn á vakt. Allir sem fara á tónleikana þurfa að fara í gegnum öryggisleitarhlið. Borgaryfirvöld eru auk þess með dróna á flugi og nota andlitsgreiningu til að aðstoða lögreglu á viðburðinum. Lady Gaga er ekki sú fyrsta til að koma fram á ókeypis tónleikum í Rio. Madonna hélt tónleika á Copacabana ströndinni í maí í fyrra. Borgaryfirvöld greiddu einnig fyrir þá tónleika en mikill fjöldi kom einnig saman þá til að hlusta á Madonnu. Í frétt BBC er haft eftir aðdáendum að þeir hafi byrjað að bíða í röð um klukkan 7 í morgun en þyki Lady Gaga þess virði. Brasilía Tónlist Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira
Borgin greiðir fyrir tónleikana og er það tilraun til að lífga upp á efnahagskerfi borgarinnar. Borgaryfirvöld búast við því að tekjur vegna tónleikanna í borginni geti numið allt að 100 milljónum Bandaríkjadala sem samsvarar um 12 milljörðum íslenskra króna. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð söngkonunnar til að kynna áttundu plötu hennar, Mayhem. Á plötunni er að finna lögin Abracadabra og Die With a Smile. Hér hefur einhver klætt sig upp sem Lady Gaga og skemmtir á götum Rio í aðdraganda tónleikanna. Vísir/EPA Í frétt BBC segir að „litlu skrímslin“ eða aðdáendur hennar hafi byrjað að bíða í röð snemma í morgun til að fá aðgang að ströndinni. Miklar öryggisráðstafanir eru við ströndina og eru til dæmis um fimm þúsund lögreglumenn á vakt. Allir sem fara á tónleikana þurfa að fara í gegnum öryggisleitarhlið. Borgaryfirvöld eru auk þess með dróna á flugi og nota andlitsgreiningu til að aðstoða lögreglu á viðburðinum. Lady Gaga er ekki sú fyrsta til að koma fram á ókeypis tónleikum í Rio. Madonna hélt tónleika á Copacabana ströndinni í maí í fyrra. Borgaryfirvöld greiddu einnig fyrir þá tónleika en mikill fjöldi kom einnig saman þá til að hlusta á Madonnu. Í frétt BBC er haft eftir aðdáendum að þeir hafi byrjað að bíða í röð um klukkan 7 í morgun en þyki Lady Gaga þess virði.
Brasilía Tónlist Hollywood Mest lesið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Fleiri fréttir „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Sjá meira