Handbolti

Kolstad rétti úr kútnum og komst í úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk fyrir ríkjandi meistarana í sigri dagsins. 
Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk fyrir ríkjandi meistarana í sigri dagsins.  kolstad

Norsku meistararnir í Kolstad komust í úrslitaeinvígið þriðja árið í röð eftir að hafa snúið gengi sínu við í undanúrslitaeinvíginu gegn Nærbø.

Kolstad tapaði fyrsta leiknum óvænt gegn liðinu sem endaði í fimmta sæti deildarinnar, en hefur unnið örugga sigra í leikjunum tveimur síðan. Sjö marka sigur síðast og sautján marka stórstigur í dag, 43-26.

Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad, eldri bróðir hans Arnór Snær skoraði eitt mark, líkt og línumaðurinn Sveinn Jóhannsson.

Kolstad, sem er tvíríkjandi meistari, mun því leika til úrslita um norska titilinn gegn Elverum, sem endaði í efsta sæti deildarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×