Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2025 14:05 Miklar skemmdir urðu á heimilum fólks eftir jarðskjálftana 17. júní 2000 og aftur eftir skjálftann aðfaranótt 21. júní. Halldór Kolbeins „Skjálftasögur“ er verkefni á vegum Rangárþings ytra en sveitarfélagið óskar eftir sögum frá íbúum um afleiðingar og skemmdir af jarðskjálftunum 17. júní árið 2000. Miklar skemmdir urðu í Rangárvallasýslu í skjálftunum, sem voru tveir þennan dag, sá stærri mældist 6,6 á richter. Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Það er ótrúlegt en dagsatt en 17. júní næstkomandi eru 25 ár síðan að tveir stórir jarðskjálftar urðu á Suðurlandi, sem skildu eftir sig djúp spor í minni þeirra sem upplifðu þá. Sá fyrsti var af stærðinni 6,6 á richter en hann varð klukkan 15:40 en upptök hans voru austarlega í Holtum eða 9 km suður af Árnesi. Tveimur mínútum síðar reið yfir annar skjálfti, sem var 5,7 að stærð. Seinni stóri skjálftinn varð rúmum þremur sólarhringum síðar eða aðfaranótt 21. júní suðvestan við Hestfjall. Sá skjálfti mældist einnig 6,6 á richter og bætti við það tjón sem þegar hafði orðið. Rangárþing ytra hefur hleypt af stað verkefni, sem kallast „Skjálftasögur“ þar sem íbúar eru beðnir að segja frá sinni upplifun af jarðskjálftunum fyrir 25 árum. Sögurnar munu svo birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra stýrir verkefninu. „Þetta er okkur öllum enn þá í fersku minni og það eiga allir hér á svæðinu og, sem upplifðu skjálftana sína skjálftasögu og okkur finnst mikilvægt að þetta varðveitist af því að þetta er að megninu til bara til í munnlegri geymd. Það er ekki búið að skrásetja þetta að neinu viti,“ segir Ösp. Ösp Viðarsdóttir, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra, sem stýrir verkefninu „Skjálftasögur“. Vakni einhverjar spurningar er hægt að senda henni tölvupóst á netfangið osp@ry.isAðsend Áttu von á því að viðbrögðin verði góð? „Já, ég á svona frekar von á því af því að þeir, sem ég hef rætt við um þetta eru spenntir fyrir þessu og finnst þetta afar brýnt“, segir Ösp og bætir við. „Mig langar bara að óska eftir sögum frá, sem allra flestum og það á engin að líta á sínu sögu, sem eitthvað lítilvæga, þær skipta allar máli, við viljum heyra þær allar. Og við viljum heyra um hvernig þér leið þegar skjálftinn varð og líka allt, sem gerðist á eftir, hvernig var að koma heim og sjá allt í rúst. Hvernig leið þér, hver eftirköstin voru og allt þetta, við viljum bara heyra allskonar sögur.“ Mynd, sem RAX tók af heilmikilli sprungu, sem opnaðist eftir skjálftana 17. júní.Aðsend Sögurnar munu birtast á vefsíðunni Suðurlíf.is, þar sem sérstakt svæði hefur verið tileinkað verkefninu.
Rangárþing ytra Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira