Hefur áhyggjur af arftaka sínum Bjarki Sigurðsson skrifar 2. maí 2025 19:04 Einar Þorsteinsson og Heiða Björg Hilmisdóttir þegar Heiða tók við sem borgarstjóri í febrúar. Vísir/Vilhelm A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði tæplega fimm milljarða króna afgangi í fyrra. Um er að ræða tæplega tíu milljarða viðsnúning frá 2023. Borgarstjóri segist bjartsýn á framhaldið en fyrrverandi borgarstjóri segir óttast að árangurinn verði horfinn undir lok árs. Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Árið 2024 skilaði A-hluti borgarinnar, sem er sú starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum, fjögurra komma sjö milljarða afgangi, samanborið við fimm milljarða halla árið 2023. Árið 2022 var hallinn tæpir sextán milljarðar og því tuttugu milljarða viðsnúningur á tveimur árum. „Það er mikilvægt að skila afgangi og það er mjög gaman þegar hann er meiri en maður gerði ráð fyrir. Þetta sýnir líka að það plan sem við settum upp þegar við vorum að fara í gegnum Covid er að skila sér. Það var rétt ákvörðun að ákveða að vaxa út úr vandanum þó það hefði í för með sér nokkur erfið ár í rekstri,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Heiða segir viðsnúninginn meðal annars mega rekja til lægri vaxta, hærra hlutfalls vinnandi fólks í borginni og öruggra stjórnarhátta borgarstjórnar. „Við ætlum okkur auðvitað að reksturinn verði enn þá betri á þessu ári og næsta. Það er mikilvægt. A-hlutinn er þessi eiginlegi sjóður sem við eigum öll saman og á að standa undir kostnaði við grunnþjónustu við okkur og uppbyggingu innan borgarinnar. Það er mjög mikilvægt að hann sé sjálfbær,“ segir Heiða. Allt árið 2024 var Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Hann fagnar góðum ársreikningi, en óttast um framhaldið. „Þetta er hægt ef viljinn er fyrir hendi. En ég verð að segja að það er dálítið hjákátlegt að sjá nýjan meirihluta sem er með borgarstjóra sem er kannski aðalbrennuvargurinn í fjármálum borgarinnar, koma og halda blaðamannafund til að hrósa slökkviliðinu. En gott og vel, ég treysti því að vil höldum áfram á þessari braut. En því miður vekja áherslur nýs meirihluta áhyggjur og ég óttast að nýr meirihluti muni eyða þeim góða árangri sem við náðum á því ári sem við stýrðum borginni,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Rekstur hins opinbera Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira