Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:55 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Vísir/Einar Oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn gefur lítið fyrir nýjan ársreikning Reykjavíkurborgar, sem sýnir fram á 4,7 milljarða króna afgang af rekstri samstæðu borgarinnar. „Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Því miður er ekki hægt að rekja skárri stöðu í rekstri til annars en bókhaldstækni, einskiptistekna og aukinnar skattheimtu og gjaldtöku á borgarana“, segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var til umfjöllunar í borgarráði í dag. Í skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs kemur fram að jákvæða rekstrarniðurstöðu sem nemur 4,7 milljörðum króna, megi helst rekja til aukinna tekna en tekjur hækkuðu um 18 milljarða milli ára, eða sem nemur 10,2 prósent. Hildur bendir á að útsvarsprósentan hafi hækkað um 0,45 prósentustig á kjörtímabilinu og að fasteignamat húsnæðis hafa jafnframt tekið miklum hækkunum. „Ef einunigs er litið til útsvarshækkunar og gríðarlegra hækkana fasteignamats þá hefur skattheimta borgaryfirvalda gagnvart fólki og fyrirtækjum aukist um 12,2 milljarða árlega frá upphafi kjörtímabils.“ Hún segir jákvæðan viðsnúning í rekstri því ekki mega rekja til aðhalds í rekstri, heldur þvert á móti greiði borgarbúar nú stærri hlut sinna ráðstöfunartekna í borgarsjóð. Rúmir tveir milljarðar úr Bílastæðasjóði „Þá er athyglisvert að tekjur Bílastæðasjóðs voru 676 milljónir króna umfram áætlun en heildartekjur sjóðsins, sem aðallega má rekja til bílastæðagjalda og stöðubrotsgjalda, voru tæpir 2,2 milljarðar króna árið 2024. Þessar tekjur samsvara um 45 prósent af þeirri jákvæðu rekstrarniðurstöðu sem okkur er kynnt.“ Hún bætir við að síðustu ár hafi gjaldsvæði bílastæða í miðborg verið stækkað gríðarlega, bílastæðagjöld verið hækkuð og gjaldskyldutími lengdur. „Þessi aukna gjaldheimta á borgarbúa hefur leitt til þess að tekjur Bílastæðasjóðs hafa aukist um ríflega 70 prósent á kjörtímabilinu,“ segir Hildur „Það hefur því miður reynst viðkvæði vinstri flokka að seilast sífellt dýpra í sjálfsafla fé fólks og fyrirtækja í samfélaginu. Það sorglega er að þrátt fyrir sífellt aukna skattbyrði fer þjónustan við borgarana versnandi. Hér þarf að tryggja hóflega skattheimtu og gjaldtöku svo standa megi undir öflugri grunnþjónustu. Önnur verkefni þarf að afskrifa svo vinna megi að því að lækka skatta í Reykjavík á næstu árum“, segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Rekstur hins opinbera Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira