Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Árni Sæberg skrifar 2. maí 2025 11:43 Heiða Björg borgarstjóri kynnti jákvæðan ársreikning fyrir árið 2024 í morgun. Einar Þorsteinsson var borgarstjóri allt það ár. Vísir A-hluti Reykjavíkurborgar skilaði 4,7 milljarða króna afgangi í fyrra, sem er 9,7 milljarða króna viðsnúningur frá fyrra ári. Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta Reykjavíkurborgar fyrir árið 2024 var jákvæð um 10,7 milljarða króna, sem er 14,1 milljarði betri niðurstaða en árið áður. Í fréttatilkynningu um ársreikning Reykjavíkurborgar, sem lagður var fyrir borgarráð í dag og vísað til borgarstjórnar, segir að í fjárhagsáætlun ársins 2024 hafi verið gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta yrði jákvæð um 650 milljónir króna. Tíu prósenta tekjuaukning Viðsnúning í rekstri A-hluta megi meðal annars rekja til þess að tekjur hafi aukist um 10,2 prósent á meðan rekstrargjöld hafi aðeins aukist um 7,6 prósent án afskrifta og breytinga á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Þá hafi lífeyrisskuldbinding A-hluta lækkað á milli ára og skilað tekjufærslu að fjárhæð 847 milljónum króna. Fjárhagsáætlanir hafi að öðru leyti að mestu gengið eftir. „Það skiptir miklu máli að halda áfram að gera betur og forgangsraða fjárfestingum og þjónustu fyrir fólkið í borginni, fyrir sjálfbæra og réttláta framtíð okkar samfélags,“ er haft eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóri. Vert að minnast á að nýr meirihluti með Heiðu Björgu í forystu var ekki myndaður fyrr en í febrúar þessa árs. Stöðugildi A-hluta hafi að meðaltali verið 8.606 á árinu 2024 og fjöldinn hafi breyst óverulega frá árinu 2023. Þremur milljörðum umfram áætlun Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta hafi verið þremur milljörðum krónum betri en áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Faxaflóahafnir, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Strætó, ásamt A-hluta borgarinnar hafi öll skilað betri niðurstöðu en gert hafði verið ráð fyrir. Þyngst vegi afkoma A-hluta eða þess rekstrar sem rekinn er af skatttekjum en hann hafi verið um fjórum milljörðum betri en áætlað var. Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið tæplega þremur milljörðum umfram áætlanir og afkoma Faxaflóahafna hafi verið 815 milljónum krónum umfram áætlanir, sem megi að miklu leyti rekja til aukinna tekna af hafnarþjónustu. Afkoma Félagsbústaða hafi verið undir áætlun þar sem matsbreytingar fjárfestingaeigna hafi verið lægri en forsendur gerðu ráð fyrir en tekjur félagsins fyrir vexti, skatta og afskriftir, EBITDA, hafi hins vegar verið sterkari en áætlað hafði verið. Afkoma Sorpu hafi verið undir áætlun, sem megi rekja til afskrifta umfram áætlanir. Skuldaviðmið A- og B-hluta samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga lækki milli ára og hafi verið 104 prósent í árlok 2024 en hafi verið 110 prósent árið 2023. Skuldaviðmið A-hluta hafi verið 77 prósent og lækki um fimm prósentustig frá fyrra ári. Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira
Í fréttatilkynningu um ársreikning Reykjavíkurborgar, sem lagður var fyrir borgarráð í dag og vísað til borgarstjórnar, segir að í fjárhagsáætlun ársins 2024 hafi verið gert ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A-hluta yrði jákvæð um 650 milljónir króna. Tíu prósenta tekjuaukning Viðsnúning í rekstri A-hluta megi meðal annars rekja til þess að tekjur hafi aukist um 10,2 prósent á meðan rekstrargjöld hafi aðeins aukist um 7,6 prósent án afskrifta og breytinga á gjaldfærslu lífeyrisskuldbindinga. Þá hafi lífeyrisskuldbinding A-hluta lækkað á milli ára og skilað tekjufærslu að fjárhæð 847 milljónum króna. Fjárhagsáætlanir hafi að öðru leyti að mestu gengið eftir. „Það skiptir miklu máli að halda áfram að gera betur og forgangsraða fjárfestingum og þjónustu fyrir fólkið í borginni, fyrir sjálfbæra og réttláta framtíð okkar samfélags,“ er haft eftir Heiðu Björgu Hilmisdóttur borgarstjóri. Vert að minnast á að nýr meirihluti með Heiðu Björgu í forystu var ekki myndaður fyrr en í febrúar þessa árs. Stöðugildi A-hluta hafi að meðaltali verið 8.606 á árinu 2024 og fjöldinn hafi breyst óverulega frá árinu 2023. Þremur milljörðum umfram áætlun Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta hafi verið þremur milljörðum krónum betri en áætlað var í fjárhagsáætlun ársins. Faxaflóahafnir, Orkuveita Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Strætó, ásamt A-hluta borgarinnar hafi öll skilað betri niðurstöðu en gert hafði verið ráð fyrir. Þyngst vegi afkoma A-hluta eða þess rekstrar sem rekinn er af skatttekjum en hann hafi verið um fjórum milljörðum betri en áætlað var. Afkoma Orkuveitu Reykjavíkur hafi verið tæplega þremur milljörðum umfram áætlanir og afkoma Faxaflóahafna hafi verið 815 milljónum krónum umfram áætlanir, sem megi að miklu leyti rekja til aukinna tekna af hafnarþjónustu. Afkoma Félagsbústaða hafi verið undir áætlun þar sem matsbreytingar fjárfestingaeigna hafi verið lægri en forsendur gerðu ráð fyrir en tekjur félagsins fyrir vexti, skatta og afskriftir, EBITDA, hafi hins vegar verið sterkari en áætlað hafði verið. Afkoma Sorpu hafi verið undir áætlun, sem megi rekja til afskrifta umfram áætlanir. Skuldaviðmið A- og B-hluta samkvæmt sveitarstjórnarlögum og reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga lækki milli ára og hafi verið 104 prósent í árlok 2024 en hafi verið 110 prósent árið 2023. Skuldaviðmið A-hluta hafi verið 77 prósent og lækki um fimm prósentustig frá fyrra ári.
Reykjavík Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Sjá meira