Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2025 21:29 Úr leik kvöldsins. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu. Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti og í upphafi var eins og hringurinn sem þeir áttu að skjóta í væri stærri en hjá Grindvíkingum. Stjarnan setti niður fjögur fyrstu þriggja stiga skotin sín og stemmningin var með þeim á meðan Grindavík hitti illa. Grindvíkingar mölluðu þó áfram í sókninni, fóru mikið inn í teiginn og eftir fyrsta leikhlutann munaði sex stigum, staðan þá 29-23. Orri Gunnarsson skorar hér tvö af sínum tuttugu og fimm stigum.Vísir/Guðmundur Stjarnan hóf annan leikhluta á 8-0 áhlaupi og Grindvíkingar hittu ekki neitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Munurinn fór upp í sautján stig í leikhlutanum og Grindvíkingar hittu skelfilega. Stjarnan hitti áfram vel og eftir annan leikhluta var þriggja stiga nýting liðanna afar ólík, 1/20 hjá Grindavík en 7/15 hjá Stjörnunni. Önnur tölfræði var nokkuð jöfn en staðan í hálfleik 55-42. Lagio Grantsaan og Bjarni Guðmann Jónsson bíða hér rólegir eftir vítaskoti.Vísir/Guðmundur Grindavík setti fljótlega tvö þriggja stiga skot í þriðja leikhlutanum og minnkaði muninn niður í sex stig. Stjörnuliðið var hins vegar afar skilvirkt í sóknarleik sínum og voru ekki lengi að svara áhlaupi heimamanna. Munurinn jókst á ný og það var einhvern veginn eins og Stjarnan héldi í handbremsuna á bíl Grindvíkinga. Þegar Grindavík náði síðan nokkrum stoppum í vörninni í lok leikhlutans fóru þeir illa að ráði sínu í sókninni og það var Orri Gunnarsson sem skoraði síðustu stig leikhlutans með þriggja stiga körfu. Kristófer Breki Gylfason þurfti að fara meiddur af velli í kvöld.Vísir/Guðmundur Staðan fyrir fjórða leikhluta var 78-65 og tækifærin að verða færri og færri fyrir heimamenn. Lengi vel í fjórða leikhluta var ekkert sem benti til annars en að Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þristur frá Hilmari Smára Henningssyni kom gestunum í 90-79 með fjórar mínútur eftir en þá hófst ótrúleg endurkoma Grindavíkur. Þeir skoruðu átta stig í röð á rúmri mínútu og þegar Lagio Grantsaan, af öllum mönnum, skoraði með þriggja stiga körfu í horninu jafnaði hann metin í 90-90. Stjarnan komst yfir á ný en þristur frá Ólafi Ólafssyni, hans eini í leiknum, kom Grindavík í 93-92. Stjarnan náði ekki að svara og Grindavík fagnaði að lokum 95-92 eftir misheppnaða lokasókn gestanna. Stuðningsmenn Grindavíkur fögnuðu gríðarlega í leikslok.Vísir/Guðmundur Ótrúlegur endir á leiknum en Grindavík var yfir í stöðunni 2-0 og næst þegar staðan var 93-92. Oddaleikur framundan á mánudag og þið viljið ekki missa af honum, því lofa ég. Atvik leiksins Þristarnir tveir, frá Lagio Grantsaan sem jafnaði metin og svo frá Ólafi sem kom Grindavík yfir, þeir voru fáránlega stórir. Það hafði held ég enginn trú á því að skotið frá Grantsaan færi niður og Ólafur hafði lítið hitt fram að þessu í leiknum. Hann er hins vegar eldri en tvævetur í þessum bransa og þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirliðinn setur stór skot í gula búningnum. Stjörnur og skúrkar DeAndre Kane ætlar ekki heim strax, líkt og hann sagði í viðtali eftir leik. Hann var algjörlega frábær, dreif Grindavíkurliðið áfram og lauk leik með 33 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. DeAndre Kane var besti maður vallarins í kvöld.Vísir/Guðmundur Jeremy Pargo var sömuleiðis góður og sótti stig þegar Grindavík þurfti á því að halda með góðum gegnumbrotum. Þá verður að minnast á innkomu Lagio Grantsaan sem oftar en ekki hefur átt erfitt uppdráttar, hann skoraði 14 stig og skoraði þriggja stiga körfuna sem jafnaði metin í lokin. Hilmar Smári Henningsson var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Guðmundur Orri Gunnarsson var frábær í liði Stjörnunnar. Hann hitti afar vel í byrjun og kom Stjörnumönnum á bragðið sem gaf þeim færi á að byggja upp forskot í fyrri hálfleiknum. Hann lauk leik með 25 stig líkt og Hilmar Smári Henningsson sem einnig var góður líkt og hann hefur verið í öllu einvíginu. Dómararnir Þeir dæmdu leikinn ágætlega en stundum fannst manni þeir sleppa ansi augljósum villum undir körfunum. Hvorugt liðið lenti í villuvandræðum og almennt séð fannst mér þeir leyfa ansi mikið. Nokkuð góð frammistaða hjá þeim Sigmundi, Bjarna og Davíð Kristjáni. Sigmundur Már Herbertsson ræðir hér við Alexander, starfsmann Grindavíkur og yfirkúreka.Vísir/Guðmundur Stemmning og umgjörð Það var stappað hús í Smáranum í kvöld og umgjörðin upp á tíu. Grindvíkingar hituðu upp með gítarleik og stemmningu fyrir leikinn og þegar húsið opnaði var röðin fyrir utan orðin mjög löng. Löng röð myndaðist fyrir utan Smárann áður en leikurinn hófst.Vísir/Guðmundur Lengi vel var stemmningin þó öll Stjörnumegin í stúkunni en undir lokin sprakk Smárinn gjörsamlega og hávaðinn óbærilegur þegar Grindvíkingar áttu hvert stóra augnablikið inni á vellinum á fætur öðru. Viðtöl „Ég sendi honum bara reikning fyrir því“ „Það er bara mjög góð spurning, ég er einhvern veginn ekki búinn að ná utan um þetta ennþá,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur þegar Andri Már Eggertsson á Stöð 2 Sport spurði hann hvernig Grindvíkingar hefðu eiginlega farið að því að snúa leiknum sér í vil. Jeremy Pargo brýst í gegnum vörn Stjörnunnar.Vísir/Guðmundur „Mér fannst við vera á eftir allan tímann, sem við náttúrulega vorum, en þá er ég líka að meina orkustig og allt sem þarf að vera til staðar til að geta keppt við Stjörnuna. Við höngum einhvern veginn í þessu og svo bara geggjaðar loka fimm mínútur. Bara karakter og trú. Við hittum ekki neitt en setjum svo stór skot í restina og náum góðum stoppum sem skapa þennan sigur fyrir okkur.“ Grindavík hitti aðeins úr einu þriggja stiga skoti í tuttugu tilraunum í fyrri hálfleik. „Við hefðum ekki hitt hafið þó við hefðum staðið úti á bryggju. Við erum að ná í fín skot en hittum ekki og þá erum við í erfiðleikum að halda okkur í augnablikinu og tökum þetta með okkur í vörn. Þá verður misskilningur og alls konar.“ Gleðin var allsráðandi hjá Grindvíkingum í lok leiks.Vísir/Guðmundur „Mér fannst í 35 mínútur vanta neista og þetta vera skrýtið. Ég þarf bara að horfa á þetta aftur og hvernig við förum að þessu. Ég er hrikalega stoltur af liðinu og við gáfum þessu góðan séns í restina og tókum hann þegar hann kom.“ Í leikhléi Grindvíkinga á milli þriðja og fjórða leikhluta gekk ýmislegt á og braut DeAndre Kane meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs í látunum. „Ég sendi honum bara reikning fyrir því,“ sagði Jóhann Þór í gamansömum tóm. „Hann er bara keppnismaður, alvöru maður og var bara ósáttur við liðsfélaga sinn þarna sem var frosinn á veiku hliðinu. Svo hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði róterað út í manninn hans, en hann er bara keppnismaður.“ Orri Gunnarsson verst hér gegn DeAndre Kane.Vísir/Guðmundur Kane átti magnaðan leik fyrir Grindavík í kvöld. „Hann var geggjaður í kvöld og enn ein risaframmistaðan hjá honum á báðum endum vallarins. Það er bara geggjað.“ Grindvíkingar köstuðu frá sér unnum leik í Smáranum í leik tvö en nú snerust spilin við. „Við getum ekkert sagt, þetta var bara eins og í leik tvö ótrúlegar senur og við vorum réttu megin við strikið núna,“ sagði Jóhann Þór að lokum. Bónus-deild karla UMF Grindavík Stjarnan
Grindavík náði að knýja fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Bónus-deildarinnar. Grindavík vann í kvöld 95-92 sigur eftir magnaða endurkomu. Stjarnan hóf leikinn af miklum krafti og í upphafi var eins og hringurinn sem þeir áttu að skjóta í væri stærri en hjá Grindvíkingum. Stjarnan setti niður fjögur fyrstu þriggja stiga skotin sín og stemmningin var með þeim á meðan Grindavík hitti illa. Grindvíkingar mölluðu þó áfram í sókninni, fóru mikið inn í teiginn og eftir fyrsta leikhlutann munaði sex stigum, staðan þá 29-23. Orri Gunnarsson skorar hér tvö af sínum tuttugu og fimm stigum.Vísir/Guðmundur Stjarnan hóf annan leikhluta á 8-0 áhlaupi og Grindvíkingar hittu ekki neitt fyrir utan þriggja stiga línuna. Munurinn fór upp í sautján stig í leikhlutanum og Grindvíkingar hittu skelfilega. Stjarnan hitti áfram vel og eftir annan leikhluta var þriggja stiga nýting liðanna afar ólík, 1/20 hjá Grindavík en 7/15 hjá Stjörnunni. Önnur tölfræði var nokkuð jöfn en staðan í hálfleik 55-42. Lagio Grantsaan og Bjarni Guðmann Jónsson bíða hér rólegir eftir vítaskoti.Vísir/Guðmundur Grindavík setti fljótlega tvö þriggja stiga skot í þriðja leikhlutanum og minnkaði muninn niður í sex stig. Stjörnuliðið var hins vegar afar skilvirkt í sóknarleik sínum og voru ekki lengi að svara áhlaupi heimamanna. Munurinn jókst á ný og það var einhvern veginn eins og Stjarnan héldi í handbremsuna á bíl Grindvíkinga. Þegar Grindavík náði síðan nokkrum stoppum í vörninni í lok leikhlutans fóru þeir illa að ráði sínu í sókninni og það var Orri Gunnarsson sem skoraði síðustu stig leikhlutans með þriggja stiga körfu. Kristófer Breki Gylfason þurfti að fara meiddur af velli í kvöld.Vísir/Guðmundur Staðan fyrir fjórða leikhluta var 78-65 og tækifærin að verða færri og færri fyrir heimamenn. Lengi vel í fjórða leikhluta var ekkert sem benti til annars en að Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu. Þristur frá Hilmari Smára Henningssyni kom gestunum í 90-79 með fjórar mínútur eftir en þá hófst ótrúleg endurkoma Grindavíkur. Þeir skoruðu átta stig í röð á rúmri mínútu og þegar Lagio Grantsaan, af öllum mönnum, skoraði með þriggja stiga körfu í horninu jafnaði hann metin í 90-90. Stjarnan komst yfir á ný en þristur frá Ólafi Ólafssyni, hans eini í leiknum, kom Grindavík í 93-92. Stjarnan náði ekki að svara og Grindavík fagnaði að lokum 95-92 eftir misheppnaða lokasókn gestanna. Stuðningsmenn Grindavíkur fögnuðu gríðarlega í leikslok.Vísir/Guðmundur Ótrúlegur endir á leiknum en Grindavík var yfir í stöðunni 2-0 og næst þegar staðan var 93-92. Oddaleikur framundan á mánudag og þið viljið ekki missa af honum, því lofa ég. Atvik leiksins Þristarnir tveir, frá Lagio Grantsaan sem jafnaði metin og svo frá Ólafi sem kom Grindavík yfir, þeir voru fáránlega stórir. Það hafði held ég enginn trú á því að skotið frá Grantsaan færi niður og Ólafur hafði lítið hitt fram að þessu í leiknum. Hann er hins vegar eldri en tvævetur í þessum bransa og þetta er ekki í fyrsta sinn sem fyrirliðinn setur stór skot í gula búningnum. Stjörnur og skúrkar DeAndre Kane ætlar ekki heim strax, líkt og hann sagði í viðtali eftir leik. Hann var algjörlega frábær, dreif Grindavíkurliðið áfram og lauk leik með 33 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar. DeAndre Kane var besti maður vallarins í kvöld.Vísir/Guðmundur Jeremy Pargo var sömuleiðis góður og sótti stig þegar Grindavík þurfti á því að halda með góðum gegnumbrotum. Þá verður að minnast á innkomu Lagio Grantsaan sem oftar en ekki hefur átt erfitt uppdráttar, hann skoraði 14 stig og skoraði þriggja stiga körfuna sem jafnaði metin í lokin. Hilmar Smári Henningsson var frábær í liði Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Guðmundur Orri Gunnarsson var frábær í liði Stjörnunnar. Hann hitti afar vel í byrjun og kom Stjörnumönnum á bragðið sem gaf þeim færi á að byggja upp forskot í fyrri hálfleiknum. Hann lauk leik með 25 stig líkt og Hilmar Smári Henningsson sem einnig var góður líkt og hann hefur verið í öllu einvíginu. Dómararnir Þeir dæmdu leikinn ágætlega en stundum fannst manni þeir sleppa ansi augljósum villum undir körfunum. Hvorugt liðið lenti í villuvandræðum og almennt séð fannst mér þeir leyfa ansi mikið. Nokkuð góð frammistaða hjá þeim Sigmundi, Bjarna og Davíð Kristjáni. Sigmundur Már Herbertsson ræðir hér við Alexander, starfsmann Grindavíkur og yfirkúreka.Vísir/Guðmundur Stemmning og umgjörð Það var stappað hús í Smáranum í kvöld og umgjörðin upp á tíu. Grindvíkingar hituðu upp með gítarleik og stemmningu fyrir leikinn og þegar húsið opnaði var röðin fyrir utan orðin mjög löng. Löng röð myndaðist fyrir utan Smárann áður en leikurinn hófst.Vísir/Guðmundur Lengi vel var stemmningin þó öll Stjörnumegin í stúkunni en undir lokin sprakk Smárinn gjörsamlega og hávaðinn óbærilegur þegar Grindvíkingar áttu hvert stóra augnablikið inni á vellinum á fætur öðru. Viðtöl „Ég sendi honum bara reikning fyrir því“ „Það er bara mjög góð spurning, ég er einhvern veginn ekki búinn að ná utan um þetta ennþá,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur þegar Andri Már Eggertsson á Stöð 2 Sport spurði hann hvernig Grindvíkingar hefðu eiginlega farið að því að snúa leiknum sér í vil. Jeremy Pargo brýst í gegnum vörn Stjörnunnar.Vísir/Guðmundur „Mér fannst við vera á eftir allan tímann, sem við náttúrulega vorum, en þá er ég líka að meina orkustig og allt sem þarf að vera til staðar til að geta keppt við Stjörnuna. Við höngum einhvern veginn í þessu og svo bara geggjaðar loka fimm mínútur. Bara karakter og trú. Við hittum ekki neitt en setjum svo stór skot í restina og náum góðum stoppum sem skapa þennan sigur fyrir okkur.“ Grindavík hitti aðeins úr einu þriggja stiga skoti í tuttugu tilraunum í fyrri hálfleik. „Við hefðum ekki hitt hafið þó við hefðum staðið úti á bryggju. Við erum að ná í fín skot en hittum ekki og þá erum við í erfiðleikum að halda okkur í augnablikinu og tökum þetta með okkur í vörn. Þá verður misskilningur og alls konar.“ Gleðin var allsráðandi hjá Grindvíkingum í lok leiks.Vísir/Guðmundur „Mér fannst í 35 mínútur vanta neista og þetta vera skrýtið. Ég þarf bara að horfa á þetta aftur og hvernig við förum að þessu. Ég er hrikalega stoltur af liðinu og við gáfum þessu góðan séns í restina og tókum hann þegar hann kom.“ Í leikhléi Grindvíkinga á milli þriðja og fjórða leikhluta gekk ýmislegt á og braut DeAndre Kane meðal annars þjálfaraspjald Jóhanns Þórs í látunum. „Ég sendi honum bara reikning fyrir því,“ sagði Jóhann Þór í gamansömum tóm. „Hann er bara keppnismaður, alvöru maður og var bara ósáttur við liðsfélaga sinn þarna sem var frosinn á veiku hliðinu. Svo hefði verið gaman að sjá hvort hann hefði róterað út í manninn hans, en hann er bara keppnismaður.“ Orri Gunnarsson verst hér gegn DeAndre Kane.Vísir/Guðmundur Kane átti magnaðan leik fyrir Grindavík í kvöld. „Hann var geggjaður í kvöld og enn ein risaframmistaðan hjá honum á báðum endum vallarins. Það er bara geggjað.“ Grindvíkingar köstuðu frá sér unnum leik í Smáranum í leik tvö en nú snerust spilin við. „Við getum ekkert sagt, þetta var bara eins og í leik tvö ótrúlegar senur og við vorum réttu megin við strikið núna,“ sagði Jóhann Þór að lokum.