Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Samúel Karl Ólason skrifar 2. maí 2025 10:13 Russel Brand fyrir utan dómshúsið í Westminster í Lundúnum í morgun. AP/Alberto Pezzali Breski grínistinn Russell Brand mætti í dómsal í morgun, í fyrsta sinn eftir að hann var ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot. Þar var tekið fyrir hvort hann yrði hnepptur í varðhald á meðan réttarhöld gegn honum standa yfir en hann mun fá að ganga laus gegn ákveðnum skilyrðum. Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025 Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Brand tjáði sig ekki sjálfur í dómsal í morgun, fyrir utan það að staðfesta nafn sitt, fæðingardag, heimilisfang og það að hann skyldi þau skilyrði sem honum hafa verið sett á meðan hann gengur laus. Þá tók hann ekki afstöðu gagnvart ákærunum gegn honum. Honum hefur verið gert að mæta alltaf í dómsal á meðan réttað er yfir honum og að gera yfirvöldum ljóst hvar hann heldur til, hvort sem það er í Bretlandi eða í Bandaríkjunum, þar sem hann býr nú. Hann hefur verið ákærður fyrir að hafa nauðgað konu í Bournemouth árið 1999. Fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Westminster í Lundúnum árið 2001. Fyrir að hafa nauðgað konu í sama hverfi árið 2004 og fyrir að hafa ráðist kynferðislega á konu í Lundúnum á árunum 2004 og 2005. Sjá einnig: Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Brand sló í gegn sem uppistandari áður en hann gerði garðinn frægan í sjónvarpi og útvarpi. Þá hefur hann birst í fjölda kvikmynda, meðal annars Forgetting Sarah Marshall. Ásakanirnar gegn Brand, sem er 49 ára gamall, litu fyrst dagsins ljós í sameiginlegri rannsókn Sunday Times, The Times og Channel 4 sem birt var í september 2023. Hann hefur tjáð sig um ásakanirnar en þá sagðist hann meðal annars hafa verið hálfviti, eiturlyfja- og kynlífsfíkill en aldrei hefði hann verið nauðgari. Í frétt BBC segir að mikill fjöldi blaðamanna, ljósmyndara og myndatökumanna hafi verið fyrir utan dómshúsið þegar Brand mætti þangað í morgun. Það hafi tekið hann langan tíma að komast inn en hann hafi ekki svarað neinum fyrirspurnum eða tjáð sig með öðrum hætti. Brand á næst að mæta í dómsal þann 30. maí og eiga réttarhöldin gegn honum að hefjast þá. BREAKING: Russell Brand arrives at court as he faces sexual offence charges. https://t.co/TC2ROCL7wW📺 Sky 501, Virgin 602, Freeview 233 and YouTube pic.twitter.com/FNLHtlXM12— Sky News (@SkyNews) May 2, 2025
Bretland Mál Russell Brand Hollywood Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira