Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 16:39 Sigurður Kári segir aðrar reglur gilda um forystumenn verkalýðshreyfingarinnar. Vísir/Samsett Sigurður Kári Kristjánsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir verkalýðsdaginn vera haldinn í skugga sjálfstöku verkalýðsforingja þetta árið. Hann gagnrýnir margmilljóna króna starfslokagreiðslur til verkalýðsleiðtoga sem snéru sér að öðrum starfsvettvangi. Það kemur kannski ýmsum á óvart, líkt og hann sjálfur segir, en Sigurður Kári var virkur þátttakandi í kröfugöngum á sínum yngri árum. Fólk í nánasta umhverfi hans í æsku var flest vel til vinstri í stjórnmálunum. Síðan hefur hann þó „komist til vits“ eins og hann segir. Í pistli sem Sigurður Kári birti á Facebook í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí segist hann í raun trúa því að á Íslandi nútímans sé í raun lítil þörf fyrir kröfugöngur. Baráttusamtök í dag nýti sér 1. maí til þess að berjast fyrir öðrum málefnum en þeim sem snúa að réttindu hinna vinnandi stétta. Saknar Gunnars Smára Hins vegar segist hann þó sakna þess að heyra í forkólfum stjórnmála- og verkalýðshreyfinga gagnrýna framgöngu verkalýðsleiðtoga og vísar þar sérstaklega til rausnarlegra starfslokasamninga sem þeir hafa gert þegar þeir færa sig um starfsvettvang. Yfir á Alþingi Íslendinga á háum launum eins og í tilfellum Ragnars Þórs Ingólfssonar, fyrrum formanns VR og Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, fyrrverandi formanns Rafiðnaðarsambandsins. Sem og Þórarins Eyfjörð sem var boðinn tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur af Sameyki. „Áður en Gunnar Smári Egilsson varð sósíalistaforingi var hann reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum um stjórnmál. Ég man vel þegar hann í einhverjum þættinum, líklega Silfri Egils, lýkti stjórnmálaflokkunum við ræningjaflokka sem gengju um þjóðfélagið með alls kyns gripdeildum,“ skrifar Sigurður Kári. „Ég var ekki sammála Gunnari Smári þá, frekar en ég er nú. En ég sakna þess að heyra ekki viðhorf hans og annarra stjórnmála- og verkalýðsleiðtoga af vinstri vængnum til þess hvernig stjórnendur stéttarfélaganna hafa ráðstafað stórfelldum fjármunum úr sjóðum launafólks og ofan í vasa fráfarandi forystumanna félaganna af þeirri ástæðu einni af þeir ákváðu, að eigin frumkvæði, að skipta um starfsvettvang og taka sæti á Alþingi þar sem þeir njóta ríkulegra launakjara,“ segir hann. Forkólfar hafi látið greipar sópa um félagssjóði Hann segist þar eiga sérstaklega við þegar forystumenn VR ákváðu að greiða Ragnari Þór Ingólfssyni 10,2 milljónir króna úr sjóðum félagsfólks þegar hann snéri sér að þingstörfum. En líka ríkulegar launagreiðslur Rafiðnaðarsambandsins til Kristjáns Þórðar. Starfslokasamningur hans tryggir honum veglegar launagreiðslur frá stéttarfélaginu út júní ársins í ár auk þingfarakaups hanns. „Það verður ekki betur séð en að sú lýsing sem Gunnar Smári viðhafði um stjórnmálaflokkana hér um árið eigi í dag frekar við um verkalýðsfélögin en stjórnmálaflokkana. Stjórnendur félaganna hafa nefnilega gengið þannig um sjóði launafólks að fyrir fráfarandi formenn stéttarfélaganna jafnast það á við drjúgan lottóvinning skoli þeim inn á þing. Lagstúfurinn „Fram þjáðir menn í þúsund löndum“ sem ég sönglaði á árum áður á 1. maí á í dag að minnsta kosti ekki við um þá,“ segir Sigurður. Almennt launafólk njóti ekki sömu kjara og þessir menn þegar það skiptir um vinnu og sé þar að auki ekki í neinni stöðu til að „stunda sjálftöku úr sjóðum félaga sinna“ í sama mæli og þeir. Innblásnar ræður beri vott um hræsni Hann segir allt aðrar reglur virðast gilda um efsta lag verkalýðsforystunnar en almennt launafólk. Það sé með ólíkindum að Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hafi lýst því opinberlega yfir að hann ætli ekki að hafa skoðun á þessum kjörum forystumannanna fyrrverandi. „Baráttudagur verkalýðsins er í dag haldinn í skugga þessarar sjálftöku. Innblásnar ræður verkalýðsforingjanna í dag um bætt kjör almenns launafólks, réttlæti þeim til handa og úrbætur á vinnumarkaði missa algjörlega marks á meðan þeir sjálfir ganga með þessum hætti um sjóði umbjóðenda sinna í þágu hinna útvöldu,“ skrifar Sigurður Kári Kristjánsson að lokum. Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda. 25. febrúar 2025 20:12 Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka. 29. mars 2025 12:24 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Það kemur kannski ýmsum á óvart, líkt og hann sjálfur segir, en Sigurður Kári var virkur þátttakandi í kröfugöngum á sínum yngri árum. Fólk í nánasta umhverfi hans í æsku var flest vel til vinstri í stjórnmálunum. Síðan hefur hann þó „komist til vits“ eins og hann segir. Í pistli sem Sigurður Kári birti á Facebook í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí segist hann í raun trúa því að á Íslandi nútímans sé í raun lítil þörf fyrir kröfugöngur. Baráttusamtök í dag nýti sér 1. maí til þess að berjast fyrir öðrum málefnum en þeim sem snúa að réttindu hinna vinnandi stétta. Saknar Gunnars Smára Hins vegar segist hann þó sakna þess að heyra í forkólfum stjórnmála- og verkalýðshreyfinga gagnrýna framgöngu verkalýðsleiðtoga og vísar þar sérstaklega til rausnarlegra starfslokasamninga sem þeir hafa gert þegar þeir færa sig um starfsvettvang. Yfir á Alþingi Íslendinga á háum launum eins og í tilfellum Ragnars Þórs Ingólfssonar, fyrrum formanns VR og Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar, fyrrverandi formanns Rafiðnaðarsambandsins. Sem og Þórarins Eyfjörð sem var boðinn tæplega sjötíu milljón króna starfslokasamningur af Sameyki. „Áður en Gunnar Smári Egilsson varð sósíalistaforingi var hann reglulegur álitsgjafi í fjölmiðlum um stjórnmál. Ég man vel þegar hann í einhverjum þættinum, líklega Silfri Egils, lýkti stjórnmálaflokkunum við ræningjaflokka sem gengju um þjóðfélagið með alls kyns gripdeildum,“ skrifar Sigurður Kári. „Ég var ekki sammála Gunnari Smári þá, frekar en ég er nú. En ég sakna þess að heyra ekki viðhorf hans og annarra stjórnmála- og verkalýðsleiðtoga af vinstri vængnum til þess hvernig stjórnendur stéttarfélaganna hafa ráðstafað stórfelldum fjármunum úr sjóðum launafólks og ofan í vasa fráfarandi forystumanna félaganna af þeirri ástæðu einni af þeir ákváðu, að eigin frumkvæði, að skipta um starfsvettvang og taka sæti á Alþingi þar sem þeir njóta ríkulegra launakjara,“ segir hann. Forkólfar hafi látið greipar sópa um félagssjóði Hann segist þar eiga sérstaklega við þegar forystumenn VR ákváðu að greiða Ragnari Þór Ingólfssyni 10,2 milljónir króna úr sjóðum félagsfólks þegar hann snéri sér að þingstörfum. En líka ríkulegar launagreiðslur Rafiðnaðarsambandsins til Kristjáns Þórðar. Starfslokasamningur hans tryggir honum veglegar launagreiðslur frá stéttarfélaginu út júní ársins í ár auk þingfarakaups hanns. „Það verður ekki betur séð en að sú lýsing sem Gunnar Smári viðhafði um stjórnmálaflokkana hér um árið eigi í dag frekar við um verkalýðsfélögin en stjórnmálaflokkana. Stjórnendur félaganna hafa nefnilega gengið þannig um sjóði launafólks að fyrir fráfarandi formenn stéttarfélaganna jafnast það á við drjúgan lottóvinning skoli þeim inn á þing. Lagstúfurinn „Fram þjáðir menn í þúsund löndum“ sem ég sönglaði á árum áður á 1. maí á í dag að minnsta kosti ekki við um þá,“ segir Sigurður. Almennt launafólk njóti ekki sömu kjara og þessir menn þegar það skiptir um vinnu og sé þar að auki ekki í neinni stöðu til að „stunda sjálftöku úr sjóðum félaga sinna“ í sama mæli og þeir. Innblásnar ræður beri vott um hræsni Hann segir allt aðrar reglur virðast gilda um efsta lag verkalýðsforystunnar en almennt launafólk. Það sé með ólíkindum að Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, hafi lýst því opinberlega yfir að hann ætli ekki að hafa skoðun á þessum kjörum forystumannanna fyrrverandi. „Baráttudagur verkalýðsins er í dag haldinn í skugga þessarar sjálftöku. Innblásnar ræður verkalýðsforingjanna í dag um bætt kjör almenns launafólks, réttlæti þeim til handa og úrbætur á vinnumarkaði missa algjörlega marks á meðan þeir sjálfir ganga með þessum hætti um sjóði umbjóðenda sinna í þágu hinna útvöldu,“ skrifar Sigurður Kári Kristjánsson að lokum.
Verkalýðsdagurinn Stéttarfélög Kjaramál Tengdar fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda. 25. febrúar 2025 20:12 Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka. 29. mars 2025 12:24 Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22 Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir það undir hverjum og einum komið hvort hann þiggi svokölluð biðlaun eða starfslokasamning, þótt þeir séu þegar farnir að þiggja laun frá öðrum vinnuveitanda. 25. febrúar 2025 20:12
Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, er æfur yfir starfslokasamningi Þórarins Eyfjörð fyrrverandi formanns Sameykis. Hann spyr hvort stéttarfélög séu til þess eins að mylja undir skrifstofufólk og leysa það út með milljónir í poka. 29. mars 2025 12:24
Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar telur starfslokakjör Þórarins Eyfjörð hjá Sameyki blöskranleg. 27. mars 2025 10:22