„Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. maí 2025 13:00 Lamine Yamal skömmu áður en hann skoraði stórkostlegt mark og minnkaði muninn í 1-2 fyrir Barcelona gegn Inter. getty/Joan Valls Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti. Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Yamal skoraði stórkostlegt mark í leiknum í Barcelona í gær og varnarmenn Inter, sem hafði aðeins fengið á sig fimm mörk í Meistaradeildinni fyrir leikinn, réðu ekkert við hann. Þrátt fyrir að vera aðeins sautján ára lék Yamal sinn hundraðasta leik fyrir aðallið Barcelona í gær. Hann hefur skorað 22 mörk í þessum hundrað leikjum. Til samanburðar hafði Lionel Messi skorað eitt mark í níu leikjum þegar hann var sautján ára og Cristiano Ronaldo fimm mörk í nítján leikjum á sama aldri. Simone Inzaghi, stjóri Inter, hrósaði Yamal í hástert eftir leikinn í gær og viðurkenndi vanmátt ítalska liðsins þegar kom að því að reyna að stöðva strákinn. „Lamine er hæfileikamaður sem kemur einu sinni fram á fimmtíu ára fresti og að sjá hann í návígi hreif mig,“ sagði Inzaghi. „Hann olli okkur miklum vandræðum því við áttum að tvöfalda á hann en það dugði ekki til.“ Hansi Flick, stjóri Barcelona, kvaðst ánægður að vera með Yamal innan sinna raða. „Hann er einstakur. Hann er snillingur. Hann stígur fram í stóru leikjunum. Ef svona leikmenn koma fram á fimmtíu ára fresti eins og Simone sagði er ég ánægður að það sé fyrir Barcelona,“ sagði Flick. Yamal er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í undanúrslitum Meistaradeildarinnar (sautján ára og 291 dags gamall) en hann bætti met Kylians Mbappé sem var átján ára og 140 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Monaco gegn Juventus 2017. Inter og Barcelona mætast öðru sinni á San Siro á þriðjudaginn. Sigurvegarinn mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Arsenal í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Allianz Arena í München 31. maí.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30 Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Sjá meira
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. 30. apríl 2025 18:30