Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 08:00 Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-. Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-.
Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira