Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. maí 2025 08:00 Landsbankinn birti ársfjórðungsuppgjör sitt í gær. Vísir/Vilhelm Hagnaður Landsbankans á fyrsta ársfjórðungi 2025 nam 7,9 milljörðum króna, sem er ellefu prósent aukning frá sama tímabili í fyrra. Þetta er fyrsta ársfjórðungsuppgjörið eftir kaup Landsbankans á tryggingarfyrirtækinu TM. Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-. Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Lesa má um ársfjórðungsuppgjörið í tilkynningu á vef Landsbankans. Þar kemur fram að arðsemi eiginfjár á tímabilinu var einnig meiri en í fyrra, tíu prósent samanborið við 9,3 prósent. „Óróleiki á mörkuðum og óvissa í alþjóðamálum setti mark sitt á fjórðunginn með ýmsum hætti. Hægt hefur á útlánavexti, bæði hjá einstaklingum og fyrirtækjum, sem sum hver bíða átekta með fjárfestingar og aðrar ákvarðanir,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Aukinn rekstrarkostnaður bankans vegna kaupa á TM, sem fór í gegn 28. febrúar 2025, hefur einnig áhrif á uppgjörið. Heildarafkoman neikvæð í mars „Uppgjörið nú er það fyrsta síðan bankinn tók við rekstri TM og samvinnan fer vel af stað. Á þessum fyrstu vikum frá því kaupin gengu í gegn hefur mikið áunnist, m.a. hafa þrjú útibú bankans og TM verið sameinuð og lokið var við flókna yfirfærslu á tölvukerfum,“ sagði Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, í tilefni uppgjörsins. Bankinn muni kynna ýmsar nýjungar í tryggingaþjónustu áður en langt um líður. Rekstur tryggingafélags og banka færi vel saman og byði upp á möguleika á betri og fjölbreyttari fjármálaþjónustu. „TM kemur inn í uppgjör bankans frá byrjun mars og uppgjörið sýnir því einn mánuð af rekstri félagsins. Afkoma af vátryggingarstarfsemi var góð í mars en lækkun á fjárfestingareignum vegna óróa á fjármagnsmörkuðum varð til þess að heildarafkoman var neikvæð,“ sagði Lilja. Kostnaðarhlutfall eykst nokkuð Heildareignir Landsbankans námu 2.257 milljörðum króna í lok mars, sem er 3,5% hækkun frá áramótum og 11,1 prósent aukning frá 31. mars í fyrra. Hreinar vaxtatekjur bankans á tímabilinu voru 14,8 milljarðar króna og hreinar þjónustutekjur þrír milljarðar króna. Báðir þessir liðir hækka milli ára. Kostnaðarhlutfall bankans var 38,7 prósent, samanborið við 33,6 prósent á sama tímabili í fyrra. Skýrist það meðal annars af gjaldfærðum kostnaði vegna kaupa bankans á TM og auknum launakostnaði vegna fjölgunar starfsfólks. Eiginfjárhlutfall bankans var 23,6 prósent sem er nokkuð yfir kröfu fjármálaeftirlits Seðlabankans um 20,4 prósent eiginfjárgrunn. Betra lánshæfismat og 18,9 milljarðar í arð Landsbankinn lauk í febrúar við sölu verðbréfa sem telja til viðbótar eiginfjárþáttar 1 (e. Additional Tier 1 securities - AT1) að fjárhæð 100 milljónir bandaríkjadala en um var að ræða fyrstu AT1-útgáfu bankans. Þá gaf bankinn út víkjandi forgangsbréf fyrir 500 milljónir í norskum krónum annars vegar og 1.300 milljónir í sænskum krónum hins vegar. Uppgjör og afhending hlutafjár vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum hf. fór fram 28. febrúar 2025 og tók bankinn þá við rekstri félagsins. Samþykkt var að greiða 18,9 milljarða króna í arð til hluthafa á aðalfundi bankans 19. mars 2025. Heildararðgreiðslur bankans frá 2013 munu því nema 210,6 milljörðum króna í lok árs. Á mánudaginn síðastliðinn var tilkynnt um að alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefði hækkað lánshæfismat bankans upp í A-flokk, úr BBB+ í A-.
Landsbankinn Uppgjör og ársreikningar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira