Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2025 19:04 Cristiano Ronaldo fórnar höndum í tapinu gegn Kawasaki Frontale í dag. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo þarf enn að bíða eftir fyrsta stóra titlinum með Al Nassr eftir að sádiarabíska liðið tapaði 3-2 gegn Kawasaki Frontale frá Japan í undanúrslitum Meistaradeildar Asíu í dag. Ronaldo komst reyndar í dauðafæri seint í uppbótartíma og gat þá jafnað metin en náði ekki að koma skoti á markið eftir að hafa farið framhjá markverðinum. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Portúgalanum sem eftir sinn stórkostlega feril í Evrópu hefur ekki reynst eins sigursæll á þeim þremur leiktíðum sem hann hefur spilað með Al Nassr. Cristiano Ronaldo couldn't believe he didn't score on this golden opportunity to tie the game and send it to extra time for Al Nassr in the 90+6 minute of the AFC Champions League Elite semifinal 😮 pic.twitter.com/P3upWyldrV— ESPN FC (@ESPNFC) April 30, 2025 Tatsuya Ito skoraði fyrsta mark leiksins með frábæru skoti en Sadio Mané jafnaði metin fyrir Al Nassr í 1-1 á 28. mínútu. Japanarnir komust í 3-1 á 76. mínútu, eftir mörk frá Yuto Ozeki og Akihiro Ienaga, áður en Al Nassr minnkaði muninn á 87. mínútu með marki Aiman Yahya en þar við sat. Al Nassr, sem er í 3. sæti sádiarabísku úrvalsdeildarinnar, er því úr leik og hefur ekki unnið stóran titil síðan Ronaldo kom í janúar 2023. Eini titill liðsins eftir komu Portúgalans var sigur í Arab Club Champions Cup, móti sem haldið var á ný árið 2023 eftir nokkurra ára hlé en var svo aftur tekið af dagskrá. Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira
Ronaldo komst reyndar í dauðafæri seint í uppbótartíma og gat þá jafnað metin en náði ekki að koma skoti á markið eftir að hafa farið framhjá markverðinum. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá Portúgalanum sem eftir sinn stórkostlega feril í Evrópu hefur ekki reynst eins sigursæll á þeim þremur leiktíðum sem hann hefur spilað með Al Nassr. Cristiano Ronaldo couldn't believe he didn't score on this golden opportunity to tie the game and send it to extra time for Al Nassr in the 90+6 minute of the AFC Champions League Elite semifinal 😮 pic.twitter.com/P3upWyldrV— ESPN FC (@ESPNFC) April 30, 2025 Tatsuya Ito skoraði fyrsta mark leiksins með frábæru skoti en Sadio Mané jafnaði metin fyrir Al Nassr í 1-1 á 28. mínútu. Japanarnir komust í 3-1 á 76. mínútu, eftir mörk frá Yuto Ozeki og Akihiro Ienaga, áður en Al Nassr minnkaði muninn á 87. mínútu með marki Aiman Yahya en þar við sat. Al Nassr, sem er í 3. sæti sádiarabísku úrvalsdeildarinnar, er því úr leik og hefur ekki unnið stóran titil síðan Ronaldo kom í janúar 2023. Eini titill liðsins eftir komu Portúgalans var sigur í Arab Club Champions Cup, móti sem haldið var á ný árið 2023 eftir nokkurra ára hlé en var svo aftur tekið af dagskrá.
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Fleiri fréttir Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Sjá meira