Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Vilhjálmur Bjarnason var einn hluthafa Landsbankans á sínum tíma og sat síðar á þingi 2013 til 2017. Vísir/Anton Brink Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“ Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“
Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent