Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. apríl 2025 12:00 Vilhjálmur Bjarnason var einn hluthafa Landsbankans á sínum tíma og sat síðar á þingi 2013 til 2017. Vísir/Anton Brink Einn þeirra sem varð fyrir barðinu á meintum njósnaaðgerðum Björgólfs Thors Björgólfssonar segist gruna að fleiri lögreglumenn hafi aðstoðað við njósnirnar heldur en einungis einn varðstjóri hjá umferðarlögreglu. Héraðssaksóknari segir að sér sé brugðið vegna málsins, lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill ekki tjá sig um málið. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“ Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í gær að Lúðvík Kristinsson varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefði verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Þær hafi verið gerðar í umboði auðmannsins Björgólfs Thors Björgólfssonar og inntar af hendi af öryggisfyrirtækinu PPP sf á þriggja mánaða tímabili árið 2012 og beinst gegn fyrrverandi hluthöfum Landsbankans sem þá voru í málaferlum gegn Björgólfi. Björgólfur hafi viljað kanna hvort hluthafarnir væru á snærum auðkýfingsins Róberts Wessman. Vilhjálmur Bjarnason fyrrverandi alþingismaður var einn hluthafa sem njósnirnar beindust gegn. „Það var náttúrulega beinlínis stefnt að því að finna á mér veika bletti, væntanlega áfengissdrykkju og samskipti við konur en það fannst ekkert slíkt, fyrir utan náttúrulega samskipti mín við Róbert Wessman og fleiri en það fannst ekki heldur þannig að öll þessi njósn er með heldur rýra eftirtekju. Ég er hinsvegar mest sleginn að svona geti gerst í samfélagi, ég skil vel nokkra aðila málsins en ég er mest sleginn yfir þátttöku lögreglunnar í þessum málum, mig grunar að það séu fleiri en einn lögregluþjónn sem er tengdur þessu.“ Hann segist gruna það vegna samskipta sem hafi sést í Kveik í gær. Þá hyggst Vilhjálmur doka við áður en hann leitar réttar síns. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki veitt fréttastofu svör vegna málsins, málið sé starfsmannamál og sé til rannsóknar. Firning til skoðunar Stofnendur PPP fyrirtækisins sem sá um njósnirnar voru þeir Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Gunnarsson. Þeir stofnuðu fyrirtækið árið 2011 og létu af störfum hjá embætti sérstaks saksóknara um áramótin 2011 til 2012. Þeir voru kærðir árið 2012 vegna gruns um að nýta sér gögn embættisins en málið var látið niður falla á sínum tíma. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og fyrrum sérstakur saksóknari segist sleginn vegna málsins, það sé ríkissaksóknara að meta framhaldið. „Vissulega eru um þrettán ár liðin frá því að þetta á sér stað og brot firnast á misjöfnum tímum, það fer eftir því hvaða refsiákvæði er undir en tímafaktorinn er bara eitt af atriðunum sem myndu þá koma til skoðunar hjá ríkissaksóknara.“
Lögreglumál Gögnum stolið frá héraðssaksóknara Lögreglan Tengdar fréttir Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Varðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir. Ríkissaksóknari rannsakar mál hans. 29. apríl 2025 18:15