Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2025 11:24 Erin Patterson sem er sökuð um að hafa eitruð fyrir tengdafjölskyldu sinni með baneitruðum svepp. AP/James Ross Verjendur ástralskrar konu sem er sökuð um að hafa drepið tengdafjölskyldu sína með eitruðum sveppum segja að hún muni halda því fram að það hafi verið „hörmulegt óhapp“. Réttarhöld yfir konunni hófust í dag en hún er ákærð fyrir þrjú morð og tilraun til manndráps. Fyrrverandi tengdaforeldar Erin Patterson og systir fyrrverandi tengdamóðurinnar létust eftir matarboð þar sem hún bar fram máltíð sem í var grænserkur, einn eitraðsti sveppur í heimi, árið 2023. Eiginmaður tengdamóðursysturinnar veiktist alverlega en komst lífs af. Patterson er ákærð fyrir að valda dauða fólkins og að reyna að drepa manninn sem lifði af. Réttarhöld hófust yfir henni í bænum Morwell í Viktoríuríki í morgun. Lögmenn hennar sögðu við upphaf réttarhaldanna að málsvörnin byggðist á því að um harmleik hefði verið að ræða, hörmulegt óhapp, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður viðurkennir Patterson að hún hafi tínt villta sveppi, logið að lögreglunni og losað sig við sönnunargögn. Hún hafi einfaldlega verið gripin ofsahræðslu eftir að hún eitraði óvart fyrir fjölskyldunni. Gaf misvísandi skýringar á uppruna sveppanna Ekki er deilt um að grænserkur hafi verið í máltíðinni, Wellington-steik með kartöflumús og grænum baunum. Úrlausnarefni dómstólsins væri hvort að Patterson hefði ætlað sér að drepa fólkið. Saksóknari sagði að rannsakendur hefðu upphaflega talið að um fjöldamatareitrun hefði verið að ræða. Nú teldi ákæruvaldið að Patterson hefði eitrað vísvitandi fyrir gestum sínum til þess að myrða þá. Ekki væri þó hægt að segja hvað henni hefði gengið til með drápunum. Sönnunargögn yrðu lögð fram um að Petterson hefði tínt sveppi á slóðum þar sem vitað væri að grænserkir yxu. Í matarboðinu hafi hún svo borðað af öðruvísi diski en gestirnir. Dagana eftir matarboðið hefði hún reynt að hylja spor sín, meðal annars með því að losa sig við matvinnslutæki sem hún notaði. Þá hefði hún gefið lögreglu misvísandi skýringar á hvaðan sveppirnir komu. Fyrst hefði hún sagt að þeir kæmu úr asískri matvöruverslun í Melbourne og að hún hefði aldrei tínt villta sveppi sjálf. Vildi ekki leggjast inn eða láta lækna skoða börnin sín Patterson bauð tengdafólki sínu og fyrrverandi eiginmanni í mat í þeim tilgangi að ræða krabbameinsgreiningu hennar. Hún hafði hins vegar ekki verið greind með krabbamein. Fyrrverandi eiginmaðurinn afboðaði sig á síðustu stundu. Hann segist hafa fundist sambandið við Patterson vera orðið „óþægilegt“ eftir að þau skildu í vinsemd fyrr sama ár og matarboðið örlagaríka var haldið. Gestirnir létust á sjúkrahúsi eftir heiftarleg veikindi. Patterson fór sjálf á sjúkrahús en neitaði ítrekað að láta leggja sig in. Læknir sem annaðist gesti hennar hafði svo miklar áhyggjur af velferð hennar að hann hafði samband við lögreglu til að aðstoða sig. Þá neitaði Patterson að leyfa læknum að skoða börnin sín sem hún sagði að hefðu borðað afgang af matnum, þó án sveppanna sem hún sagðist hafa skafið af þar sem börnin vildu þá ekki. Patterson var upphaflega ákærð fyrir tilraun til manndráps á fyrrverandi eiginmanni sínum en sá hluti ákærunnar var felldur niður. Ástralía Sveppir Erlend sakamál Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Fyrrverandi tengdaforeldar Erin Patterson og systir fyrrverandi tengdamóðurinnar létust eftir matarboð þar sem hún bar fram máltíð sem í var grænserkur, einn eitraðsti sveppur í heimi, árið 2023. Eiginmaður tengdamóðursysturinnar veiktist alverlega en komst lífs af. Patterson er ákærð fyrir að valda dauða fólkins og að reyna að drepa manninn sem lifði af. Réttarhöld hófust yfir henni í bænum Morwell í Viktoríuríki í morgun. Lögmenn hennar sögðu við upphaf réttarhaldanna að málsvörnin byggðist á því að um harmleik hefði verið að ræða, hörmulegt óhapp, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður viðurkennir Patterson að hún hafi tínt villta sveppi, logið að lögreglunni og losað sig við sönnunargögn. Hún hafi einfaldlega verið gripin ofsahræðslu eftir að hún eitraði óvart fyrir fjölskyldunni. Gaf misvísandi skýringar á uppruna sveppanna Ekki er deilt um að grænserkur hafi verið í máltíðinni, Wellington-steik með kartöflumús og grænum baunum. Úrlausnarefni dómstólsins væri hvort að Patterson hefði ætlað sér að drepa fólkið. Saksóknari sagði að rannsakendur hefðu upphaflega talið að um fjöldamatareitrun hefði verið að ræða. Nú teldi ákæruvaldið að Patterson hefði eitrað vísvitandi fyrir gestum sínum til þess að myrða þá. Ekki væri þó hægt að segja hvað henni hefði gengið til með drápunum. Sönnunargögn yrðu lögð fram um að Petterson hefði tínt sveppi á slóðum þar sem vitað væri að grænserkir yxu. Í matarboðinu hafi hún svo borðað af öðruvísi diski en gestirnir. Dagana eftir matarboðið hefði hún reynt að hylja spor sín, meðal annars með því að losa sig við matvinnslutæki sem hún notaði. Þá hefði hún gefið lögreglu misvísandi skýringar á hvaðan sveppirnir komu. Fyrst hefði hún sagt að þeir kæmu úr asískri matvöruverslun í Melbourne og að hún hefði aldrei tínt villta sveppi sjálf. Vildi ekki leggjast inn eða láta lækna skoða börnin sín Patterson bauð tengdafólki sínu og fyrrverandi eiginmanni í mat í þeim tilgangi að ræða krabbameinsgreiningu hennar. Hún hafði hins vegar ekki verið greind með krabbamein. Fyrrverandi eiginmaðurinn afboðaði sig á síðustu stundu. Hann segist hafa fundist sambandið við Patterson vera orðið „óþægilegt“ eftir að þau skildu í vinsemd fyrr sama ár og matarboðið örlagaríka var haldið. Gestirnir létust á sjúkrahúsi eftir heiftarleg veikindi. Patterson fór sjálf á sjúkrahús en neitaði ítrekað að láta leggja sig in. Læknir sem annaðist gesti hennar hafði svo miklar áhyggjur af velferð hennar að hann hafði samband við lögreglu til að aðstoða sig. Þá neitaði Patterson að leyfa læknum að skoða börnin sín sem hún sagði að hefðu borðað afgang af matnum, þó án sveppanna sem hún sagðist hafa skafið af þar sem börnin vildu þá ekki. Patterson var upphaflega ákærð fyrir tilraun til manndráps á fyrrverandi eiginmanni sínum en sá hluti ákærunnar var felldur niður.
Ástralía Sveppir Erlend sakamál Dómsmál Tengdar fréttir Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59 Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44 Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Sagðist saklaus af því að hafa drepið með eitruðum sveppum Áströlsk kona sem er ákærð fyrir að valda dauða þriggja manna með því að gefa þeim eitraða sveppi lýsti yfir sakleysi sínu þegar málið kom fyrir dómara í dag. Hún heldur því fram að hún hafi ekki eitrað vísvitandi fyrir fólkinu. 7. maí 2024 08:59
Patterson ákærð fyrir þrjú morð og grunuð um ítrekaðar morðtilraunir Hin ástralska Erin Patterson, 49 ára, hefur verið ákærð fyrir að myrða þrjá einstaklinga með því að gefa þeim eitraða sveppi og fyrir tilraun til manndráps á fimm einstaklingum. 3. nóvember 2023 08:44
Talin hafa gefið fyrrverandi tengdaforeldrunum eitraða sveppi Áströlsk kona er grunuð hafa notað eitraða sveppi þegar hún matreiddi Beef Wellington-steik fyrir foreldra fyrrverandi eiginmanns síns. Þrír hafa látist eftir að hafa borðað máltíðina. 15. ágúst 2023 18:28
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent