Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar 30. apríl 2025 08:00 Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir sléttum fimmtíu árum lauk Víetnamstríðinu. Það hafði þá staðið yfir í tuttugu ár. Bandaríkin höfðu að vísu yfirgefið svæðið tveimur árum áður, en það tók tíma fyrir kommúnistana í norðri að ná öllu landinu á sitt vald. Þetta voru merk tímamót. Í fyrsta sinn endaði bandarísk hernaðaríhlutun í fjarlægu landi með ósigri. Hvernig gat það gerst? Örar samfélagsbreytingar Víetnamstríðið braust út á tíma hraðra samfélagsbreytinga á Vesturlöndum. Fyrir árið 1950 höfðu fáir efni á sjónvarpstækjum. En það breyttist þegar tók að líða á sjötta áratuginn. Víetnamstríðið var því fyrsta stríðið sem var nokkurn veginn sýnt í beinni. Fjöldi fréttamanna og myndatökufólks flykktist til Víetnam, trúlega vegna sölugildis myndefnisins þaðan og spennunnar sem villtur stríðsvettvangurinn bar með sér. Þegar hrátt og óhugnanlegt myndefnið flæddi inn á bandarísk heimili, hristi það upp í kynslóð sem var þegar orðin afhuga stefnu yfirvalda. Upp reis mótmælahreyfing af stærðargráðu sem aldrei hafði sést áður og hefur raunar aldrei sést síðan. Undanfarna fimm áratugi hafa aðgerðasinnar reynt án árangurs að endurtaka leikinn og hleypa lífinu í mótmælahreyfingar gegn fjarlægum stríðsátökum. Hvers vegna var stríðinu mótmælt? Ýmsar mögulegar skýringar eru á því hvers vegna mótmælahreyfingin gegn Víetnamstríðinu var svona fjölmenn. En líklegasta skýringin hefur fengið litla umfjöllun. Staðreyndin er sú að á tíma Víetnamstríðins var herskylda í Bandaríkjunum. Í janúar 1973 tilkynntu yfirvöld að herskyldan hafi verið afnumin og að samkomulag hafi náðst um stríðslok. Í kjölfarið hvarf mótmælahreyfingin eins og dögg fyrir sólu. Sumum þætti freistandi að draga þá ályktun að samkomulagið um stríðslokin hafi verið helsta ástæðan fyrir endalokum mótmælanna. Þá var markmiðinu náð, ekki satt? En ekki er víst að allir þeir sem sóttu mótmælin hafi verið að mótmæla stríðinu sjálfu. Fjölmargir þeirra voru ungir karlmenn sem áttu á hættu að vera kvaddir í herinn. Þeir höfðu því persónulegra hagsmuna að gæta og voru væntanlega að mótmæla herkvaðningunni frekar en stríðinu sjálfu. Vissulega spruttu upp mótmæli gegn Víetnamstríðinu um öll Vesturlönd. En leiðtogar mótmælanna voru fyrst og fremst bandarískir róttæklingar og ungmenni. Mótmælin voru auk þess drifin áfram af bandarískri tónlist, kvikmyndum og bókmenntum. Undanfarin fimmtíu ár hefur engin mótmælahreyfing gegn átökum erlendis náð viðlíka flugi. Mótmælahreyfingin gegn Íraksstríðinu 2003 komst næst því en hún rann fljótt út í sandinn. Það má leiða líkur að því að eftir að herskyldan var afnumin hafi meirihluti Bandaríkjamanna ekki haft nægum hagsmunum að gæta til að ómaka sig við mótmæli gegn hernaðarbrölti. Þetta áhugaleysi smitaðist síðan til annarra Vesturlanda. Hvaða áhrif höfðu mótmælin? Ástæður slaks árangurs Bandaríkjanna í Víetnamstríðinu eru umdeildar. Höfðu mótmælin áhrif? Mögulega, en það voru fleiri þættir sem höfðu sitt að segja. Fjárhagslegt tap af stríðsrekstrinum og slæmur mórall eftir Watergate-hneykslið spiluðu líklega stærri þátt í brotthvarfi Bandaríkjanna en sjálf mótmælahreyfingin. Staðreyndin er sú að mótmæli gegn átökum í fjarlægum löndum hafa sjaldan ef nokkurn tímann haft óumdeilanleg áhrif á framvindu mála. Í besta falli virka þau sem eins konar hópefli fyrir þá fáu sem á annað borð mæta. Auðvitað getur verið mikið gagn að góðu hópefli, en að öðru leyti ættu aðgerðasinnar að stilla væntingum sínum í hóf. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði og samfélagsmál.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun