Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 23:16 Nafnarnir hjá Hopp Leigubílum og Frama eru misvissir um gagnsemi stöðvaskyldu vegna öryggi farþega leigubíla. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02
Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent