Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. apríl 2025 23:16 Nafnarnir hjá Hopp Leigubílum og Frama eru misvissir um gagnsemi stöðvaskyldu vegna öryggi farþega leigubíla. Vísir/Sigurjón Ríkisstjórnin samþykkti í dag að leggja fram nýtt frumvarp um breytingar á leigubílamarkaði. Rekstrarstjóri Hopp Leigubíla segist efins um að breytingarnar muni stuðla að bættu öryggi farþega en formaður leigubílstjóra segir það til bóta. Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum. Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Í frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum um leigubílaakstur sem samþykkt var á ríkisstjórnarfundi í dag er meðal annars lagt til að svokölluð stöðvarskylda verði aftur tekin upp en sú skylda var afnumin með lögum árið 2023. Ekki verði leyfilegt að aka leigubíl án þess að tengast leigubílastöð og þá skuli stöðvar skrá rafrænt allar ferðir sem farnar eru á þeirra vegum og varðveita upplýsingarnar í minnst sextíu daga. Auk þess verður leigubílastöðvum gert skylt að bjóða upp á einfalt og gagnsætt ferli fyrir kvartanir. Spyr sig spurninga um stöðvaskylduna Daníel Thors framkvæmdastjóri Hopp Leigubíla segir eðlilegt að yfirvöld vilji tryggja gæði þjónustunnar.„Við veltum því þó fyrir okkur hverju stöðvarskylda muni bæta við, hvort það muni auka gæði og öryggi neytenda, ég ætla ekki að segja að við sjáum það ekki en við veltum fyrir okkur hverju það eigi að skila.“ Ótímabært sé að segja til um hvort frumvarpið muni skerða þjónustu Hopp en Daníel segir að tæknin sé besta leiðin til að tryggja rétt neytenda. „Við erum ekki mjög hrifin af því að auka aðgangshindranir að leigubílamarkaði, þvert á móti viljum við auka framboð almennings á leigubílaþjónustu. Það þarf ekki að spóla nema þrjú ár aftur í tímann þar sem var í raun nær ómögulegt að fá leigubíl á pressupunktum þannig að ég held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand.“ Sé fyrsta skref í rétt átt Daníel Orri Einarsson formaður Frama félags Leigubílstjóra segist heilt yfir ánægður með frumvarpið þó ganga hefði mátt lengra að hans mati. Ótvírætt sé að stöðvaskylda stuðli að öryggi farþega. Stöðvarnar hafa aðhald, það er sameiginlegur hagur þeirra sem eru á stöðinni að bílstjórar séu til fyrirmyndar og þjónustan sé í lagi þannig að þegar einhverjir brestir eru á, þá er það lagað samstundis því brestirnir bitna á öllum.
Leigubílar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samgöngur Tengdar fréttir Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02 Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar Sjá meira
Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Formaður Frama - félags leigubílstjóra segir mikið áhyggjuefni ef farþegar treysti ekki lengur leigubílstjórum. Hann segir það hafa mikil áhrif að ekki sé lengur skylda að taka starfsnám, þá hafi kvenkyns bílstjórum fækkað á sama tíma og þeirra er óskað í auknum mæli af farþegum. 27. apríl 2025 12:02
Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. 26. apríl 2025 18:59