Laugardalsvöllur tekur lit Valur Páll Eiríksson skrifar 29. apríl 2025 10:31 Líkt og sjá má er tekið að grænka í Laugardalnum, en völlurinn hefur verið moldarflag síðustu mánuði. Vísir/Anton Brink Sértilgerð saumavél er að störfum á Laugardalsvelli þar sem unnið er dag og nótt í von um að Ísland geti spilað þar landsleik í júní. Tímarammi framkvæmdanna stendur og formaður KSÍ er bjartsýnn að markmiðið takist. Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Í beinni: Brighton - Liverpool | Hvernig klára meistararnir tímabilið? Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Sjá meira
Framkvæmdirnar hafa staðið yfir frá því síðasta haust en nú er loks kominn litur á völlinn. Gervigrasi er þrykkt í jarðveginn samhliða sáningu náttúrulegs grass og er nú unnar langar vaktir við að koma Þjóðarleikvangi Íslands í gagnið. „Þetta er svokölluð saumavél sem þeir eru með einkaleyfi á, þetta fyrirtæki. Hún hreyfist nú hægt en þeir fara áfram og hafa unnið hér dag og nótt, á átta tíma vöktum, og gera þetta vel,“ segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, sem fór yfir stöðuna á vellinum í gær. „Þessu grasi er stungið niður, um 18 sentímetra sem þetta nær ofan í jörðina og er sirka tvo sentimetra upp úr. Svo sáðum við í völlinn í síðustu viku og við sjáum að hér er að koma upp (gras),“ segir Þorvaldur. Færist um átta metra en kíkirinn óþarfur Laugardalsvelli verður breytt úr fjölnota frjálsíþrótta- og fótboltavelli alfarið í fótboltavöll. Hlaupabrautin fræga er því á bak og burt og færist leikflöturinn um 8 metrum nær vesturstúku vallarins, þeirri stærri. „Við færðum völlinn um átta metra. Það breytir öllu. Það er von okkar í framtíðinni að geta byggt stúku allan hringinn, og hin stúkan komi nær líka. Það var best í stöðunni að fara í þetta strax,“ En þarf þá að hafa með sér kíki í gömlu Sýnarstúkuna, vegna fjarlægðarinnar frá henni? „Ég veit það nú ekki. Við vorum nú langt frá hinu megin í gamla daga, ég held að menn sjái nú nokkuð vel og ég tala ekki um ef grasið er gott og slétt. Þá sjá menn þetta bara vel“ Ástæða sé þá ekki til að lækka miðaverð þeim megin, þrátt fyrir aukna fjarlægð frá vellinum. „Það held ég nú ekki. Þetta sé ekki það langt í burtu en í framtíðinni viljum við fá þessa stúku nær,“ Bjart útlit með leik í júní Stefnt hefur verið að því að kvennalandslið Íslands spili fyrsta leikinn á nýjum grasfleti þegar Frakkland kemur í heimsókn í Þjóðadeild kvenna í fótbolta þann 3. júní. Þorvaldur segir þann tímaramma haldast og hann sé bjartsýnn á að það náist. „Við höfum sagt að við stefnum að því að spila hér 3. júní. Við erum með plan tilbúið ef þarf að stökkva annað. Eins og staðan er í dag stefnum við að því, þetta lítur vel út. Það er góður gróandi, veðrið leikur við okkur eins og er. Fótboltalega séð eigum við að geta gert það en við þurfum að taka ákvörðun fljótlega.“ Fréttina úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá efst en að neðan má sjá viðtalið í heild. Þá má sjá ljósmyndir Antons Brink af svæðinu þar fyrir neðan. Klippa: Grænkar í Laugardal Saumavélin er í gangi heilu sólarhringanna er menn skipta með sér vöktum við saumaskapinn.Vísir/Anton Brink Tæplega hálfnað á þessum tímapunkti.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Náttúrulegu grasi hefur verið sáð í flötinn sem von er á að spretti upp meðafram gervigrasinu fljótlega. Undirhiti í jarðveginum getur þar flýtt fyrir.Vísir/Anton Brink Vísir/Anton Brink Steyptur grunnur er utan um leikflötinn sem færist um 8 metra fjær gömlu Sýnarstúkunni, líkt og sjá má. Þar sem nú er möl verður lagt gervigras sem nýtist sem upphitunarsvæði.Vísir/Anton Brink
KSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Laugardalsvöllur Nýr þjóðarleikvangur Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Í beinni: Stjarnan - Víkingur | Toppliðið í Garðabæ Í beinni: Breiðablik - Valur | Stórleikur í Kópavogi Í beinni: ÍA - FH | Lið sem hafa margt að sanna Í beinni: Brighton - Liverpool | Hvernig klára meistararnir tímabilið? Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn