Lífið

Giftu sig við per­sónu­lega at­höfn í sólinni

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kvikmyndagerðarkonan Dylan Meyer og leikkonan og stórstjarnan Kristen Stewart gengu í hjónaband á dögunum.
Kvikmyndagerðarkonan Dylan Meyer og leikkonan og stórstjarnan Kristen Stewart gengu í hjónaband á dögunum. David Livingston/Getty Images

Leikkonan og Twilight stjarnan Kristen Stewart er gift kona. Hún gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðakonuna Dylan Meyer, í lítilli og persónulegri athöfn í Los Angeles 20. apríl síðastliðinn og birti Meyer fallegar myndir af þeim hjónum á Instagram um helgina.

„Ég segi já. Já, já, já, já, já,“ skrifaði hún á Instagram síðu sína við myndir af nýgiftu konunum að kyssast. 

Nýgiftar!Instagram @spillzdylz

Þær hafa þekkst í rúman áratug og féllu hugi saman fyrir sex árum síðan. Fyrir fjórum árum bað Meyer um hönd Stewart og hafa margir aðdáendur þeirra beðið óþreyjufullir eftir að þær gengju í hnapphelduna. 

Kristen Stewart skaust upp á stjörnuhimininn í kjölfar Twilight kvikmyndanna, þar sem hún fór með aðalhlutverkið sem Bella. Hún átti í mjög opinberu ástarsambandi við mótleikara hennar Robert Pattinson í fjögur ár sem endaði árið 2013. Fjórum árum síðar kom hún út sem lesbía í skemmtiþættinum Saturday Night Live. 

„Ég held að góðir hlutir gerist hratt. Þegar þú veist, þá veistu,“ sagði Kristen Stewart í viðtali í kjölfar trúlofunarinnar. 

Athöfnin fór fram í glampandi sól á veitingastaðnum Casita Del Campo sem er í tíu mínútna fjarlægð frá heimili þeirra hjóna. Þær voru umkringdar sínu nánasta fólki og vildu hafa brúðkaupið persónulegt og lítið. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.