Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar 28. apríl 2025 07:00 Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Símanotkun barna Kristín Thoroddsen Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Skoðun Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Sjá meira
Líðan barna hefur verðið til umfjöllunar um langt skeið, grein eftir grein rituð og málin rædd en staðan virðist þrátt fyrir það lítið breytast. En hvað er það sem veldur, getur verið að það sé ekkert að börnum okkar heldur liggi vandamálið hjá okkur foreldrum, uppalendunum sem á fyrstu dögum barnsins horfðu í augu þess og hétu því að elska og hlúa að öllum stundum. En hversu miklum tíma eyðum við í raun og veru með börnum okkar og er sá tími nægjanlegur? Getur verið að tæknin hafi rænt börnin okkar æsku sinni og athygli og við foreldrar horfum á það gerast sofandi og eða úrræðalaus. Eða erum við hreinlega of upptekin í okkar eigin skjá og sjáum á meðan ekki líðan barna okkar. Rannsóknir sýna að langvarandi skjátími getur haft neikvæð áhrif á námsgetu, félagsfærni og almennan þroska barna. Við sjáum að yngstu börnin glíma í auknum mæli við einbeitingaskort, skert úthald, hegðunarvanda og áskoranir á tilfinningastjórnun. Þá hefur einnig komið í ljós að málþroski og grunnorðaforði barna hefur dregist saman á undanförnum árum. Rannsóknir benda til þess að líðan þeirra tengist aukinni notkun snjalltækja. Áhrif skjánotkunar eru víðtæk. Hún getur örvað framleiðslu dópamíns í heilanum, sem getur aukið hættu á fíkn og fráhvörfum. Þetta hefur áhrif á svefn, tilfinningar og hegðun barna, með þeim afleiðingum að færni þeirra til að læra og leika sér minnkar oft með óafturkræfanlegum afleiðingum. Það ætti því að vera ljóst að við þessu þarf að bregðast og það gerum við sem samfélag. Það er mikilvægt að horfa ekki einungis á þann tíma sem fer í skjánotkun heldur einnig á innihald þess sem börnin horfa á. Á meðan börn sitja fyrir framan skjái missa þau af dýrmætum samskiptum við aðra, samskiptum sem eru lykilatriði í þroska þeirra og samskiptum við okkur foreldranna sem gefa okkur tækifæri á að þekkja börnin okkar betur, tilfinningar þeirra og líðan. En það er ekki nóg að benda einungis á skjánotkun barna okkar. Við þurfum að líta í eigin barm, við erum fyrirmyndin og af okkur læra þau. Þegar við fullorðna fólkið erum niðursokkin í skjánotkun bitnar það á samskiptum þeirra við okkur. Þótt flestir foreldrar séu meðvitaðir um þessi áhrif getur verið erfitt að rjúfa þann vítahring sem myndast hefur. Það krefst hugrekkis og þjálfunar að breyta venjum heimilisins, búa til siði og breyta menningu. Við þurfum að horfast í augu við vandann, og enn mikilvægara, við þurfum að horfa í augu hvors annars og njóta augnablikanna, því þau koma ekki aftur. Við berum öll ábyrgð Hafnarfjarðarbær hefur að undanförnu staðið fyrir fræðsluerindum undir heitinu „Við erum þorpið“, þar sem vakin hefur verið athygli á velferð, líðan og öryggi barna. Þann 29. maí kl. 17 verður haldinn fræðslufyrirlestur í Bæjarbíói undir yfirskriftinni „Horfumst í augu“, þar sem sjónum verður beint að áhrifum mikillar skjánotkunar á líf og þroska barna. Markmið fyrirlestursins er að vekja athygli á því hvernig snjalltæki geta haft áhrif á félagsfærni, heilsu, tengsl og málþroska og hvetja foreldra leik- og grunnskólabarna til aðgerða, veita ráð og styrkja þá til að breyta menningu heimilisins. Fræðsluráð og foreldraráð grunnskólabarna í Hafnarfirði hafa ekki látið sitt eftir liggja og standa að fyrirlestrinum og hafa tekið virkan þátt í umræðunni um skjánotkun og líðan barna og ungmenna með ýmsum hætti. Í tilefni þess verður frumflutt myndband sem foreldraráð Hafnarfjarðar hefur unnið að en í því eru foreldrar hvattir til að gera jákvæðar breytingar. Við berum öll ábyrgð, hvort sem við erum foreldrar, skólafólk eða kjörnir fulltrúar fræðslumála hvers sveitarfélags. Með því að taka höndum saman, horfa í augu hvors annars og rækta tengslin, getum við skapað betri framtíð fyrir börnin okkar – og okkur sjálf. Kristín Thoroddsen Formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Hafnarfirði.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun