„Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. apríl 2025 16:30 Arna fagnar með liðsfélögum sínum eftir seinna markið. Fyrra markið var þó mun glæsilegra. vísir / guðmundur Miðvörðurinn og fyrirliðinn Arna Eiríksdóttir skoraði tvö mörk í 3-1 sigri FH gegn nýliðunum FHL. Arna segist nokkuð vön því að skora þó þetta hafi verið hennar fyrsta mark í tæp tvö ár, líklega var fyrsta markið líka hennar fyrsta mark úr langskoti. Hún og aðrir leikmenn FH hafa þurft að aðlaga varnarleikinn vegna meiðsla miðvarða. „Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
„Ég er alveg ágætlega vön því að skora, ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent, en skoraði náttúrulega ekkert í fyrra. Þannig gott að vera komin með tvö núna… Seinna markið var kannski aðeins meira minn stíll, að skalla boltann í netið eftir fast leikatriði. En skemmtilegt að ná inn einu skoti líka.“ Þú ert ekki vön því að setja svona skot, lengst fyrir utan teig? „Nei ég held að þetta sé bara mitt fyrsta“ sagði Arna og brosti út í annað. Fyrri hálfleikur flottur og fundu taktinn aftur í seinni Að leiknum sjálfum sagði hún FH hafa verið mun betri aðilann í fyrri hálfleik, aðeins misst dampinn í upphafi seinni hálfleiks en síðan fundið taktinn aftur. „Já fyrri hálfleikurinn var mjög flottur. Síðan voru fyrstu 15-20 mínúturnar í seinni hálfleik ekki alveg nógu góðar af okkar hálfu. Við féllum aðeins of langt frá þeim og urðum sloppy í litlum sendingum og svona. En síðan fannst mér við bara komast yfir það og þetta varð fínt þegar leið á seinni hálfleikinn.“ Arna með einbeitingarsvip.vísir / guðmundur FH taplaust FH er taplaust eftir fyrstu þrjá leikina. Jafntefli gegn Val og síðan sigrar gegn nýliðunum Fram og FHL í síðustu umferðum. „Ég held að þetta sé bara á pari við það sem vorum að búast við. Tveir mjög sterkir sigrar og fínt jafntefli í fyrsta leik, nokkurn veginn á pari við væntingar.“ „Ömurlegt að sjá þær meiðast“ Í tveimur af þremur leikjum hefur FH misst miðvörð meiddan af velli í fyrri hálfleik. Vigdís Edda Friðriksdóttir sleit krossband gegn Val. Íris Una Þórðardóttir leysti hana af í næsta leik en þurfti að víkja snemma af velli í dag vegna meiðsla, sem virtust einnig alvarleg en ekki er hægt að slá neinu föstu strax. „Það er náttúrulega alltaf vont að þurfa að hrófla við vörninni og ömurlegt fyrir þær að meiðast svona snemma á tímabilinu. En þær sem hafa komið inn, eins og Íris kom inn fyrir Vigdísi, gerði það ótrúlega vel og Vala [Valgerður Ósk Valsdóttir] stóð sig ótrúlega vel í dag. Þannig að við erum alveg með breiddina til að leysa svona en ömurlegt að sjá þær meiðast“ sagði Arna að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Enski boltinn „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira