Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 26. apríl 2025 18:59 Sigtryggur Arnar Magnússon, framkvæmdastjóri City Taxi. Vísir/Oddur Framkvæmdastjóri City Taxi vill að opinberir aðilar fái auknar valdheimildir og fjármagn til þess að bregðast við brotum leigubílstjóra. Hann segist vera búinn að stórbæta eftirlit á vegum fyrirtækisins. Dómur var í síðustu viku kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir leigubílstjóra á vegum City Taxi leigubílastöðinni sem ásamt vini sínum nauðgaði konu sem var farþegi hans í leigubíl að næturlagi í febrúar í fyrra. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom meðal annars fram að leigubílstjórinn væri enn við störf rúmum tveimur vikum eftir brotið. Sagði Sigtryggur Arnar Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri starfsmaður við leigubílastöðina. Framkvæmdastjórinn segir nú að hann hafi breytt eftirliti með bílstjórum og fækkað bílstjórum á sínum vegum. Óttast að fleiri hafi ekki nægar upplýsingar um ökumenn „Við höfum þær reglur að á sömu mínútu og við fáum að vita að bílstjóri hafi gerst brotlegur í starfi þá er hann rekinn. Hver og einn er látinn skrifa undir ráðningarsamning og þessi ráðningarsamningur er alveg skýr. Ef þú rukkar of mikið, gerir eitthvað af þér þá ertu rekinn.“ Hann hafi fækkað bílstjórum hjá sér til muna, um áttatíu talsins, með hækkun stöðvargjalda og hefur kvörtunum fækkað. Bílstjórar sem aki í dag undir merkjum City Taxi séu einungis 35 talsins. „Ég er með svokallaðan Seavis búnað, GPS búnað og ég á að geta fylgst með öllum bílstjórum sem eru hjá mér, hvaða túra þeir tóku og annað slíkt,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segist óttast að fleiri leigubílastöðvar hafi ekki nægar upplýsingar um sína ökumenn og vill að leigubílamarkaðurinn verði aftur eins og hann var og að Samgöngustofa fái auknar heimildir til eftirlits og til þess að bregðast við. „Við gátum stjórnað því í Reykjavík að þessir óæskilegu menn þeir væru ekki að keyra. Það var miklu auðveldara að finna menn ef eitthvað gerðist og ef það var eitthvað vesen í Leifsstöð þá gátum við unnið þetta saman, stöðvarnar, Isavia þurfti aldrei að vera með eitthvað vesen, það var tekið á málunum öðruvísi og já það var margfalt minna um glæpi.“ Leigubílar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Dómur var í síðustu viku kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness yfir leigubílstjóra á vegum City Taxi leigubílastöðinni sem ásamt vini sínum nauðgaði konu sem var farþegi hans í leigubíl að næturlagi í febrúar í fyrra. Í fréttum af málinu á sínum tíma kom meðal annars fram að leigubílstjórinn væri enn við störf rúmum tveimur vikum eftir brotið. Sagði Sigtryggur Arnar Magnússon framkvæmdastjóri fyrirtækisins að hann hefði ekki vitað að maðurinn væri starfsmaður við leigubílastöðina. Framkvæmdastjórinn segir nú að hann hafi breytt eftirliti með bílstjórum og fækkað bílstjórum á sínum vegum. Óttast að fleiri hafi ekki nægar upplýsingar um ökumenn „Við höfum þær reglur að á sömu mínútu og við fáum að vita að bílstjóri hafi gerst brotlegur í starfi þá er hann rekinn. Hver og einn er látinn skrifa undir ráðningarsamning og þessi ráðningarsamningur er alveg skýr. Ef þú rukkar of mikið, gerir eitthvað af þér þá ertu rekinn.“ Hann hafi fækkað bílstjórum hjá sér til muna, um áttatíu talsins, með hækkun stöðvargjalda og hefur kvörtunum fækkað. Bílstjórar sem aki í dag undir merkjum City Taxi séu einungis 35 talsins. „Ég er með svokallaðan Seavis búnað, GPS búnað og ég á að geta fylgst með öllum bílstjórum sem eru hjá mér, hvaða túra þeir tóku og annað slíkt,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segist óttast að fleiri leigubílastöðvar hafi ekki nægar upplýsingar um sína ökumenn og vill að leigubílamarkaðurinn verði aftur eins og hann var og að Samgöngustofa fái auknar heimildir til eftirlits og til þess að bregðast við. „Við gátum stjórnað því í Reykjavík að þessir óæskilegu menn þeir væru ekki að keyra. Það var miklu auðveldara að finna menn ef eitthvað gerðist og ef það var eitthvað vesen í Leifsstöð þá gátum við unnið þetta saman, stöðvarnar, Isavia þurfti aldrei að vera með eitthvað vesen, það var tekið á málunum öðruvísi og já það var margfalt minna um glæpi.“
Leigubílar Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira