Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Árni Sæberg skrifar 25. apríl 2025 13:28 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið er eigandi vatnsréttinda jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi, sem er í eigu ítalska barónsins Felix von Longo-Liebenstein. Baróninn hefur samið við orkufyrirtæki um sölu afnota vatnsréttindanna vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Umtalsverðir fjármunir voru undir í málinu og ríkið hefur lýst því yfir að það muni ganga inn í samninginn. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp á miðvikudag. Þar segir að helstu málsatvik hafi verið þau að með afsali árið 1958 hafi landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, afsalað eyðijörðinni Engjanesi til hreppsstjórans í Árneshreppi. Lög sett til að selja jörðina Í afsalinu hafi verið vísað til laga um heimild til sölu jarðeigna í opinberri eigu en lögin hafi sérstaklega verið sett til að heimila ríkisstjórninni sölu á jörðinni auk annarrar. Þá hafi Skógrækt ríkisins einnig verið heimilað með lögunum að selja land tiltekinnar jarðar enda samþykkti ríkisstjórnin kaupverðið. Afsali vegna sölujarðarinnar Engjaness hafi verið þinglýst í febrúar 1958. Eftir andlát hreppstjórans hafi sonarsonur hans eignast Engjanes samkvæmt skiptayfirlýsingu árið 1972. Í yfirlýsingunni hafi þess ekki verið getið að tiltekin réttindi hefðu verið undanskilin jörðinni við afsal hennar árið 1958. Ríkið hafi sagt erfðaskrá hreppstjórans, sem vísað væri til í skiptayfirlýsingunni, ekki liggja fyrir. Árið 2006 hafi Felix von Longo-Liebenstein keypt jörðina af sonarsyninum samkvæmt afsali í nóvember 2006 en þar segi að jörðin seljist „með öllu sem fylgir og fylgja ber, að engu undanskildu. Jörðin [seljist] án kvaða og veðbanda“. Ekki eina dómsmálið Á árinu 2009 hafi baróninn og VesturVerk ehf. gert samning um rétt félagsins til að rannsaka hagkvæmni áveitu Eyvindarfjarðarár yfir í Hvalá og samningnum hafi verið þinglýst í febrúar þess árs. Í samningnum sé kveðið á um það að VesturVerk ehf. fái afnot af vatnsréttindum jarðarinnar Engjaness að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Vorið 2020 hafi hluti eigenda jarðarinnar Drangavíkur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, meðal annars á hendur baróninum, og krafist þess að landamerki jarðarinnar næðu yfir hluta lands jarðanna Engjaness og Ófeigsfjarðar. Ríkinu hafi verið stefnt til réttargæslu í málinu en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafi baróninn sýknaður í aðalsök í málinu. Dómurinn hafi verið staðfestur um landamerki jarðanna Engjaness og Drangavíkur með dómi Landsréttar í júní 2024. Baróninn hafi sagt að undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi í desember 2021 hafi lögmanni hans fyrst orðið kunnugt um áskilnað ríkisins í afsalinu frá 1958. Þinglýsing leiðrétt Árið 2022 hafi ríkið óskað eftir því við embætti sýslumannsins á Vestfjörðum að skráning í þinglýsingabók jarðarinnar Engjaness yrði leiðrétt á grundvelli þinglýsingalaga þannig að hún endurspeglaði afsalið frá 1958. Embættið hafi orðið við því og fært eftirfarandi kvöð/athugasemd í þinglýsingabók í október 2022: „Námar og námaréttindi í landi jarðarinnar, svo og vatns-og jarðhitaréttindi, umfram heimilisþarfir, eru undanskilin við sölu jarðarinnar frá ríkinu.“ Með bréfi til barónsins í desember 2022 hafi ríkið reifað afstöðu sína til eignarréttar að umræddum réttindum og óskað eftir afstöðu hans til þessa. Í svari barónsins í janúar 2023 hafi hann mótmælt þinglýsingu kvaðarinnar á jörðina. Að loknum frekari bréfaskriftum milli aðila hafi ríkið höfðað mál á hendur baróninum. Óumdeild að réttindin hafi verið undanskilin Í dóminum segir að óumdeilt hafi verið í málinu að afsalsbréfinu frá árinu 1958, þar sem fram komi að hin umþrættu réttindi væru undanskilin við söluna, hafi verið þinglýst. Réttindum barónsins yfir jörðinni hafi því verið þinglýst samtímis afsalsbréfinu. Baróninn hafi hins vegar byggt á því að þessi þinglýsta eignarheimild ríkisins hefði ekki gildi gagnvart sér og fyrst komi til skoðunar sú málsástæða hans að ráðherra hefði frá öndverðu brostið lagaheimild til að halda réttindunum eftir. Að mati dómsins sé ekki unnt að fallast á það með baróninum að skortur á beinni heimild eða fyrirmælum um slíka ráðstöfun í lögum um sölu jarða jafngilti því að hún hafi verið óheimil að lögum heldur hafi farið um þetta atriði samkvæmt almennum reglum þess tíma. Baróninn hafi ekki leitt að því líkur að sjálfstætt mat ráðherra á því hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að undanskilja tiltekin réttindi við söluna hefði verið takmarkaðað nokkru leyti. Þá sé til þess að líta að ekkert bendi til þess að kaupandi jarðarinnar hafi á sínum tíma gert athugasemdir við kaupverðið eða að réttindin skyldu undanskilin jörðinni. „Er dóminum ekki fært að grundvalla niðurstöðu í málinu á hugleiðingum um það að kaupverð jarðarinnar án vatnsréttinda hefði átt að vera lægra við sölu hennar sem fram fór fyrir tæplega 70 árum síðan.“ Eldri réttindi þurfa ekki að víkja Þá segir í dóminum að ekki hafi verið um það deilt í málinu að þegar baróninn eignaðist jörðina árið 2006 hafi þinglýsingarvottorð vegna eignarinnar ekki borið með sér að réttindin hefðu verið frá henni skilin. Fyrir dóminum liggi slíkt vottorð sem prentað hafi verið í ágúst 2006 í tilefni af kaupum stefnda á jörðinni og sé vísað til þess í kaupsamningi hans við fyrri eiganda hennar. Hins vegar liggi fyrir að afsalsbréfið frá 1958 hafi verið fært inn í þinglýsingarbók í febrúar 1958 og efni þess skjals sé því ekki fært ranglega í þinglýsingarbók í þinglýsingalaga Ekki sé heldur um að ræða þá aðstöðu að láðst hafi að færa skjalið í þinglýsingabók innan frests samkvæmt sömu lögum eða að skjal sem fyrr barst til þinglýsingar hafi verið fært í þinglýsingabók á undan því. Eru því ekki uppfyllt grundvallarskilyrði laganna til þess að kveða á um það með dómi að réttur stefnanda samkvæmt afsalinu frá 1958 verði látinn víkja fyrir rétti stefnda. Því sé óþarft að kanna önnur skilyrði lagagreinarinnar fyrir því að sú niðurstaða nái fram að ganga, þar á meðal um ætlað grandleysi barónsins. Ætluð mistök við framkvæmd þinglýsingar vegna jarðarinnar Engjaness geti því ekki eins og hér stendur á leitt til þeirrar niðurstöðu að þinglýst réttindi ríkisins færist á hendur baróninum á grundvelli þinglýsingalaga en í málinu sé ekki deilt um hugsanlega bótaskyldu ríkisins vegna slíkra mistaka á grundvelli sömu laga. Hefðu þurft að stofna fasteign en það skiptir ekki máli Ekki sé heldur hægt að leggja til grundvallar að eignarréttur ríkisins að réttindunum hafi fallið niður eða þau færst til barónsins vegna þess að ekki hafi verið stofnuð sérstök fasteign um þau og þau skráð í fasteignaskrá, enda þótt í sjálfu sér megi fallast á það með baróninum að almennt beri eiganda vatnsréttinda sem skilin hafa verið frá landareign að skrá þau með þeim hætti. Baróninn hafi hins vegar að mati dómsins ekki sýnt fram á að lögum samkvæmt hafi ríkinu borið að viðhalda þinglýstum réttindum sínum með þessum hætti eða öðrum. Í þessu sambandi skuli sérstaklega tekið fram að dómurinn telji ekki fært að draga þá ályktun af kröfugerð ríksins í héraðsdómsmálinu um landamerkin að hann það hafi með henni fallist á að vatnsréttindi jarðarinnar Engjaness tilheyri baróninum. Hefðaði jörðina ekki Með sama hætti verði ekki fallist á það með baróninum að hann hafi getað eignast hin umdeildu réttindi fyrir hefð eða traustfang, enda liggi ekkert fyrir um það að hann eða fyrri eigandi jarðarinnar hafi gert tilraun til nýtingar þeirra fyrr en með samningi barónsins við VesturVerk ehf. árið 2009 og þá einungis hvað vatnsréttindin varðar. Af þessum sökum sé óþarft að fjalla um önnur skilyrði þess að baróninn eða forveri hans hafi getað unnið hefð á þessum réttindum. Hvað traustfangs reglur varðar sérstaklega sé það skilyrði beitingar traustfangsákvæðis þinglýsingalaga að réttindi hafi færst yfir með samningi við þinglýstan eiganda þeirra. Dómurinn telji ekki fært að leggja til grundvallar að fyrri eigandi jarðarinnar Engjaness hafi getað talist þinglýstur eigandi hinna umþrættu réttinda á þeim tíma sem baróninn eignaðist hana, enda verði að líta svo á að hann hafi ekki getað eignast betri rétt fyrir erfð en arfleifandinn, það er kaupandi jarðarinnar, átti sjálfur. Með vísan til framangreinds sé það niðurstaða dómsins að baróninum hafi ekki tekist að hnekkja eignarrétti stefnanda yfir námum, náma-, vatns-og jarðhitaréttindum vegna jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi samkvæmt afsalsbréfinu frá janúar 1958. Verði því fallist á dómkröfu ríkisins um viðurkenningu á eignarrétti íslenska ríkisins yfir réttindunum. Málskostnaður skuli falla niður milli aðila. Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Ísafjarðarbær Árneshreppur Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp á miðvikudag. Þar segir að helstu málsatvik hafi verið þau að með afsali árið 1958 hafi landbúnaðarráðherra, fyrir hönd ríkisins, afsalað eyðijörðinni Engjanesi til hreppsstjórans í Árneshreppi. Lög sett til að selja jörðina Í afsalinu hafi verið vísað til laga um heimild til sölu jarðeigna í opinberri eigu en lögin hafi sérstaklega verið sett til að heimila ríkisstjórninni sölu á jörðinni auk annarrar. Þá hafi Skógrækt ríkisins einnig verið heimilað með lögunum að selja land tiltekinnar jarðar enda samþykkti ríkisstjórnin kaupverðið. Afsali vegna sölujarðarinnar Engjaness hafi verið þinglýst í febrúar 1958. Eftir andlát hreppstjórans hafi sonarsonur hans eignast Engjanes samkvæmt skiptayfirlýsingu árið 1972. Í yfirlýsingunni hafi þess ekki verið getið að tiltekin réttindi hefðu verið undanskilin jörðinni við afsal hennar árið 1958. Ríkið hafi sagt erfðaskrá hreppstjórans, sem vísað væri til í skiptayfirlýsingunni, ekki liggja fyrir. Árið 2006 hafi Felix von Longo-Liebenstein keypt jörðina af sonarsyninum samkvæmt afsali í nóvember 2006 en þar segi að jörðin seljist „með öllu sem fylgir og fylgja ber, að engu undanskildu. Jörðin [seljist] án kvaða og veðbanda“. Ekki eina dómsmálið Á árinu 2009 hafi baróninn og VesturVerk ehf. gert samning um rétt félagsins til að rannsaka hagkvæmni áveitu Eyvindarfjarðarár yfir í Hvalá og samningnum hafi verið þinglýst í febrúar þess árs. Í samningnum sé kveðið á um það að VesturVerk ehf. fái afnot af vatnsréttindum jarðarinnar Engjaness að ákveðnum skilyrðum uppfylltum. Vorið 2020 hafi hluti eigenda jarðarinnar Drangavíkur höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, meðal annars á hendur baróninum, og krafist þess að landamerki jarðarinnar næðu yfir hluta lands jarðanna Engjaness og Ófeigsfjarðar. Ríkinu hafi verið stefnt til réttargæslu í málinu en með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur hafi baróninn sýknaður í aðalsök í málinu. Dómurinn hafi verið staðfestur um landamerki jarðanna Engjaness og Drangavíkur með dómi Landsréttar í júní 2024. Baróninn hafi sagt að undir rekstri málsins fyrir héraðsdómi í desember 2021 hafi lögmanni hans fyrst orðið kunnugt um áskilnað ríkisins í afsalinu frá 1958. Þinglýsing leiðrétt Árið 2022 hafi ríkið óskað eftir því við embætti sýslumannsins á Vestfjörðum að skráning í þinglýsingabók jarðarinnar Engjaness yrði leiðrétt á grundvelli þinglýsingalaga þannig að hún endurspeglaði afsalið frá 1958. Embættið hafi orðið við því og fært eftirfarandi kvöð/athugasemd í þinglýsingabók í október 2022: „Námar og námaréttindi í landi jarðarinnar, svo og vatns-og jarðhitaréttindi, umfram heimilisþarfir, eru undanskilin við sölu jarðarinnar frá ríkinu.“ Með bréfi til barónsins í desember 2022 hafi ríkið reifað afstöðu sína til eignarréttar að umræddum réttindum og óskað eftir afstöðu hans til þessa. Í svari barónsins í janúar 2023 hafi hann mótmælt þinglýsingu kvaðarinnar á jörðina. Að loknum frekari bréfaskriftum milli aðila hafi ríkið höfðað mál á hendur baróninum. Óumdeild að réttindin hafi verið undanskilin Í dóminum segir að óumdeilt hafi verið í málinu að afsalsbréfinu frá árinu 1958, þar sem fram komi að hin umþrættu réttindi væru undanskilin við söluna, hafi verið þinglýst. Réttindum barónsins yfir jörðinni hafi því verið þinglýst samtímis afsalsbréfinu. Baróninn hafi hins vegar byggt á því að þessi þinglýsta eignarheimild ríkisins hefði ekki gildi gagnvart sér og fyrst komi til skoðunar sú málsástæða hans að ráðherra hefði frá öndverðu brostið lagaheimild til að halda réttindunum eftir. Að mati dómsins sé ekki unnt að fallast á það með baróninum að skortur á beinni heimild eða fyrirmælum um slíka ráðstöfun í lögum um sölu jarða jafngilti því að hún hafi verið óheimil að lögum heldur hafi farið um þetta atriði samkvæmt almennum reglum þess tíma. Baróninn hafi ekki leitt að því líkur að sjálfstætt mat ráðherra á því hvort það þjónaði hagsmunum ríkisins að undanskilja tiltekin réttindi við söluna hefði verið takmarkaðað nokkru leyti. Þá sé til þess að líta að ekkert bendi til þess að kaupandi jarðarinnar hafi á sínum tíma gert athugasemdir við kaupverðið eða að réttindin skyldu undanskilin jörðinni. „Er dóminum ekki fært að grundvalla niðurstöðu í málinu á hugleiðingum um það að kaupverð jarðarinnar án vatnsréttinda hefði átt að vera lægra við sölu hennar sem fram fór fyrir tæplega 70 árum síðan.“ Eldri réttindi þurfa ekki að víkja Þá segir í dóminum að ekki hafi verið um það deilt í málinu að þegar baróninn eignaðist jörðina árið 2006 hafi þinglýsingarvottorð vegna eignarinnar ekki borið með sér að réttindin hefðu verið frá henni skilin. Fyrir dóminum liggi slíkt vottorð sem prentað hafi verið í ágúst 2006 í tilefni af kaupum stefnda á jörðinni og sé vísað til þess í kaupsamningi hans við fyrri eiganda hennar. Hins vegar liggi fyrir að afsalsbréfið frá 1958 hafi verið fært inn í þinglýsingarbók í febrúar 1958 og efni þess skjals sé því ekki fært ranglega í þinglýsingarbók í þinglýsingalaga Ekki sé heldur um að ræða þá aðstöðu að láðst hafi að færa skjalið í þinglýsingabók innan frests samkvæmt sömu lögum eða að skjal sem fyrr barst til þinglýsingar hafi verið fært í þinglýsingabók á undan því. Eru því ekki uppfyllt grundvallarskilyrði laganna til þess að kveða á um það með dómi að réttur stefnanda samkvæmt afsalinu frá 1958 verði látinn víkja fyrir rétti stefnda. Því sé óþarft að kanna önnur skilyrði lagagreinarinnar fyrir því að sú niðurstaða nái fram að ganga, þar á meðal um ætlað grandleysi barónsins. Ætluð mistök við framkvæmd þinglýsingar vegna jarðarinnar Engjaness geti því ekki eins og hér stendur á leitt til þeirrar niðurstöðu að þinglýst réttindi ríkisins færist á hendur baróninum á grundvelli þinglýsingalaga en í málinu sé ekki deilt um hugsanlega bótaskyldu ríkisins vegna slíkra mistaka á grundvelli sömu laga. Hefðu þurft að stofna fasteign en það skiptir ekki máli Ekki sé heldur hægt að leggja til grundvallar að eignarréttur ríkisins að réttindunum hafi fallið niður eða þau færst til barónsins vegna þess að ekki hafi verið stofnuð sérstök fasteign um þau og þau skráð í fasteignaskrá, enda þótt í sjálfu sér megi fallast á það með baróninum að almennt beri eiganda vatnsréttinda sem skilin hafa verið frá landareign að skrá þau með þeim hætti. Baróninn hafi hins vegar að mati dómsins ekki sýnt fram á að lögum samkvæmt hafi ríkinu borið að viðhalda þinglýstum réttindum sínum með þessum hætti eða öðrum. Í þessu sambandi skuli sérstaklega tekið fram að dómurinn telji ekki fært að draga þá ályktun af kröfugerð ríksins í héraðsdómsmálinu um landamerkin að hann það hafi með henni fallist á að vatnsréttindi jarðarinnar Engjaness tilheyri baróninum. Hefðaði jörðina ekki Með sama hætti verði ekki fallist á það með baróninum að hann hafi getað eignast hin umdeildu réttindi fyrir hefð eða traustfang, enda liggi ekkert fyrir um það að hann eða fyrri eigandi jarðarinnar hafi gert tilraun til nýtingar þeirra fyrr en með samningi barónsins við VesturVerk ehf. árið 2009 og þá einungis hvað vatnsréttindin varðar. Af þessum sökum sé óþarft að fjalla um önnur skilyrði þess að baróninn eða forveri hans hafi getað unnið hefð á þessum réttindum. Hvað traustfangs reglur varðar sérstaklega sé það skilyrði beitingar traustfangsákvæðis þinglýsingalaga að réttindi hafi færst yfir með samningi við þinglýstan eiganda þeirra. Dómurinn telji ekki fært að leggja til grundvallar að fyrri eigandi jarðarinnar Engjaness hafi getað talist þinglýstur eigandi hinna umþrættu réttinda á þeim tíma sem baróninn eignaðist hana, enda verði að líta svo á að hann hafi ekki getað eignast betri rétt fyrir erfð en arfleifandinn, það er kaupandi jarðarinnar, átti sjálfur. Með vísan til framangreinds sé það niðurstaða dómsins að baróninum hafi ekki tekist að hnekkja eignarrétti stefnanda yfir námum, náma-, vatns-og jarðhitaréttindum vegna jarðarinnar Engjaness í Árneshreppi samkvæmt afsalsbréfinu frá janúar 1958. Verði því fallist á dómkröfu ríkisins um viðurkenningu á eignarrétti íslenska ríkisins yfir réttindunum. Málskostnaður skuli falla niður milli aðila.
Jarða- og lóðamál Jarðakaup útlendinga Ísafjarðarbær Árneshreppur Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Sjá meira