Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar 25. apríl 2025 11:02 „Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Hjálmar Jónsson Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
„Til hamingju blaðamenn!” Félagið ykkar tapaði tugum milljóna á síðasta ári en það er „ásættanlegt” að sögn formanns félagsins! Félagið fór lóðbeint úr tugmilljónahagnaði í tugmilljónatap á aðeins einu ári. Það gerðist þrátt fyrir hátt raunvaxtastig og góða ávöxtun á peningalegum eignum félagsins sem eru verulegar og nema hundruðum milljóna króna. Þetta hlýtur að vera einhvers konar Íslandsmet í amlóðahætti, því undirritaður hélt utan um pyngju Blaðamannafélagsins á árinu 2023 og skilaði því þá með afgangi upp á tugi milljóna króna, eins og raunar öll árin sem hann hélt þar um stjórnartaumana. Meira að segja í hruninu var verulegur hagnaður af rekstri félagsins og það þrátt fyrir að félagsgjöldin hafi verið lækkuð um tæpan helming. Það liggur hins vegar nú fyrir með skýrum hætti í hverju svokallaður trúnaðabrestur minn við formann og stjórn Blaðamannafélagsins var fólginn! Ég stóð gegn heimskulegum og ósjálfbærum útgjaldahugmyndum formanns og stjórnar félagsins og galt fyrir það. Það er sá veruleiki sem nú hefur raungerst. Ég hefði getað sest á hliðarlínuna, haft hægt um mig og horft á Róm brenna. Sannarlega stóð mér það til boða, en kom aldrei til greina af minni hálfu. Trúnaður minn var ekki við formann og stjórn félagsins heldur hinn almenna félagsmann í Blaðamannafélagi Íslands. Því hlaut ég að setja fótinn niður til að standa vörð um eignir hans og að með þær væri farið með skynsamlegum hætti. Við erum gæslumenn þessara fjármuna og okkur er skylt að tryggja varðveislu þeirra og að þessum eignum sé varið í þágu félagsmanna. En ágætu blaðamenn, þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Það er nú þegar fyrirsjáanlegt verulegt tap á rekstri félagsins á þessu ári. Því verður ekki breytt úr þessu og sá taprekstur mun halda áfram næstu árin nema brugðist verði við og þær útgjaldaákvarðanir teknar úr sambandi sem valda taprekstrinum. Reksturinn er nefnilega ekki sjálfbær og mun því éta upp eigið fé félagsins. Það þarf ekki annað en að horfa á tekjur félagssjóðs af félagsgjöldum annars vegar og launagreiðslur til starfsmanna félagsins hins vegar til að það blasi við. Nú eru, eftir því sem ég best veit, þrjár manneskjur að sinna þeim verkefnum sem ég sinnti einn hjá Blaðamannafélaginu. Trúi því hver sem vill. Og bara svo að því sé til haga haldið þá kostaði uppgjörið við mig bara þá sex mánuði sem ég átti rétt á í uppsagnarfrest vegna aldurs samkvæmt kjarasamningum Blaðamannafélagsins. Ekki krónu umfram það. Tugmilljóna lögfræðikostnaður félagsins á síðasta ári er auðvitað algerlega út úr kortinu og jafngildir áratuga lögfræðikostnaði félagsins á árum áður. Hver tekur lögfræðing, sem tekur 35 þúsund krónur á tímann, með sér á samningafundi?! Ég þekki þess engin önnur dæmi. Óráðsían er algjör. Og til þess að standa undir henni hafa réttindi félagsmanna verið skert stórlega og iðgjöld hækkuð. Það er fráleitt að tap styrktarsjóðs hafi eitthvað með tap félagsins að gera. Styrktarsjóður félagsins hefur áður tapað 20 milljónum króna á einu ári og félagið samt skilað hagnaði. Raunar hefur hluta af afgangi af rekstri félagssjóðs iðulega verið veitt í styrktarsjóð til að styrkja hann í mikilvægu hlutverki sínu fyrir velferð félagsmanna. Núverandi stjórn félagsins hefur skert réttindi í styrktarsjóði til að halda úti ósjálfbærri starfsemi sem engin veit hver er og engu skilar fyrir hinn almenna félagsmann í BÍ. Hér er öllu snúið á haus. Höfundur er fyrrverandi framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar