Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar 24. apríl 2025 14:32 Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bubbi Morthens Leikhús Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Sjá meira
Ég sat í auga stormsins og naut hverrar mínútu. Una Torfa getur leikið, látið engan segja ykkur annað. Hún syngur og semur lög og texta sem hafa hrifið kynslóð hennar og uppfyrir. Hún er með dásamlega rödd sem þú þekkir um leið og þú heyrir hana syngja. Hún er mjög góður texta- og lagasmiður. Þú getur vart beðið um meira. Hljómsveitin var frábær. Sólrún Mjöll var á trommum, hún var æði, örugg og þétt. Á bassa var Vignir Rafn Hilmarsson. Hann og Sólrún unnu vel saman. Hafsteinn Þráinsson er frábær gítarleikari með sinn stíl og hljóðheim sem er öllum þekkjanlegur sem á annað borð þekkja til í tónlistarbransanum í dag, frábær útsetjari og hljóðjafnari, og þarna er hann í hlutverki hljómsveitarstjóra. Baldvin Hlynsson var á píanó, hann er búinn að vera að vinna með tónlistarfólki um allan heim við að semja og útsetja. Og á hljóðgervil var Tómas Jónsson sem er orðinn einn af okkar bestu. Bandið var einfaldlega geggjað og vel samæft. Leikhópurinn var misjafn hvað söng viðkemur, sumir frábærir, aðrir góðir eins og gerist. Leikarar voru allir sannfærandi. Ég ætla ekki að taka neinn leikara útúr því til þess skortir mig þekkingu á starfi þeirra. En ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun. Upplifun mín var þannig að ég tengdi og man hvað þetta var skrítinn tími, árin frá 16 - 20 ára, maður var að springa úr greddu og orku en um leið einhvern veginn svo auðsærður og tættur. Unnur Ösp og Una Torfadóttir hafa náð að skapa heim sem speglar tilfinningar ungs fólks seinustu áratugi, svona var þetta 1971 og svona er þetta í dag. Ég var líka ánægður með hvað síminn kom sterkt inn þegar hann birtist í höndum persóna þau örfáu skipti sem hann sást og minnti mann á hvað hann er fyrirferðarmikill í lífi fólks á öllum aldri. Og með því að tempra sýnileika hans varð hann nánast óþarflega stór í augum manns. Þetta er ferskur nýr íslenskur söngleikur með frábærri tónlist og þetta er þannig tónlist að hún er tímalaus og þannig er alvöru tónlist, hún ferðast gegnum tímann eins og heitur hnífur gegnum smjör. Þetta er geggjuð skemmtun, við feðgar erum sammála um að þetta sé alvöru stöff. Er það ekki það sem maður vill þegar maður fer á söngleik? Ég hvet alla til að flýta sér að ná í miða og upplifa ferska orkusprengju með frábærri tónlist og flottum leikurum. Þetta er alvöru skemmtun sem kom á óvart. Meira svona. Höfundur er tónlistarmaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun