Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 24. apríl 2025 09:11 Af vettvangi árásarinnar. AP Níu eru látnir og rúmlega sjötíu særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð sem Rússar gerðu í nótt. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst fundum sem voru á dagskrá hjá honum í Suður-Afríku og ætlar að halda heim á leið. BBC hefur eftir borgarstjóra Kænugarðs að tala slasaðra sé komin í 77 manns, og þrjátíu og einn þeirra sé á spítala. Þá segir hann að tólf byggingar hafi orðið fyrir tjóni. Árásirnar hafi verið 24, fjórtán drónaárásir og tíu eldlflaugar. Rússar standi í vegi fyrir friði Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásirnar sýni fram á að það séu Rússar sem standi í vegi fyrir friði, ekki Úkraínumenn. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í færslu á samfélagsiðlum í gær að yfirlýsingar Selenskís stæðu í vegi fyrir því að friðarviðræður gætu þokast áfram. Selenskí hafði þá sagt að Úkraína myndi aldrei viðurkenna yfirráð Rússa á Krímsskaga. „Þessi yfirlýsing er skaðleg friðarviðræðunum við Rússa. Krímsskagi glataðist fyrir mörgum árum þegar Obama var forseti og hann er ekki einu sinni til umræðu ... ef Úkraínumenn vilja Krímsskaga, af hverju börðust þeir ekki fyrir honum fyrir ellefu árum síðan, þegar hann var afhentur Rússum án þess að hleypt væri af byssuskoti?“ sagði Trump á Truth Social. Enn fremur sagði hann að Selenskí gæti valið frið eða barist áfram í þrjú ár í viðbót, þangað til hann tapar öllu landinu. Færsla Trumps.Skjáskot Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. 23. apríl 2025 13:51 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
BBC hefur eftir borgarstjóra Kænugarðs að tala slasaðra sé komin í 77 manns, og þrjátíu og einn þeirra sé á spítala. Þá segir hann að tólf byggingar hafi orðið fyrir tjóni. Árásirnar hafi verið 24, fjórtán drónaárásir og tíu eldlflaugar. Rússar standi í vegi fyrir friði Andrii Sybiha utanríkisráðherra Úkraínu segir í færslu á samfélagsmiðlum að árásirnar sýni fram á að það séu Rússar sem standi í vegi fyrir friði, ekki Úkraínumenn. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í færslu á samfélagsiðlum í gær að yfirlýsingar Selenskís stæðu í vegi fyrir því að friðarviðræður gætu þokast áfram. Selenskí hafði þá sagt að Úkraína myndi aldrei viðurkenna yfirráð Rússa á Krímsskaga. „Þessi yfirlýsing er skaðleg friðarviðræðunum við Rússa. Krímsskagi glataðist fyrir mörgum árum þegar Obama var forseti og hann er ekki einu sinni til umræðu ... ef Úkraínumenn vilja Krímsskaga, af hverju börðust þeir ekki fyrir honum fyrir ellefu árum síðan, þegar hann var afhentur Rússum án þess að hleypt væri af byssuskoti?“ sagði Trump á Truth Social. Enn fremur sagði hann að Selenskí gæti valið frið eða barist áfram í þrjú ár í viðbót, þangað til hann tapar öllu landinu. Færsla Trumps.Skjáskot
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Tengdar fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01 Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. 23. apríl 2025 13:51 Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Fleiri fréttir Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Sjá meira
Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Úkraínumenn segjast ekki ætla að ræða það að gefa landsvæði eftir fyrir frið fyrr en eftir að búið verði að koma á almennu vopnahléi. Þetta gerðu úkraínskir erindrekar Bandaríkjamönnum ljóst í gær og leiddi það til þess að Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump, hættu við að mæta á viðræðufund í Lundúnum í dag. 23. apríl 2025 15:01
Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Valdimír Pútín, forseti Rússlands, segir að auka þurfi hergagnaframleiðslu ríkisins enn frekar og undirbúa Rússlandi fyrir frekari stríð í framtíðinni. Hergagnaframleiðsla í Rússlandi rúmlega tvöfaldaðist á síðasta ári en Pútín segir það ekki duga til, því framtíðin nálgist óðfluga. 23. apríl 2025 13:51
Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur stungið upp á því að hann muni stöðva innrás sína í Úkraínu og láta af kröfum sínum til afganga fjögurra héraða í Úkraínu, sem Rússar stjórna ekki að fullu. Þetta segist hann tilbúinn til að gera í skiptum fyrir viðurkenningu Bandaríkjanna á eignarrétti Rússa á Krímskaga, sem var innlimaður ólöglega árið 2014. 22. apríl 2025 19:55