Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Jakob Bjarnar skrifar 22. apríl 2025 12:59 Halla Tómasdóttir vildi merkja opinbera síðu páfa við samúðarkveðju sína en merkinging skilaði sér ekki. vísir/vilhelm/getty Ástæðan fyrir því að Halla Tómasdóttir forseti Íslands notaði enska mynd nafns páfa var einfaldlega sú að hún ætlaði að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni. „Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“ Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
„Útskýringin er einfaldlega sú að forseti ætlaði sér að merkja opinbera síðu páfa í færslu sinni á Instagram sem birtist einnig á Facebook. Í fljótheitum yfirsást henni að @-merkið skilaði sér ekki inn í færsluna sem olli því að heiti páfa birtist á ensku. Um leið og henni barst ábending um að svo væri leiðrétti hún færsluna,” segir Sif Gunnarsdóttir ritari forseta í svari við fyrirspurn fréttastofu. Gríðarleg hneykslan braust út á samfélagsmiðlum þegar Halla skrifaði samúðarkveðju vegna fráfalls páfa, eða „Pope Francis“. Eins og fram kemur í svörum Sifjar breytti Halla umsvifalaust „Pope Francis“ í Frans páfa. En skaðinn var skeður og var forseta umsvifalsaust núið því um nasir að vera plebbalegur. „Menntunarskortur,“ skrifaði sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason til að mynda, miskunnarlaus. Eiríkur Rögnvaldsson prófessor emeritus hefur staðið í ströngu við að eyða út ummælum á síðu sinni eftir að hann gerði þetta mál að umfjöllunarefni á síðunni „Málspjall“. „Mér urðu á ritstjórnarleg mistök hér í hópnum í gær. Ég skrifaði færslu um óboðlega enskunotkun í færslu forseta Íslands,“ skrifar Eiríkur. Hann segist standa við þá færslu, hún hafi verið eðlileg miðað við þær upplýsingar sem fyrir lágu. „Hins vegar fékk ég seinna skýringu á málinu og ljóst að það var ekki ásetningur forseta að nota ensku þarna eins og ég skrifaði um í annarri færslu.“
Forseti Íslands Samfélagsmiðlar Andlát Frans páfa Páfagarður Halla Tómasdóttir Tengdar fréttir Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42 Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28 Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37 Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39 Frans páfi er látinn Frans páfi er látinn. Hann var 88 ára að aldri. 21. apríl 2025 08:08 Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Sjá meira
Útför páfans á laugardag Kardinálarnir Í Róm hittust í morgun til að skipuleggja útför Frans páfa sem lést í gærmorgun. Hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hjarta hans stöðvaðist. Gera má ráð fyrir að leiðtogar hvaðanæva úr heiminum muni vera viðstaddir útförina. Útförin fer fram á laugardag. 22. apríl 2025 06:42
Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök Frans páfa, sem lést í morgun 88 ára að aldri, hefur verið kunngjörð en hann fékk heilablóðfall sem leiddi til þess að hann fór í hjartastopp. 21. apríl 2025 21:28
Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Halla Tómasdóttir forseti deilir samúðarkveðjum vegna fráfalls Frans páfa. Hún vísar til hans sem „Pope Francis“ á ensku í færslunni. 21. apríl 2025 13:37
Leiðtogar minnast páfans Þjóðarleiðtogar hafa margir hverjir birt minningarorð um Frans páfa sem lést í morgun. Hans er minnst sem hvetjandi og auðmjúkum manni auk sameiningartákni manna. 21. apríl 2025 11:39