Fréttir

Egill Heiðar Anton Páls­son tekur við sem leik­hús­stjóri

Jakob Bjarnar skrifar
Brynhildur Guðjónsdóttir býður nýjan leikhússtjóra velkominn til starfa.
Brynhildur Guðjónsdóttir býður nýjan leikhússtjóra velkominn til starfa. borgarleikhúsið

Lyklaskipti fóru fram í morgun á skrifstofu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Egill Heiðar Anton Pálsson tók við stjórn leikhússins.

Brynhildur Guðjónsdóttir fráfarandi leikhússtjóri afhenti Agli Heiðari lyklavöldin og bauð hann velkominn.

„Borgarleikhúsið er aldeilis magnað fley, fært í flestan sjó, með allri sinni áhöfn og mörgu áfangastöðum. Möguleikarnir eru óteljandi,“ sagði Brynhildur við þetta tækifæri. Og að hún hlakkaði til að fylgjast með áframhaldandi siglingu hússins.


Tengdar fréttir

Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×