Fótbolti

Maður leiksins fékk lifandi lamb í verð­laun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Axel Kryger var valinn maður leiksins og fékk lamb í fangið eftir leikinn.
Axel Kryger var valinn maður leiksins og fékk lamb í fangið eftir leikinn. .brynefk.no

Forráðamenn norska fótboltafélagsins Bryne eru mjög stoltir af því að vera landbúnaðarlið norsku úrvalsdeildarinnar. Félagið notar líka hvert tækifæri til að vekja athygli á því.

Bryna tók á móti Haugesund á öðrum degi páska en þetta var þriðja umferð norsku deildarinnar.

Bryne vann leikinn 3-1 en þetta var fyrsti deildarsigur liðsins á leiktíðinni.

Að þessu sinni voru verðlaunin fyrir mann leiksins lifandi lamb.

Axel Kryger skoraði fyrsta mark Bryne í leiknum, fékk þessi verðlaun og þar með lamb í fangið í leikslok.

„Þetta er eitthvað nýtt. Þeir finna alltaf upp á einhverju nýju. Þetta er svalt og kemur félaginu í heimsfréttirnar,“ sagði Axel Kryger léttur við NRK.

Bryne hafði verðlaunað mann leiksins í fyrsta heimaleiknum með fjórum bökkum af eggjum og í útileik í bikarnum á móti nágrönnum sínum voru verðlaunin dautt svín í heilu lagi. Þá ætluðu nágrannarnir þeirra að slá þeim við.

Nú verður spennandi að sjá hver verðlaunin verða í næsta heimaleik en þá koma Molde menn í heimsókn í sveitasæluna í Bryne.

.brynefk.no



Fleiri fréttir

Sjá meira


×