Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 23:50 Oscar og Sonja, fósturmóðir hans, sem berst nú fyrir því að hann fái dvalarleyfi. Þrjátíu prestar í íslensku þjóðkirkjunni fordæma brottvísun hins sautján ára Oscars Anders Florez Bocanegra og taka undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi. Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem stílað er á stjórnvöld. Þar segir: „Við undirrituð, vígðir prestar í íslensku þjóðkirkjunni, lýsum yfir samstöðu með þeirri fjölskyldu sem nú fer fram á dvalarleyfi fyrir Oscar Anders Florez Bocanegra.“ Oscar er sautján ára drengur frá Kólumbíu sem kom fyrst til landsins með föður sínum árið 2022. Hann var beittur ofbeldi af föður sínum og tók íslensk fósturfjölskylda hann að sér. Þeim feðgum var báðum vísað úr landi í fyrra en fósturfjölskyldan sótti Oscar til Bogotá í Kólumbíu. Nú stendur til að vísa Oscari aftur úr landi. „Við sem þessa yfirlýsingu undirritum eigum ekki beina aðkomu að málinu en við teljum okkur skylt og ljúft að sýna málstað þessa barns samstöðu,“ segir í bréfinu. „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður“ Við prestsvígslu lofi vígsluþegi að standa vörð um „æskulýðinn“ og að „styðja lítilmagna og hjálpa bágstöddum.“ Prestarnir tína síðan til dæmi úr siðfræði Gamla testamentsins: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“og „Aðkomumaður, sem dvelur hjá ykkur, skal njóta sama réttar og innborinn maður. Þú skalt elska hann eins og sjálfan þig því að þið voruð aðkomumenn í Egyptalandi. Ég er Drottinn, Guð ykkar.“ Í kennslu Jesú séu börn í forgrunni, sem fyrirmyndir og sem skjólstæðingar presta. „Sú fjölskylda sem nú berst fyrir velferð Oscar Anders Florez Bocanegra og hefur veitt honum skjól í þrengingum sínum, birtir með beinum hætti þá dyggðasiðfræði sem Biblían kennir. Við tökum undir þá kröfu að honum verði veitt dvalarleyfi hérlendis,“ segir síðan í bréfinu. Eftirtaldir þrjátíu prestar skrifa síðan undir bréfið: Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson, prestur í Akureyrar- og Lauglandsprestakalli. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur í Reynivallaprestakalli. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn, Mosfellsprestakall, Mosfellsbæ. Sr. Árni Þór Þórsson, prestur innflytjenda og flóttafólks. Dr. Bjarni Karlsson, prestur og siðfræðingur við sálgæslustofuna Haf. Sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Tjarnaprestakalli. Sr. Bryndís Böðvarsdóttir, prestur. Sr. Daníel Ágúst Gautason, prestur í Lindakirkju. Sr. Edda Hlíf Hlífarsdóttir, prestur í Húnavatnsprestakalli. Sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkursókn. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir, biskupsritari. Sr. Guðmundur Örn Jónsson, sóknarprestur í Vestmannaeyjaprestakalli. Sr. Guðný Hallgrímsdóttir, prestur fatlaðra. Sr. Hildur Björk Hörpudóttir, við Glerárkirkju á Akureyri. Sr. Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju. Sr. Hjalti Jón Sverrisson, fangaprestur. Sr. Jóhanna Gísladóttir, prestur í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Margrét Lilja Vilmundardóttir, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Sr. Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, prestur í Dalvíkurprestakalli. Sr. Ragnheiður Karítas Pétursdóttir, prestur. Dr. Sigríður Guðmarsdóttir, prófessor við Guðfræði- og trúarbragðafræðideild HÍ. Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir, sóknarprestur í Þorlákshafnarprestakalli. Sr. Sigrún Margrétar Óskarsdóttir, prestur og faglegur handleiðari Landspítala. Dr. Sigurvin Lárus Jónsson, prestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, prestur í Þingeyjarprestakalli. Sr. Stefanía Steinsdóttir, sóknarprestur í Ólafsfjarðarprestakalli. Sr. Toshiki Toma, prestur innflytjenda og flóttafólks. Sr. Úrsúla Árnadóttir, prestur
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Sjá meira