Enski boltinn

„Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Er þetta flugvél? Er þetta Ofurmaðurinn? Nei þetta er Sels.
Er þetta flugvél? Er þetta Ofurmaðurinn? Nei þetta er Sels. Justin Setterfield/Getty Images

Matz Sels, markvörður Nottingham Forest, sagði að gríðarlega mikilvægt að liðið hafi náð í sigur gegn Tottenham Hotspur eftir tvö töp í röð í ensku úrvalsdeildarinnar. Forest er óvænt í bullandi Meistaradeildarbaráttu þegar fimm umferðir eru eftir.

Hinn 33 ára gamli Sels átti frábæran leik í marki Forest og spilaði stóra rullu í stigunum þremur sem liðið fer með heim frá Lundúnum í kvöld. Hann er ánægður með spilamennskuna í kvöld, stigin þrjú og tímabilið í heild.

„Tottenham er sterkt lið sem setur mann undir mikla pressu. Við vissum að þeir myndu spila mikið niður kantana svo þjálfarinn breytti um taktík í hálfleik til að reyna koma í veg fyrir fyrirgjafirnar þeirra.“

Það gekk þó ekkert frábærlega og kom mark Tottenham eftir slíka. Skömmu áður hafði Sels varið meistaralega frá markaskoraranum Richarlison.

„Þú sérð tölfræðina. Þetta var ekki auðvelt en við vörðumst vel og gáfum ekki mörg færi á okkur. Þegar Morato kom inn af bekknum vissum að við myndum verjast talsvert af því hraðinn sem fylgir Anthony Elanga var ekki lengur til staðar. Þjálfarinn gerði vel í að setja Callum [Hudson-Odoi] inn á og við reyndum að sækja hratt á þá. Við sköpuðum ekki mikið en vörðumst vel.“

Á að baki 9 A-landsleiki fyrir Belgíu. EPA-EFE/NEIL HALL

„Með 66 stig ertu venjulega nokkuð öruggur um að enda meðal efstu fimm liðanna en í ár gæti þurft meira til þar sem öll liðin í kringum okkur halda áfram að vinna. Það eru fimm leikir eftir og við vitum hvað við þurfum að gera.“

„Við sjáum til hvar við endum en við höfum nú þegar átt magnað tímabil. Við getum verið stoltir af því sem við höfum gert til þessa en munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×