Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. apríl 2025 20:47 Hvalurinn er um sex metrar að lengd og er ástand hans enn nokkuð gott. „Nágranni minn var að smala kindum og ég ætlaði að kíkja hvort ég gæti eitthvað hjálpað honum þegar við gengum fram á þetta í fjörunni,“ segir Sigurður Jakobsson um hval sem rak nýlega á land í Njarðvík við Borgarfjörð eystri. Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land. Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
Sigurður og nágranni hans gengu fram á hvalinn í Njarðvík í Borgarfirðinum á föstudaginn langa. Sigurður segir að búið sé að láta bæði Náttúrustofnun og Hafrannsóknarstofnun vita af hvalnum en þar sem það eru páskar mun hann sennilega liggja eitthvað áfram í fjörunni. Hvalurinn virðist vera svartlitaður eða allavega dökkgrár. Á skrokknum má sjá sár hér og þar og fugladrit. „Við höldum að þetta sé norðsnjáldri en við erum engir sérstakir hvalasérfræðingar. Það passar allt við hann,“ sagði Borgfirðingurinn Sigurður við fréttastofu fyrr í kvöld. „Það virðist nú vera, eftir því sem við best vitum, frekar sjaldgæft að þeir komi hér til lands. Það er ekki vitað um mörg tilfelli,“ sagði Sigurður. Norðsnjáldri, einnig kallaður svínhvalur, er meðalstór tannhvalur af svínhvalaætt sem finnst í Norður-Atlantshafi. Hvalurinn er nokkuð höfrungalegur í útliti vegna haussins sem er fremur lítill og frammjór. Líkt og aðrir svínhvalir þá hefur norðsnjáldur aðeins eitt par af tönnum. Norðsnjáldra hefur aðeins rekið á land níu sinnum síðan talningar hófust samkvæmt Náttúruminjasafni Íslands. Í fyrsta skiptið rak norðsnjáldra á land við Breiðdalsvík árið 1992 og í síðasta skiptið í Höfðavík í Vestmannaeyjum. Ekki algeng sjón „Hann er ekkert byrjaður að úldna ennþá þannig hann hefur ekki verið löngu dauður þegar hann rak á land,“ sagði Sigurður um ástand hræsins. „En hann virðist nú vera búinn að liggja þarna í einhvern tíma því sjórinn var búinn að setja smá sandhrygg upp að honum. En það tekur sjóinn kannski ekki langan tíma að gera það,“ bætti hann við. Á hvalshausnum er stórt og mikið sár. Sigurður stikaði hvalinn sem er um sex metrar á lengd. Hann er því nokkuð lengri en norðsnjáldrar almennt sem eru venjulega á bilinu fimm til fimm og hálfur metri. Það er því spurning hvort um er að ræða stóran norðsnjáldur eða aðra tegund. Að sögn Sigurðar er ekki algengt að hvali reki á land í Njarðvík í Borgarfirðinum. Langt sé frá síðasta hvalreka og þá hafi aðeins úldnir hvalspartar rekið á land.
Hvalir Múlaþing Dýr Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira