Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. apríl 2025 20:05 Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra leggur áherslu að framkvæmdir við nýtt fangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka hefjist sem fyrst enda byggingarnar í fangelsinu á Litla Hrauni orðnar mjög lélegar og verða þær meira og minna jafnaðar við jörðu með tilkomu nýja fangelsisins. Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Forsætisráðherra boðaði nýlega til opins fundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka þar sem hún fór yfir stöðuna í landsmálunum, auk annarra mála og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fangelsið á Litla Hrauni er stærsti vinnustaðurinn á Eyrarbakka en nú stendur til að leggja það fangelsi niður og byggja nýtt öryggisfangelsi í landi Stóra Hrauns, sem er skammt frá Litla Hrauni. Nýja fangelsið mun hýsa um 100 fanga með möguleika á að bæta við 28 afplánunarrýmum síðar. Forsætisráðherra segir alveg á hreinu að nýja fangelsið verði byggt. „Já, við stefnum að því að klára framkvæmdirnar á Stóra Hrauni. Núna er bara verið að fara yfir framkvæmda planið. Það virðist sem að sá kostnaður, sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun standist ekki, þannig að nú þarf bara að fara í ákveðnar tilfærslur og finna fjármagnið. Við vitum bara að staðan í fullnustukerfinu er þannig að það verður að ráðast í framkvæmdir á þessu fangelsi,“ segir Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra. Stóra Hraun er staðsett rétt við gatnamót Eyrarbakkavegar og Gaulverjabæjarvegar, en staðsetning nýja fangelsisins sést hér mjög vel á myndinni. Litla Hraun er skammt frá eins og sjá má. Aðsend Og hvað, það mun kosta 18 til 19 milljarða eða hvað? „Það mun allavega kosta meira en upphafleg plön stóðu til,“ segir hún. Kristrún segir að nú þurfi að hefja framkvæmdir við nýja fangelsið, sem allra fyrst. En hverju mun nýtt fangelsi breyta? „Þetta mun auðvitað gjörbreyta aðstöðunni, bæði fyrir fangaverði og auðvitað fangana. Og það á auðvitað við í flestum fangelsum landsins að það þarf að bæta verulega aðstöðuna, þannig að þetta verður stórt skref í þessu kerfi,“ segir Kristrún. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra eftir fundinn á Eyrarbakka en fangelsið á Litla Hrauni er fjölmennasti vinnustaðurinn í þorpinu með um 70 starfsmenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag starfa um 70 manns á Litla Hrauni en með nýju fangelsi mun starfsmönnum fjölga að minnsta kosti um 20 til 30 manns. Um 100 fangar verða í nýja fangelsinu en gert er ráð fyrir því að hægt verða að fjölga þeim í 128 á síðar.Aðsend
Árborg Fangelsismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira