Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Bjarki Sigurðsson skrifar 21. apríl 2025 18:50 Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur í regluvörslu hjá Landsbankanum. vísir Svikahrappar geta verið ósvífnir og þolinmóðir til þess að fá sem mest upp úr krafsinu. Þetta segir sérfræðingur sem minnir á mikilvægi þess að vera alltaf á varðbergi gagnvart netsvindli. Netsvindlarar verða alltaf færari og færari í sinni iðn og lendir fjöldi Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í þeim á ári hverju. Það getur verið erfitt að greina á milli þess hvað er svikapóstur og hvað ekki. Til að mynda lentu margir illa í því milli jóla og nýárs þegar svikapóstar voru sendir í nafni Skattsins. Pósturinn var á góðri íslensku og afar sannfærandi ef fólk var ekki á varðbergi. „Hér áður fyrr var það mjög augljóst af orðalaginu í tölvupóstinum hvað var svik og hvað var ekki svik. En núna er íslenskan orðin betri með hjálp gervigreindar og annarra hluta, og því erfiðara fyrir Íslendinga að átta sig á því að þetta séu svikapóstar,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá regluvörslu Landsbankans. „Ég smelli alls ekki á hlekki“ Varast skal að opna alla hlekki í tölvupóstssamskiptum sem kunna að vera, jafnvel bara pínulítið, undarleg. „Þegar þú ert að fá tölvupóst, skaltu skoða mjög vel netfangið sem var að senda þér póstinn. Mín regla er að þegar ég fæ tölvupóst er að ég smelli alls ekki á hlekki. Því tölvupóstsamskipti þar sem þú ert beðinn um að smella á hlekk eru yfirleitt góð aðferð til að fá fólk til að falla fyrir svikum. Getur fengið vírus í tölvuna eða annað slíkt sem getur haft verri afleiðingar,“ segir Brynja. Ein tegund svika eru svokölluð „forstjórasvik“ eða fyrirmælasvik. Þau virka þannig að svikahrappar senda póst á starfsmann fyrirtækis, í nafni yfirmanns hans, og biðja hann um að framkvæma millifærslur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki verið nálægt því að tapa tugum milljónum króna. „Einhver hefur brotist inn í tölvupóst stjórnanda og sent greiðslufyrirmæli til fjármálastjóra. Það hefur kannski orðið millifærsla, en við höfum náð að grípa inn í svoleiðis ef við fáum að vita strax,“ segir Brynja. „Það sem svikarinn gerði var að hann var búinn að kíkja á tölvupóstinn og áttaði sig á því að yfirmaðurinn átti flugmiða. Hann sendi fyrirmælin þegar viðkomandi átti að vera í flugi. Svo er sett ákveðin pressa í svona póstum, þú þurfir að bregðast fljótt við svo hægt sé að framkvæma viðskiptin,“ segir Brynja. Netglæpir Tækni Netöryggi Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira
Netsvindlarar verða alltaf færari og færari í sinni iðn og lendir fjöldi Íslendinga og íslenskra fyrirtækja í þeim á ári hverju. Það getur verið erfitt að greina á milli þess hvað er svikapóstur og hvað ekki. Til að mynda lentu margir illa í því milli jóla og nýárs þegar svikapóstar voru sendir í nafni Skattsins. Pósturinn var á góðri íslensku og afar sannfærandi ef fólk var ekki á varðbergi. „Hér áður fyrr var það mjög augljóst af orðalaginu í tölvupóstinum hvað var svik og hvað var ekki svik. En núna er íslenskan orðin betri með hjálp gervigreindar og annarra hluta, og því erfiðara fyrir Íslendinga að átta sig á því að þetta séu svikapóstar,“ segir Brynja María Ólafsdóttir, sérfræðingur hjá regluvörslu Landsbankans. „Ég smelli alls ekki á hlekki“ Varast skal að opna alla hlekki í tölvupóstssamskiptum sem kunna að vera, jafnvel bara pínulítið, undarleg. „Þegar þú ert að fá tölvupóst, skaltu skoða mjög vel netfangið sem var að senda þér póstinn. Mín regla er að þegar ég fæ tölvupóst er að ég smelli alls ekki á hlekki. Því tölvupóstsamskipti þar sem þú ert beðinn um að smella á hlekk eru yfirleitt góð aðferð til að fá fólk til að falla fyrir svikum. Getur fengið vírus í tölvuna eða annað slíkt sem getur haft verri afleiðingar,“ segir Brynja. Ein tegund svika eru svokölluð „forstjórasvik“ eða fyrirmælasvik. Þau virka þannig að svikahrappar senda póst á starfsmann fyrirtækis, í nafni yfirmanns hans, og biðja hann um að framkvæma millifærslur. Þannig hafa íslensk fyrirtæki verið nálægt því að tapa tugum milljónum króna. „Einhver hefur brotist inn í tölvupóst stjórnanda og sent greiðslufyrirmæli til fjármálastjóra. Það hefur kannski orðið millifærsla, en við höfum náð að grípa inn í svoleiðis ef við fáum að vita strax,“ segir Brynja. „Það sem svikarinn gerði var að hann var búinn að kíkja á tölvupóstinn og áttaði sig á því að yfirmaðurinn átti flugmiða. Hann sendi fyrirmælin þegar viðkomandi átti að vera í flugi. Svo er sett ákveðin pressa í svona póstum, þú þurfir að bregðast fljótt við svo hægt sé að framkvæma viðskiptin,“ segir Brynja.
Netglæpir Tækni Netöryggi Lögreglumál Landsbankinn Efnahagsbrot Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fleiri fréttir Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Sjá meira