Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2025 07:00 Vardy er allt annað en sáttur. Leicester City FC/Getty Images Jamie Vardy, framherji Leicester City, hefur beðið stuðningsfólk félagsins afsökunar eftir að ljóst var að Refirnir eru fallnir úr ensku úrvalsdeildinni. Leicester City tapaði 0-1 fyrir verðandi Englandsmeisturum Liverpool í leik liðanna um liðna helgi. Tapið þýddi að Refirnir eru formlega fallnir en það hefur stefnt í það lengi vel. „Á þessum tímapunkti veit ég ekki hvað skal segja. Ég á engin orð til að lýsa tilfinningum mínum. Ég er bæði reiður og sorgmæddur yfir því hvernig tímabilið hefur farið. Það eru engar afsakanir,“ segir Vardy á Instagram-síðu sinni. Þrátt fyrir ömurlegt gengi liðsins í vetur hefurhinn 38 ára gamli Vardy skorað sjö mörk og lagt upp þrjú til viðbótar. Hann er í guðatölu hjá félaginu eftir að hafa skorað 198 mörk og gefið 69 stoðsendingar síðan hann gekk til liðs við það árið 2012. „Sem ein heild, sem leikmenn og sem félag, höfum við brugðist. Það er ekki hægt að fela sig og ég neita tillögum um slíkt. Hafandi verið hjá félaginu jafn lengi og raun ber vitni, hafandi farið upp í hæstu hæðir og lægstu dali þá hefur þetta tímabilið verið ekkert annað en ömurlegt. Fyrir mig persónulega hefur það verið algjör skelfing. Þetta svíður og ég veit að ykkur líður eins.“ View this post on Instagram A post shared by Jamie Vardy (@vardy7) „Til stuðningsfólksins: Mér þykir það leitt. Mér þykir leitt að hafa ekki spilað betur og þykir leitt að við séum að enda 2025 tímabilið með slíkri skíta sýningu (e. s**t show),“ sagði fyrirliðinn Vardy að endingu. Samningur hans við félagið rennur út í sumar en hann ætlar þó ekki að leggja skóna á hilluna. Reikna má með að Refirnir bjóði honum möguleikann á að brjóta 200 marka múrinn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Leicester City tapaði 0-1 fyrir verðandi Englandsmeisturum Liverpool í leik liðanna um liðna helgi. Tapið þýddi að Refirnir eru formlega fallnir en það hefur stefnt í það lengi vel. „Á þessum tímapunkti veit ég ekki hvað skal segja. Ég á engin orð til að lýsa tilfinningum mínum. Ég er bæði reiður og sorgmæddur yfir því hvernig tímabilið hefur farið. Það eru engar afsakanir,“ segir Vardy á Instagram-síðu sinni. Þrátt fyrir ömurlegt gengi liðsins í vetur hefurhinn 38 ára gamli Vardy skorað sjö mörk og lagt upp þrjú til viðbótar. Hann er í guðatölu hjá félaginu eftir að hafa skorað 198 mörk og gefið 69 stoðsendingar síðan hann gekk til liðs við það árið 2012. „Sem ein heild, sem leikmenn og sem félag, höfum við brugðist. Það er ekki hægt að fela sig og ég neita tillögum um slíkt. Hafandi verið hjá félaginu jafn lengi og raun ber vitni, hafandi farið upp í hæstu hæðir og lægstu dali þá hefur þetta tímabilið verið ekkert annað en ömurlegt. Fyrir mig persónulega hefur það verið algjör skelfing. Þetta svíður og ég veit að ykkur líður eins.“ View this post on Instagram A post shared by Jamie Vardy (@vardy7) „Til stuðningsfólksins: Mér þykir það leitt. Mér þykir leitt að hafa ekki spilað betur og þykir leitt að við séum að enda 2025 tímabilið með slíkri skíta sýningu (e. s**t show),“ sagði fyrirliðinn Vardy að endingu. Samningur hans við félagið rennur út í sumar en hann ætlar þó ekki að leggja skóna á hilluna. Reikna má með að Refirnir bjóði honum möguleikann á að brjóta 200 marka múrinn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira