Fótbolti

Enn eitt jafn­teflið hjá Lyngby

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eru í harðri fallbaráttu.
Sævar Atli Magnússon og félagar í Lyngby eru í harðri fallbaráttu. getty/Michael Barrett Boesen

Sævar Atli Magnússon lék allan leikinn fyrir Lyngby sem gerði 1-1 jafntefli við Viborg í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag.

Þetta var ellefta jafntefli Lyngby í 27 deildarleikjum á tímabilinu. Liðið hefur einungis unnið þrjá leiki og er í ellefta og næstneðsta sæti með tuttugu stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Viborg náði forystunni á 17. mínútu en Frederik Gytkjaer jafnaði fyrir Lyngby stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lyngby-menn fóru því heim með eitt stig.

Sævar, sem er á sínu fjórða tímabili hjá Lyngby, hefur leikið 25 af 27 leikjum liðsins í deildinni á tímabilinu og skorað þrjú mörk.

Næsti leikur Lyngby er gegn Silkeborg á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×