„Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2025 16:16 Ruben Amorim hefur ekki tekist að snúa gengi Man United við. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Ruben Amorim var eðlilega ekki sáttur þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir enn eitt tap Manchester United, að þessu sinni á heimavelli gegn annars slöku liði Wolves. Úlfarnir unnu 1-0 útisigur á Old Trafford og benti Portúgalinn á að ef lið hans skorar ekki mörk þá getur það ekki unnið leiki. Amorim gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá 5-4 ævintýrinu gegn Lyon í vikunni. Hann setti þó lykilmenn á borð við Bruno Fernandes og Diogo Dalot inn þegar staðan var enn jöfn. Það dugði þó ekki til þar sem Úlfarnir skoruðu eina mark leiksins. „Við þurfum að skora mörk. Það var tími þar sem við skoruðum ekki né sköpuðum færi. Við fengum fullt af færum til að skora en við skoruðum ekki, það er okkar helsta vandamál. Við fengum á okkur mark úr eina skoti þeirra á markið. Þeir skora eitt mark og við töpum leiknum.“ „Við þurfum að halda áfram vinnunni, það var ekki bara Rasmus Höjlund heldur allt liðið sem klúðraði færum í dag,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort danski framherjinn þyrfti meiri aðstoð. „Þetta tímabil mun enda svona svo við þurfum að taka það jákvæða með okkur og vinna í því sem við getum bætt. Þeir fá eitt tækifæri. Við þurfum að skoða allt, leikmannahópinn og hvað við viljum gera á leikmannamarkaðnum. Við munum sjá til. Við tölum saman alla daga, um næsta tímabil og hvernig með tímanum munum við geta bætt liðið.“ „Þeir (Tyler Fredricson og Harry Amass) spiluðu virkilega vel. Við þurfum að skora svo ungu leikmennirnir fái betri upplifun. Þessir dagar eru virkilega niðurdrepandi. Við vorum betri en andstæðingurinn en þú vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki.“ Eftir tap dagsins eru Rauðu djöflarnir og Úlfarnir í 14. og 15. sæti, bæði lið með 38 stig. Man United hefur hins vegar farið fjóra leiki án sigurs í deildinni á meðan Úlfarnir hafa unnið fimm í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Amorim gerði nokkrar breytingar á liði sínu frá 5-4 ævintýrinu gegn Lyon í vikunni. Hann setti þó lykilmenn á borð við Bruno Fernandes og Diogo Dalot inn þegar staðan var enn jöfn. Það dugði þó ekki til þar sem Úlfarnir skoruðu eina mark leiksins. „Við þurfum að skora mörk. Það var tími þar sem við skoruðum ekki né sköpuðum færi. Við fengum fullt af færum til að skora en við skoruðum ekki, það er okkar helsta vandamál. Við fengum á okkur mark úr eina skoti þeirra á markið. Þeir skora eitt mark og við töpum leiknum.“ „Við þurfum að halda áfram vinnunni, það var ekki bara Rasmus Höjlund heldur allt liðið sem klúðraði færum í dag,“ sagði þjálfarinn aðspurður hvort danski framherjinn þyrfti meiri aðstoð. „Þetta tímabil mun enda svona svo við þurfum að taka það jákvæða með okkur og vinna í því sem við getum bætt. Þeir fá eitt tækifæri. Við þurfum að skoða allt, leikmannahópinn og hvað við viljum gera á leikmannamarkaðnum. Við munum sjá til. Við tölum saman alla daga, um næsta tímabil og hvernig með tímanum munum við geta bætt liðið.“ „Þeir (Tyler Fredricson og Harry Amass) spiluðu virkilega vel. Við þurfum að skora svo ungu leikmennirnir fái betri upplifun. Þessir dagar eru virkilega niðurdrepandi. Við vorum betri en andstæðingurinn en þú vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki.“ Eftir tap dagsins eru Rauðu djöflarnir og Úlfarnir í 14. og 15. sæti, bæði lið með 38 stig. Man United hefur hins vegar farið fjóra leiki án sigurs í deildinni á meðan Úlfarnir hafa unnið fimm í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira