Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 09:31 Luka Doncic og Donte DiVincenzo í kröppum dansi í LA í nótt. Getty/Ronald Martinez Úrslitakeppnin í NBA-deildinni í körfubolta hófst í gær en hún byrjaði ekki vel fyrir Luka Doncic, LeBron James og félaga í LA Lakers sem voru eina liðið sem tapaði á heimavelli. Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98 NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira
Lakers urðu að sætta sig við 117-95 tap gegn Minnesota Timberwolves í slag liðanna sem enduðu í 3. og 6. sæti vesturdeildarinnar. Doncic var stigahæstur hjá Lakers með 37 stig og James, sem skoraði ekki stig í fyrsta leikhluta, endaði með 19 stig. Hjá gestunum, sem röðuðu niður þristum og komust mest 27 stigum yfir í leiknum, var Jaden McDaniels stigahæstur með 25 stig, Naz Reid skoraði 23 og Anthony Edwards 22. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 JJ Redick, þjálfari Lakers, sagði lið sitt hafa verið tilbúið andlega en ekki náð að mæta líkamlegri hörku Minnesota í leiknum. „Mér fannst andinn okkar vera alveg réttur. Mér fannst jafnvel þegar þeir tóku hlaupin sín að við værum virkilega þéttir og menn tengdu vel saman. En þegar þeir fóru að spila af meiri hörku og nota líkamann þá brugðumst við ekki strax við því,“ sagði Redick. Nuggets kreistu fram sigur Mikil spenna var í hinum vesturdeildarslagnum í gær, þar sem Denver Nuggets unnu LA Clippers í framlengdum leik, 112-110. Russell Westbrook átti risastóran þátt í sigrinum gegn sínum gömlu félögum, með þriggja stiga körfu seint í venjulegum leiktíma og varnartilburðum í framlengingunni þegar hann komst inn í sendingu James Harden. RUSSELL WESTBROOK FORCES THE TURNOVER!!NUGGETS WIN GAME 1 🔥 pic.twitter.com/nWOpRyxShg— NBA (@NBA) April 19, 2025 Nikola Jokic var þó stigahæstur með 29 stig, átti 12 stoðsendingar og tók níu fráköst fyrir Nuggets sem um tima voru 15 stigum undir. Knicks og Pacers byrja vel Í úrslitakeppni austurdeildarinnar skoruðu New York Knicks 21 stig í röð í lokaleikhlutanum og unnu 123-112 sigur á Detroit Pistons sem ekki hafa unnið leik í úrslitakeppni síðan árið 2008. Það dugði svo ekki fyrir Milwaukee Bucks að Giannis Antetokounmpo skoraði 36 stig því liðið tapaði 117-98 fyrir Indiana Pacers. Úrslitin í nótt: Lakers – Timberwolves, 95-117 Knicks – Pistons, 123-112 Nuggets – Clippers, 112-110 Pacers – Bucks, 117-98
NBA Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Sjá meira