Fótbolti

Mc­Tominay hetja Napoli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Scott McTominay að skora sigurmarkið í dag.
Scott McTominay að skora sigurmarkið í dag. EPA-EFE/ROBERTO BREGANI

Skotinn Scott McTominay skoraði eina mark Napoli í 1-0 útisigri á Monza. Sigurinn heldur titilvonum lærisveina Antonio Conte á lífi. París Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Le Havre.

Eftir markalausan fyrri hálfleik hjá Monza og Napoli í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans var það McTominay sem skoraði með skalla af stuttu færi eftir sendingu Giacomo Raspadori á 72. mínútu leiksins. Var skotinn að skora sitt þriðja mark í tveimur leikjum og hefur nú skorað alls 9 mörk á sínu fyrsta tímabili á Ítalíu.

Sigurinn þýðir að Napoli jafnar Ítalíumeistara og topplið Inter Milan að stigum en meistararnir eiga þó leik til góða.

Leikmenn PSG voru eflaust enn að jafna sig eftir háspennuleikinn gegn Aston Villa í Meistaradeild Evrópu í miðri viku en mark snemma leiks hefur róað taugarnar. Hinn 19 ára gamli Desire Doue með mark strax á 8. mínútu eftir undirbúning Bradley Barcola.

Gonçalo Ramos bætti öðru markinu við snemma í síðari hálfleik og virtist sem heimamenn væru með leikinn í teskeið. Gestirnir hleyptu spennu í leikinn með marki þegar klukkustund var leiðin en nær komust þeir ekki, lokatölur 2-1.

PSG er sem fyrr langefst í Frakklandi og hefur ekki enn tapað leik. Eftir sigur dagsins eru lærisvinar Luis Enrique með 77 stig að loknum 29 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×