Innlent

Tor­tryggni í garð Rússa og ung­mennaráð sem fékk ekkert að segja

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Utanríkisráðherra segir skiljanlegt að mikillar tortryggni gæti í herbúðum Úkraínumanna, um yfirlýsingar Rússlandsforseta um vopnahlé yfir páskana. Friður geti ekki komist á á forsendum Rússlands.

Við ræðum við ráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 um vopnahléið sem Vladimír Pútín lýsti einhliða yfir í dag.

Í kvöldfréttum verður einnig fjallað um ákvörðun Kópavogsbæjar um að hafna aðkomu ungmennaráðs bæjarins að umtalsverðum gjaldskrárhækkunum á sumarnámskeiðum.

Við heyrum frá Íslendingi sem framleiddi eina vinsælustu kvikmynd ársins, en hann segir að fyrstu viðbrögð við stiklu myndarinnar hafi vakið áhyggjur. 

Þá verðum við í beinni frá stærsta fjáröflunarviðburði landsliðsins í hestaíþróttum, þar sem glæsileg dagskrá er fram undan. 

Þetta og fleira til í kvöldfréttum Stöðvar 2 í opinni dagskrá á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×