Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. apríl 2025 14:44 Starfsmenn og stjórnendur borverksins með jarðborinn Óðinn í bakgrunni. Aðsend/Aron Ingi Gestsson Í gærmorgun hóf HS Orka að bora fyrstu djúpu rannsóknarborholu í Krýsuvík. Áætlunin er að afla sér ítarlegri þekkingu á jarðhitakerfinu með það að markmiði að framleiða heitt vatn til notkunar á höfuðborgarsvæðinu. „Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma. Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
„Í gærmorgun hófst borun fyrstu djúpu rannsóknarborholunnar við Sveifluháls í Krýsuvík en borunin er hluti af jarðhitarannsóknum HS Orku á Krýsuvíkursvæðinu,“ segir í tilkynningu frá HS Orku. Yfirborðsrannsókn á svæðinu er lokið en markmiðið verkefnisins er að framleiða heitt vatn fyrir Hafnarfjörð og höfuðborgarsvæðið auk rafmagns inn á landskerfið. Í tilkynningunni segir að ætla megi að nýtt orkuver geti hitað upp fimmtíu þúsund manna byggð og haft 100 megawatta rafmagnsaflsgetu. Í dag kemur stærsti hlutur heitavatns á höfuðborgarsvæðinu frá Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Áætlunin er að bora allt að 2750 metra langa holu niður á rúmlega tveggja kílómetra dýpi til að „auka þekkingu á jarðhitakerfinu, sannreyna tilvist háhitaauðlindar og meta nýtingu hennar á svæðinu Sveifluháls-Austurengjar.“ Að sögn Birnu Lárusdóttur, upplýsingafulltrúa HS Orku er rafmagnsdrifni borinn í gangi allan sólarhringinn. Skili þessar rannsóknir tilætluðum árangri mun rísa jarðvarmaver við Sveifluháls en þó sé ekki tímabært að segja til um staðsetningu versins. Það fari eftir niðurstöðum rannsóknarinnar auk umhverfismats. Landsvæðið þar sem rannsóknirnar fara fram á er á vinsælu útivistarsvæði í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Bærinn og HS Orka undirrituðu samning um heimild til rannsókna, landnota, lóðarleigu og nýtingar auðlindaréttinda í tengslum við mögulega nýtingu auðlinda á síðasta ári. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem rannsóknarstarf fer fram á Krýsuvíkursvæðinu en það nær aftur til ársins 1941. Alls hafa 34 holur verið boraðar á svæðinu á þessum tíma.
Jarðhiti Orkumál Hafnarfjörður Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Áföllin hafi mótað sig Innlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira