Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sindri Sverrisson skrifar 20. apríl 2025 11:02 Það vantaði ekkert upp á stemninguna á Sjally Pally, eins og blaðamaðurinn Will Schofield fékk að kynnast. Facebook/Píludeild Þórs Það var mikil stemning og fullt út úr dyrum á pílumótinu Sjally Pally í Sjallanum á Akureyri á dögunum. Á meðal þeirra sem heilluðust af mótinu er enski blaðamaðurinn Will Schofield eins og hann skrifaði um í pistli á Daily Star. Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann. Pílukast Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira
Alexander Veigar Þorvaldsson og Ingibjörg Magnúsdóttir fögnuðu sigri á mótinu í ár, eftir sigra gegn Matthíasi Friðrikssyni og Kittu Einarsdóttur í úrslitaleikjunum. Þessu lýstu kynnarnir John McDonald og Russ Bray en það var koma þessara heimsþekktu manna til Íslands sem fékk blaðamanninn Schofield til að taka flugið til Íslands og sjá hvað þar væri eiginlega í gangi. Í pistli sínum skrifar hann um upplifun sína af Akureyri, sem hann lýsir sem eins konar hjara veraldar vegna nálægðar við norðurpólinn, og af mótinu í Sjallanum. Það var að sjálfsögðu rjómablíða á Akureyri þegar Schofield dvaldi þar og hann naut þess einnig að vera inni í Sjallanum, á móti sem hann lýsir sem óvenjulegu. Pílukast sé hins vegar alls staðar eins og að ástríðan hafi augljóslega verið mjög mikil á mótinu en það er haldið af píludeild Þórs og var þetta í annað sinn sem mótið fer fram í Sjallanum. Þá veltir Schofield því fyrir sér hvort að Ísland muni jafnvel eignast fulltrúa á HM, í Ally Pally, áður en langt um líður. Hann segir hæfileikana alveg til staðar og að Matthías og Alexander hafi sýnt frammistöðu sem sómi sér á Evrópumótaröðinni. Hann bætir við að Matthías hafi verið afar öflugur í uppbyggingu pílunnar á Íslandi og til að mynda lagað ljósabúnaðinn á sviðinu áður en hann keppti sjálfur í átta manna úrslitum. Schofield segir mótið á Akureyri hafa staðist samanburð við toppmót í Bretlandi. Hann hafi verið gjörsamlega heillaður. Skömmu síðar var hann svo á móti í Manchester, þar sem vissulega hafi verið meira undir en áhorfendurnir hins vegar alls, alls ekki eins ástríðufullir og þau hundruð sem mættu í Sjallann.
Pílukast Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Dagskráin í dag: Besta-deildin allsráðandi Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sjá meira