Veður

Svona gæti veðrið litið út á sumar­deginum fyrsta

Eiður Þór Árnason skrifar
Bjart með köflum verður á páskadag en sums staðar lítils háttar væta við ströndina.
Bjart með köflum verður á páskadag en sums staðar lítils háttar væta við ströndina. Vísir/vilhelm

Í dag verður fremur hæg breytileg átt á landinu, en norðvestan 8 til 13 metrar á sekúndu á Austfjörðum fram eftir degi. Norðaustan 3 til 8 metrar á sekúndu. Yfirleitt bjart, en skýjað og stöku smáél norðaustantil en léttir í kvöld. Hiti 3 til 9 stig yfir hádaginn, en nálægt frostmarki norðaustantil.

Fram kemur í spá Veðurstofu Íslands að á morgun verði áfram hægviðri og bjart en skýjað með köflum og sums staðar lítils háttar væta við suðvestur- og vesturströndina. Breytileg átt 3 til 8 metrar á sekúndu og hlýnar heldur.

Austanátt á páskadag, strekkingur syðst á landinu, en annars hægari. Bjart með köflum og sums staðar lítils háttar væta við ströndina. Hiti breytist lítið.

Veðurstofan birtir nú fyrst spá fyrir sumardaginn fyrsta og segir útlit fyrir ákveðna austanátt með rigningu og hlýju veðri. Þá verði yfirleitt bjart og þurrt norðantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Fremur hæg austlæg eða breytileg átt og víða bjartviðri, en skýjað með köflum við ströndina og líkur á vætu vestast. Hiti nálægt frostmarki, en að 7 stigum sunnan- og vestanlands að deginum.

Á sunnudag (páskadagur): Austan 8-13 m/s syðst á landinu, annars hægari vindur. Víða þurrt og bjart veður og hiti 1 til 7 stig, en skýjað með köflum og víða vægt frost norðan- og austantil.

Á mánudag (annar í páskum): Norðaustlæg átt 3-8 m/s, en 8-13 við suðausturströndina. Sums staðar dálítil ofankoma og frost 0 til 4 stig, en að mestu bjart og hiti 1 til 7 stig sunnan- og vestantil.

Á þriðjudag: Norðaustlæg átt, skýjað með köflum og víða lítils háttar rigning eða slydda. Heldur hlýnandi.

Á miðvikudag: Suðaustanátt og bjart með köflum, en dálítil rigning á Suðausturlandi. Hiti 2 til 12 stig yfir daginn, svalast norðaustanlands og á Vestfjörðum.

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti): Útlit fyrir ákveðna austanátt með rigningu og hlýju veðri, en yfirleitt bjart og þurrt norðantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×