Handbolti

Dramatík á Hlíðar­enda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur í liði Vals.
Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur í liði Vals. Vísir/Hulda Margrét

Valur vann tveggja marka sigur á Aftureldingu í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta, lokatölur á Hlíðarenda 35-33 eftir framlengdan leik.

Leikurinn var gríðarlega jafn frá upphafi til enda, staðan að loknum venjulegum leiktíma 29-29 eftir að Blær Hinriksson jafnaði metin fyrir gestina á ögurstundu. Í framlengingunni voru það heimamenn sem reyndust sterkari og unnu á endanum tveggja marka sigur.

Bjarni í Selvindi í var markahæstur hjá Val með 9 mörk. Þar á eftir kom Úlfar Páll Monsi Þórðarson með 7 mörk. Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot í markinu.

Blær Hinriksson var markahæstur hjá Aftureldingu með 8 mörk. Ihor Kopyshynskyi kom þar á eftir með 7 mörk. Þá varði Einar Baldvin Baldvinsson 15 skot í markinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×