Körfubolti

Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tví­höfða annan í páskum

Sindri Sverrisson skrifar
Álftanes er mætt í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni.
Álftanes er mætt í undanúrslit í fyrsta sinn í sögunni. vísir/Hulda Margrét

Nú er orðið ljóst hvernig leikjaplanið verður í undanúrslitum Bónus-deildar karla í körfubolta. Einvígin tvö hefjast bæði á mánudaginn, á annan í páskum.

Ekkert varð af oddaleikjum í 8-liða úrslitunum en það varð endanlega ljóst í gærkvöld þegar Álftanes vann 3-1 sigur í einvígi sínu við Njarðvík og Stjarnan vann ÍR með sams konar hætti.

Deildarmeistarar Tindastóls mæta því Álftanesi (6. sæti í deild) í undanúrslitunum en Stjarnan (2. sæti) mætir Grindavík (5. sæti).

Þó að einvígin hefjist á sama degi þá munu Grindavík og Stjarnan svo spila leik tvö næsta fimmtudag en Tindastóll og Álftanes fá sólarhring lengri pásu. Ef bæði einvígin fara í oddaleik munu þeir fara fram sama kvöld, mánudaginn 5. maí, áur en úrslitaeinvígið hefst svo fimmtudaginn 8. maí.

Undanúrslit Bónus-deildar karla

  • Mánudagur 21. apríl
  • 17.00 Tindastóll - Álftanes
  • 19.30 Stjarnan - Grindavík
  • Fimmtudagur 24. apríl
  • 19.15 Grindavík - Stjarnan
  • Föstudagur 25. apríl
  • 19.15 Álftanes - Tindastóll
  • Mánudagur 28. apríl
  • 20.00 Stjarnan - Grindavík
  • Þriðjudagur 29. apríl
  • 19.15 Tindastóll - Álftanes
  • Föstudagur 2. maí
  • 19.15 Grindavík - Stjarnan
  • Laugardagur 3. maí
  • 19.15 Álftanes - Tindastóll
  • Mánudagur 5. maí
  • Oddaleikir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×