Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. apríl 2025 06:57 Flóttamenn sem var bjargað við Lanzarote við Spán í janúar á þessu ári. Lanzarote er við Kanaríeyjar en smyglarar hafa í auknum mæli sótt þangað með flóttafólk. Vísir/EPA Flóttafólki hefur fækkað verulega við landamæri Evópu á árinu. Á fyrsta ársfjórðungi fækkaði óreglulegri för yfir landamæri Evrópu um alls 30 prósent í samanburði við sama tímabil í fyrra. Alls komu 33.600 færri flóttamenn til Evrópu en á sama tíma í fyrra. Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin. Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Í frétt Guardian um málið kemur fram að breytingin hafi verið mest í Albaníu, Serbíu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu. Breytinguna má sjá á öllum helstu flóttamannaleiðum í Evrópu samkvæmt tilkynningu Frontex, Landamærastofnun Evrópu. Fjallað var um málið í nýju fréttabréfi ríkislögreglustjóra í gær. Þar kom fram að óregluleg för hefði snarlækkað og að samvinna Evrópusambandsins og ýmissa félagasamtaka gegn smygli á fólki hefði stuðlað að því. Þá kom fram að ferðum fólks yfir Miðjarðarhafið færi fækkandi en að smyglarar sæki í auknum mæli til Kanaríeyja. Í frétt Guardian segir að þessi þróun hafi hafist í fyrra, 2024, þegar óreglulegri för fækkaði um alls 38 prósent yfir árið miðað við árið á undan.. Haft er eftir Judith Sunderland hjá Human Rights Watch í frétt Guardian að þessa breytingu megi rekja til stefnubreytingar í mörgum Evrópuríkjum þar sem aukin áhersla hefur verið lögð á fælingu og að loka landamærum. Það hafi leitt til þess að flóttafólk fari sína leið með öðrum hættulegri leiðum. Færri skráðar komur þýði ekki færra fólk á ferð „Þetta snýst ekki bara um tölfræðina. Gleymum ekki að þetta er á kostnað fólks sem hefur drukknað í Miðjarðarhafinu, er barið á landamærum Hvíta Rússlands og Póllands og ýtt aftur inn í Hvíta Rússland; þetta er fólk sem festist í mýrum, skógum og eyðimörkum inni í og á jaðri Evrópusambandsins,“ segir Sunderland. „Það er risastór mannlegur kostnaður að baki þessara talna,“ heldur hún áfram. Hún bendir einnig á að breytingin í þessari tölfræði sé á sama tíma og Evrópusambandið er búið að semja við til dæmis bæði Líbíu og Túnis. Þar hafi verið skrásett tilvik þar sem fólk er barið, beitt kynferðislegu ofbeldi og fangelsað. Sunderland segir Evrópusambandið bera ábyrgð á þessum mannréttindabrotum með því að gera þessa samninga. Í frétt Guardian er einnig rætt við Allison West, lagalegan ráðgjafa hjá mannréttindasamtökunum the European Center for Constitutional and Human Rights(ECCHR). Samtökin hafa sent tvær kærur til Alþjóðadómstólsins í Haag er varðar meðferð flóttafólks og farandfólks við Miðjarðarhafið. West segir að færri skráðar komur þýði ekki að það sé færra fólk á ferð. Það þýði einfaldlega að fleiri séu í haldi í Líbíu og Túnis við hræðilegar aðstæður. 555 dáið á þessu ári Í frétt Guardian er einnig vísað í yfirlýsingu frá Alþjóðafólksflutningastofnuninni þar sem þau segja gögn styðja þá fullyrðingu að komur séu færri vegna þess að bátar sem reyni að fara frá Líbíu og Túnis séu stöðvaðir. Á fyrstu þremur mánuðum ársins hafa 555 einstaklingar dáið í Miðjarðar- eða Atlantshafinu í tilraun sinni til að komast til Evrópu. Alls létust 3.500 á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, hafa 3.500 börn dáið í Miðjarðarhafinu síðustu tíu árin.
Evrópusambandið Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Líbía Túnis Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira