„Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 15. apríl 2025 21:33 Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Vísir/Diego Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV, var sár svekktur eftir tap á Ásvöllum gegn Haukum í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi um laust sæti í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Leiknum lauk með sex marka sigri Hauka, 26-20, en Eyjakonur leiddu í hálfleik með tveimur mörkum, 11-13. Sigurður segir góðan fyrri hálfleik þó ekki skila neinu og ekki sé hægt að fagna of snemma. „Ég sagði í hálfleiksræðunni að ég nenni ekki að fara í hundraðasta viðtalið og segja að þetta hafi verið frábær fyrri hálfleikur og tapa. Ég get alveg verið sammála því að þetta var flottu fyrri hálfleikur, en það er bara ekkert í fokking íþróttum. Ég held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt og er óþolandi. Við förum og réttum þeim leikinn og okkar reynslumiklu menn fá tvær tveggja mínútna brottvísanir sem eru bara hrikalega dýrar. Við förum í yfirsnúning og okkar yngstu leikmenn á sínu fyrst tímabili, þær bara ráða ekkert við það. Fyrri hálfleikurinn var mjög góður en við erum bara svona góðar. Þetta var alveg óþolandi.“ Aðspurður hvað hafi valdið því að liðið hafi misst forystuna fljótlega í síðari hálfleik, þá hafði Sigurður þetta að segja. „Þær tóku Birnu Berg úr leik í síðasta leik og við spiluðum þar þetta sjö á sex og gerðum það mjög vel, en við vorum komnar í yfirsnúning. Við vorum orðnar stressaðar, við vorum hræddar við það að gera mistök, þorðum ekki að taka af skarið og allt þetta. Britney lætur reka sig tvisvar mjög heimskulega út af og það er bara ógeðslega dýrt, mjög dýrt. Það að vera komin fjögur til fimm mörk undir er bara erfitt og þá bara þurfum við kannski að fara selja okkur meira og hugrekkið búið og kannski orkan líka. Birna Berg var orðin mjög þreytt. En ég er pirraður, þetta var dauðafæri á að vinna þetta lið.“ Elín Klara er svo bara different-class Næsti leikur liðanna er út í Eyjum á laugardaginn. Sigurður segir Haukaliðið vera betra en sitt lið og þá standi Elín Klara Þorkelsdóttir upp úr. „Þetta er úrslitakeppni og það er bara þannig. Við erum í sjötta sæti, fengum tíu stig og bara erfiður vetur, en þetta er allt annað dæmi. Við erum bara með gott lið og það er fullt af hörku góðum leikmönnum þarna, en við erum ekki eins góðar og þær. Þá þurfum við að vera skynsamar og ekki að hleypa þeim í þetta. Elín Klara er svo bara different-class og við bara ráðum illa við hana, bara frábær en við vitum það alveg. Hún er bara gella sem vinnur sigra. En það er einn leikur út í Vestmannaeyjum og ég bara biðla til fólksins heima, strákarnir eru búnir, þannig að stelpurnar fái stuðning. Þetta eru bara Eyjastelpur mikið og þær eiga það skilið,“ sagði Sigurður að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna ÍBV Haukar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira